Hvað olli hruninu? Hugmyndafræðin eða útfærslan?

Það var ekki hugmyndafræðin sem brást heldur útfærslan.

Kapítalísk hugmyndafræði er ekki sökudólgurinn heldur íslensk útfærsla á honum.

Íslenskur sósíalismi af gamla skólanum leysir ekki vandann.

Fátt mun tefja meir fyrir uppbyggingu hér á landi en ofuráhersla á hugmyndafræði og endalaust þras þar um.

Það sem landsmenn þurfa eru praktískar lausnir sem hægt er að hrinda hratt og örugglega í framkvæmd.

Reynsla, þekking og hæfileikar til að leysa vandamál og finna lausnir er það sem við þurfum umfram allt.

En þegar þessir hæfileikar eru af skornum skammti grípa menn til hugmyndafræðinnar og vona að í henni finnist töfralausnir.

Og hér er komið að rót vandans á Íslandi.  Innviðir íslenska stjórnkerfisins eru byggðir á hollustu við ákveðna hugmyndafræði en ekki hæfileikum og kunnáttu til að leysa vandamál.

Hin íslenska útfærsla á "nýfrjálshyggjunni" afhjúpaði spillt og vanhæft þjóðfélagskerfi sem var alls ekki í stakk búið að útfæra og innleiða svo viðamiði og flókið verkefni.  En er lausnin að hverfa aftur til úreltrar hugmyndafræði sem betur hylur galla íslenska kerfisins eða eigum við að breyta kerfinu?

Það er miklu viðameira verkefni að breyta kerfinu en hugmyndafræðinni.  Þá þarf nefnilega að taka á einstaklingum og þeirra hæfileikum og reynslu.

Framtíðarlífskjör landsmanna ákvarðast hins vegar af því hvora leiðina við förum.

--------

Athyglisvert verður að skoða áherslur Rannsóknarskýrslunnar í þessu efni.  Og ekki verður síður athyglisvert að skoða túlkun Morgunblaðsins á skýrslunni og niðurstöðum hennar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband