Reynslulausir ráða Íslandi

Athyglisverð grein en angi af mun stærra vandamáli. Þegar bankarnir voru einkavæddir voru þeir viðskiptabankar. Það var enginn fjárfestingabankageiri til á Íslandi á þeim tíma og því höfðu engir reynslu af rekstri alþjóðlegra fjárfestingabanka. Það var því eðlilegt að ráða unga og efnilega menn og þjálfa þá upp. Vandamálið var að fá ekki reyndan og virtan erlendan banka sem kjölfestufjárfesti sem hefði getað miðlað af ártuga reynslu og þjálfað unga Íslendinga, og haft yfirsjón með starfseminni.

Íslendingar vilja alltaf gera allt sjálfir og hafa enn mikla minnimáttarkennd gagnvart útlendingu. Flestir Íslendingar gera sér samt ekki fulla grein fyrir þessu þar sem þeir þekkja ekkert annað.

Eitt besta dæmið nú eru íslensku skilanefndir gömlu bankanna. Hversu margir sem sitja þar hafa meir en 5 ára reynslu í að selja erlendar eignir í a.m.k 5 mismunandi löndum til erlendra kaupenda? Af hverju voru erlendir sérfræðingar ekki fengnir strax á fyrsta degi? Hversu margir miljarðar hafi tapast vegna þessa?

Annað dæmi. Hversu víðtæka þekkingu og reynslu hefur íslensk lögregla í að rannsaka og upplýsa peningaþvætti þar sem aðilar sem eru stærri en íslenska ríkið koma að máli?

Reynsluleysi er þekkt vandamál smærri ríkja. Það er oft talað um að bæði Sviss og Svíþjóð ráði ekki yfir nægum mannauði til að manna sín alþjóðlegu fyrirtæki. Þó eru þetta milljón manna samfélög. Það ætti því að vera nokkuð ljóst að reynsluleysi er gríðarlegt vandamál á Íslandi. Vandamál sem varla er rætt líklega vegna reynsluleysis!


mbl.is Reynslulausir réðu í bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband