Tony Blair ekki ástæðan fyrir hruni Íslands

Samfylkingin þarf að gera betur en að skella skuldinni á hugmyndafræði Tony Blairs.  Það var ekki hugmyndafræðin sem brást heldur vanhæf íslensk útfærsla og stjórnsýsla. 

Mörg lönd aðhyllast frjálshyggju, eins og t.d. Nýja Sjáland, Ástralía og Kanada en ekkert fall var í þessum löndum.  Það var ekki kapítalisminn sem hrundi heldur Ísland.

Jóhanna verður að gera upp sinn þátt sem ráðherra í stjórn Geirs Haarde.  Enginn ráðherra þar er saklaus, það væri mikil einföldun og útúrsnúningur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Stutt en mjög góð færsla!

Það er hálf þreytandi að horfa upp á Íslendinga kenna kapítalismanum um allar okkar ófarir.

Eða einkavæðing Síldarverksmiðju ríkisins hafi sett okkur á hausinn! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.4.2010 kl. 16:04

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

sammála.  Fólk verður að vita hvað frjálshyggja er áður en hún er gagnrýnd.  Frjálshyggjan gerir kröfu um gríðarlegt aðhald í peninga- og hagstjórnarmálum sem var alls ekki til staðar hér á landi á síðustu árum.  Þess vegna er slappt að kenna henni um hrunið.

Lúðvík Júlíusson, 18.4.2010 kl. 16:38

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tími "ismana" er liðin drengir. Tilraunir mannsins með öfgastefnur alls kyns hefur ekkert gert annað en drepið samfélög og fólk út um allan heim. Við þurfum að kasta af okkur oki hugmyndafræði "ismana" og finna nýja nálgun á hvernig og hvers konar samfélag við viljum byggja upp. Framtíðarkynslóðir íslendinga munu hugsa okkur þegjandi þörfina ef við gerum það ekki. Minni ykkur á orð kommúnistana í Moskvu sem sögðu þegar USSR hrundi: "þetta var ekki komúnisminn sem brást heldur fólkið sem átti að framkvæma stefnuna."

Hljómar kunnuglega er það ekki???

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 18.4.2010 kl. 16:55

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Mikið sammála Arinbirni Kúld. Nákvæmlega það sama munu feitir og spilltir Cómmísarar ESB elítunnar segja þegar ESB apparatið hrynur til grunna:

"þetta var ekki okkar frábæra og allt um vefjandi kerfi sem brát heldur var það fólkið sem átti að framkvæma tilskipanir okkar og stefnur sem brást.

Heiðursmaðurinn og því meður ESB sinninn Guðbjörn Guðbjörnsson á meira að segja eftir að lifa þetta !

Ætli Ingibjörg Sólrún eigi eftir að standa fyrir þjóðinni sinni aftur grátandi eins og í gær og viðurkenna hroðaleg mistök sín og að hafa brugðist þjóðinni með þessum ESB rétttrúnað öllum sem tvístraði þjóðinni og vann henn ómælt ógagn.

Kæmi mér ekki á óvart að hún þyrfti að gráta aftur og biðja þjóð sína afsökunar.

Gunnlaugur I., 18.4.2010 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband