17.4.2010 | 11:46
Jón Ásgeir, Pálmi og Bakkabræður sömu leið
Nú þegar hrunþingmenn hafa loksins vaknað upp og stigið til hliðar er tíminn kominn til að restin af útrásarvíkingum geri hið sama.
Það eru engin siðferðis- eða viðskiptaleg rök fyrir því að þessir aðilar eigi að halda sínum völdum í viðskiptaheiminum. Koma þarf stærstu fyrirtækjum landsins í dreift eignarhald og undir stjórn varkárra og skynsamra manna.
Áhættusækni yfir hrun á að vera lykilatriði þegar verið er að meta hæfni manna til að stjórna íslenskum fyrirtækjum. Aðilar sem tóku lán til þess eins að braska með hlutabréf eiga að teljast vanhæfir til valda í íslenskum viðskiptaheimi.
Þorgerður stígur til hliðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:47 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert væntanlega að kalla eftir að "hönd" hins opinbera grípi inn í. Ég set reyndar spurningamerki hve mikið gerlegt er að "stýra" þessu úr því sem komið er.
Eigum við sem borgarar, sem neytendur - að bíða með hendur í skauti og reiða okkur á íhlutun stóra bróðurs ?
Ef ég geng aðeins lengra; erum við hér virkilega enn ósjálfbjarga og ófær um að bregðast við sem einstaklingar, bregðast við sem neytendur ? Það er spurning dagsins í mínum huga.Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 14:15
Hákon,
Það er máið hvar stendur hinn þögli meirihluti, enn virðast ansi margir vera tengdir með sína hagsmuni í gömlu gildunum. Sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti flokkurinn segir sína sögu.
Þegar samfélög gjörspillast eins og Ísland eru allir meir og minna flæktir í málið og það getur reynst ógerningur að vinda ofan af kerfinu. Það tekur smábreytingum til að róa "minnihlutann" en síðan fer allt í sama farveg.
Andri Geir Arinbjarnarson, 17.4.2010 kl. 15:02
Það er nú bara þannig að ég tel að það þurfi að koma hér á legg öflugum samtökum neytenda sem taka á hinum ýmsu málefnum sem snúa að þeim. Það er farið ansi illa með neytendur hér og er ég ekkert að tala um siðferðismál í því sambandi. Allskyns ólögleg vörusvik eru t.a.m. mjög algeng. Framkoma kaupmanna á ýmsum sviðum er til skammar; tvær stærstu lágvöruverslaninar koma fram við viðskiptavini af mikilli vanvirðingu; enda svínsleg græðgi þar í stafni.
Það myndi vera einn þátturinn sem ynni gegn þeim óheillafarvegi sem þú segir að málin falli aftur í
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 16:44
Thessi kvikindi kunna ekki ad skammast sín. Audvitad eiga Illugi og Thorgerdur ad segja af sér ásamt fleirum. Ord Thorgerdar eiga vel vid núna:
"KOMA SVO BJARNI!!!!"
http://www.youtube.com/watch?v=kN5vyKLeYc8
Jolly Good!! (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 19:56
Með eflingu embættis Sérstaks Saksóknara um verulega herða á rannsókn þeirra mála sem talin eru refsiverð. Í Kastljósinu í gærkvöld skoraði Eva Joly á þá sem getið er um í Rannsóknarskýrslunni og teldir eru brotlegir, að gefa sig sjálfviljuga fram við Sérstakan Saksóknara. Þar mundi vinnast tvennt. Rannsókn væri hraðað og þeir sem gæfu sig fram gæti jafnvel vænst vægari refsinga. Það er mín skoðun að flýta þurfi sem kostur er allri endurskoðun regluverks um fjármálageirann, auk þess sem það að eiga nafn sitt í skýrslunni, verði þessum mönnum til trafala í viðskiptum meðan ekki er búið að rétta yfir þeim.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.4.2010 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.