Hið kaþólska Ísland lifir enn

Einn sorglegasti boðskapur um þessa Páska barst frá Páfagarði.  Hinn háttvirti kardínáli Angelo Sodano, hægri hönd páfans, lét þau orð fall í sínum boðskapi í Péturskirkjunni í Róm, að kynferðisofbeldi gagnvart börnum innan kaþólsku kirkjunnar væri "ómerkileg kjaftasaga".  Þetta varð auðvita stórfrétt og aðalfréttin í mörgum fjölmiðlum um allan heim um þessa páskahelgi.

Ég ætla ekki að gera ofbeldi gagnvart börnum innan kaþólsku kirkjunnar að efni hér, en viðbrögð kirkjunnar og þá sérstaklega Páfagarðs eru umhugsunarverð sérstakleg þegar þau eru borin saman við viðbrögð hér á landi um og eftir hrun.  Auðvita er hin sorglega krísa kaþólsku kirkjunnar mun alvarlegri og umfangsmeiri en efnahagskrísan á litla Íslandi, en það er ákveðinn samhljómur í viðbrögðum valdsmanna á Íslandi og í Vatíkaninu sem er athyglisverður.

Í Vatíkaninu gengur allt út á að þagga hlutina niður og vernda Páfann og kardínálana.  Ekki má persónugera vandann og alls ekki má ræða aðgerðir eða heldur aðgerðaleysi núverandi Páfa þegar hann var kardínáli.  Engir háttsettir aðilar innan kirkjunnar hafa þurft að segja af sér eða verið dregnir fyrir dóm.  Prestar og biskupar sem sitja undir grun eru einfaldlega fluttir til.

Aðgerðaleysi og varnarstaða kaþólsku kirkjunnar minnir á margt um viðbrögðin á Íslandi um og eftir hrun.  Allt gekk út á að vernda "kardínála" Íslands, ekki mátti persónugera vandann. Í augum margra er kaþólska kirkjan rúin trausti og trúverðugleika.  Erfitt er að sjá hvernig Vatíkanið getur eitt og óstutt komist út úr þessari krísu.  Varla mun umheimurinn taka eina skýrslu unna af Vatíkaninu sem fullnægjandi grunn að nauðsynlegum umbótum.  Ætli hið sama gildi ekki hér?

Íslensk skólabörn læra að siðaskipti hafi orðið hér 1550 þegar Jóna Arason biskup var líflátinn.  Þau siðaskipti náðu aðeins til kirkjulegs valds.  Er ekki kominn tími til að siðaskipti verði í hinum veraldlega valdsheimi Íslands?  

Þar þarf sjálfstætt og óháð stjórnlagaþing að leggja grunninn að nýrri stjórnarskrá. 

Munu hinir íslensku "kardínálar" leggja blessun sína yfir slíkt? 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Með nýrri stjórnarskrá væri svo lagður grunnur að nýjum stjórnarháttum og nýju samfélagi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.4.2010 kl. 10:32

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 

Ég er ekki trúaður á byltingar og held því fram að heildar endurskoðun á stjórnarskránni í þeim tilgangi að búa til nýja verði ekki til velfarnaðar.  Öll mananna verk reynast gölluð þegar stundir framlíða og þess vegna tel ég happa drýgst að lagfæra gallanna þegar þeir uppgötvast, að undan gengini vandaðri umræðu.  Það á ekkert að vera einfalt að breyta stjórnaskránni og alsekki á að vera mögulegt að breyta henni á pólitískum róstur tímum

Hrólfur Þ Hraundal, 5.4.2010 kl. 12:38

3 identicon

Afbragðs hugleiðing.  

Auðvitað þarf að rífa arfann upp með rótum. Það sér hver heilvita maður.

Þjáningin er rædd á páskum.  Spurning, hvort "endurnýjunin" verði ekki of sársaukafull fyrir "suma" ? 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 12:51

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kjósendur höfðu völdin á kjördag og kusu aftur yfir sig sama flokkskerfið og setti allt á hausinn.

Segir það ekki allt sem þarf, þjóðin á þetta skilið.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.4.2010 kl. 15:30

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Angelo Sodano var ekki að tala í nafni páfans, Andri, heldur predikaði í eigin nafni. Þar að auki þykir mér ótrúlegt, að hann hafi sett hlutina jafn-heimskulega fram eins og ætla má af 2. málgrein þinni.

Jón Valur Jensson, 5.4.2010 kl. 17:57

6 identicon

Ef þetta hefði barnaskóli þá hefði allt orðið vitlaust og fólk set í fangelsi. En að því að þetta eru trúbrögð þá er þetta allt í lagi. Jón Valur afhverju ertu ennþá að verja þessa perra?

Arnar M (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 19:39

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Arnar, er ekki allt í lagi með þig? Í hvaða orðum var ég að verja einhverja perra? Taktu af þér sjónskekkjugleraugun, og talaðu hér líka undir fullu nafni, ef þú vilt heita maður.

Jón Valur Jensson, 5.4.2010 kl. 19:54

8 identicon

Vertu ekki að rífa þig hræsnari þetta er eldgömul mynd af þér og svo ertu með þína krist.blog.is í felum og vilt ekki neina gagnrýni og ritskoðar eins og kommi.

Arnar M (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 20:06

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Greinilega kom ég við kaunin á þessum, og ekki ætlar hann að birta nafn sitt.

Segja mætti mér, að meiri gagnrýni hafi ég leyft á síðum mínum en hann væri maður til að bera. Spurningu minni nr. 2 gat hann ekki svarað; verður ekki að taka það sem viðurkenningu á því, að hann hafi farið með rangt mál?

Krist.blog.is er alls ekki í felum, það geta allir farið inn á vefslóðina, hér: Krist.blog.is.

Jón Valur Jensson, 5.4.2010 kl. 20:33

10 identicon

Ég er að tala um þú ritskoðar síðuna og ekki undir þitt nafn. Vilt banna allt eins og talibani. Þú vilt ekki frjálsa skoðun.

Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 20:48

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er alls ekki rétt hjá þér, Arnar (sem enn ert klumsa í svarleysi þínu).

Hin vegar verða menn að fara að settum reglum síðunnar um orðbragð o.fl.

Jón Valur Jensson, 5.4.2010 kl. 20:56

12 Smámynd: Kama Sutra

Ekki slæm samlíking - á þöggunarmeisturum kaþólsku kirkjunnar og íslensku stjórnmála- og embættismannastéttarinnar.

Hvoru tveggja jafn erfitt að uppræta.

Kama Sutra, 5.4.2010 kl. 21:38

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ef kaþólska kirkjan væri maður en ekki stofnun væri ekki hægt að segja að hún væri maður í manndómslegri merkingu hvað varðar viðbrögðin við misnotkun á börnum. Hún hagaði sér svívirðilega. Það er ekki hægt að segja annað. Hefði hún, viðkomandi biskupar sem eru fulltrúar kirkjunnar, brugðist við eins og maður hefði fjöldi barna verið spöruð misnotkunin.

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.4.2010 kl. 23:50

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og ámóta svívirða hefur víðar átt sér stað, Sigurður Þór. Hver man ekki Breiðavík, Bjarg og Kumbaravog eða athæfið á heimili Telmu og systra hennar í Hafnarfirði, þar sem ekki var sinnt kvörtunum eða ábendingum, sem og meðferðina á fólki sem var vanað hér með ríkislögum?

Jón Valur Jensson, 6.4.2010 kl. 00:39

15 identicon

Nei sko JVJ kemur og ver kirkjuna sína með því að aðrir hafi einnig gert eitthvað ljótt af sér....  Sko kaþólska kirkjan á Írlandi nauðgaði amk 15 þúsundu börnum... ætli það slagi ekki upp í ÖLL börn í breiðholti... og þetta er bara toppurinn á viðbjóðnum.

Glæsilegt að sjá JVJ rústa mannorði sínu algerlega, honum er sama þótt kirkjan hafi nauðgað tugum.. ef ekki hundruðþúsunda barna... it's ok for JVJ... réttlætinguna fær hann útfrá því að aðrir hafi einnig nauðgað,... svo náttlega sú staðreynd að biblían hreinlega mælir með nauðgunum.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 12:52

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nafnleysinginn stendur ekki undir ábyrgð á tilbúnings-orðum sínum.

Hér var hvergi verið að verja kirkjuna mína með neinum samanburði.

Punktur og basta. Gervidoktorinn talar fyrir sjálfs sín hönd, ekki mína.

Jón Valur Jensson, 6.4.2010 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband