18.1.2010 | 12:32
Gjáin á milli Íslands og umheimsins dýpkar enn!
Gjáin á milli Íslands og umheimsins dýpkar og breikkar með hverjum degi sem líður og úti í Hádegismóum streða menn dag og nótt með haka og skóflu. Enda lætur árgangurinn ekki á sér standa samanber leiðara moggans í dag, þar sem segir:
"Og þar koma vorir norrænu bræður við sögu og framganga þeirra er býsna ógeðfelld. Þeir segjast ekki lána Íslendingum nema landið standi við alþjóðlegar skuldbindingar. Engin dómsniðurstaða, enginn lögfestur samningstexti liggur nokkurs staðar fyrir um slíkar skuldbindingar. Samt láta norrænu stjórnvöldin sig hafa það að leggja til þumalskrúfurnar á Íslendinga og sjá einnig um hersluna."
Og svo að fólk átti sig á þeim svimandi gjábakka sem við stöndum á sagði Frans Weekers, þingmaður Íhaldsflokksins í Hollandi eftirfarandi, fyrir stuttu:
Ég er algjörlega búinn að fá mig fullsaddann. Það er ekki hægt að treysta Íslandi. Við virðumst vera nógu góð þegar þeir þurfa á peningum að halda en ekki þegar kemur að því að endurgreiða þá.
Hvernig á að brúa þessa gjá sem íhaldsmenn beggja vegna dýpka og breikka?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sá sem telur sig eiga kröfu á hendur einhverjum og fær þá kröfu ekki greidda hefur úrræði. Hann fer einfaldlega í mál og fær viðkomandi dæmdan til að greiða !!
En af hverju fara þá ekki Hollendingar og Bretar í mál við íslenzku þjóðina ??
Getur það verið vegna þess að þeir vita að rétturinn er EKKI þeirra ??
Þetta vita þeir sem nenna að leggja sig fram um að kynna sér málið eins og Stefán Már og Lárus Blöndal, ásamt Sigurði Líndal, hafa margbent á. En því miður eru til sumir sem vilja bara samþykkja að borga út frá einhverjum siðferðilegum gildum, semsagt ég á að borga fyrir þá sem söfnuðu innlánum í Hollandi og Bretlandi, þar sem menn vissulega tóku líka stóra áhættu, vitandi vits ?? Og það líka þrátt fyrir meingallað regluverk ESB um innistæðutryggingasjóðinn ??
Nei takk, ég hef ekki áhuga á því að borga þennan reikning. Þetta einfaldlega snýst ekki um siðfræði, heldur skuldbindingar samkvæmt lögum og ekkert annað !!
Og að síðustu sýnast mér nú frekar íhaldsmenn í Bretlandi standa með okkur heldur en blessaðir sósíalistarnir í brezka Verkamannaflokknum, sem fljótlega mun hundskast út úr Downingsstræti og vonandi ekki koma nálægt stjórn Bretlands næsta áratuginn - sem betur fer.
Sigurður Sigurðsson, 18.1.2010 kl. 13:32
"sýnast mér nú frekar íhaldsmenn í Bretlandi standa með okkur " er þetta ekki kallað ofsjónir eða skynvilla
Finnur Bárðarson, 18.1.2010 kl. 13:35
Finnur,
Ég myndi nú ekki treysta um of á breska íhaldsmenn þegar kemur að því að standa vörð um rétt skuldara gagnvart fjármagnseigendum. Icesave er pólitískt mál núna og það hentar að vera á móti Gordon Brown og hans aðgerðum. Icesave er hans klúður og því um að gera að halda því klúðri á lofti þar til yfir kosningar. En þá gætu aðrir vindar blásið frá London.
Andri Geir Arinbjarnarson, 18.1.2010 kl. 14:07
Það er orðið verulega neyðarlegt að á meðan okkur er hugsuð þegjandi þörfin af viðsemjendum okkar í London og Haag þá fara menn um allar fjölmiðlagáttir hérlendis með þær haldlausu vonir að "heimurinn" sé í vaxandi mæli að finna til samúðar með málstað okkar ( sem er væntalega að við skuldum ekkert og borgum þar af leiðandi ekkert.) - Ég tek persónulega út fyrir það að menn skuli halda í tálsýnir en það er víst mitt vandamál.
Gísli Ingvarsson, 18.1.2010 kl. 14:35
Andri, þú ert auugsjáanlega fallinn niður af hamri gjárinnar.
Weekers hjá VVD er nú ekki talinn til merkilegri manna. Er með svona Egils Helgasonar-röksemdafærslur og gífuryrði.
Gaman væri að vita, hvort hann er að tala um þjóðina, landið, eða glæpamennina sem voru boðnir velkomnir af áhættuliði í Hollandi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.1.2010 kl. 14:39
Það er og verður alltaf hægt að finna fólk hér heima og erlendis sem finnur til samkenndar með okkur og finnst að við séum órétti beytt. Ég get vel tekið undur allt mögulegt sem nú er sagt í þá veru.
Það breytir ekki þeirri staðreynd að semja þarf um skuldir okkar og það strax. Við verðum að byggja hér upp og það verður ekki gert meðan byggingarefnið fæst ekki. Við verðum að vinna með umheiminum til að umheimurinn vilji vinna með okkur.
Ég á í fórum mínum umsóknareyðublað frá Fjárhagsráði Íslands með ártalinu 1947. Afabróðir minn var að ráðast í byggingu íbúðarhúss svo heimilisfólkið gæti flutt úr gömlum torfbæ. Sækja þurfti um leyfi til að flytja allt inn. Það efni sem fékkst var hrákatimbur, aspest til að klæða með að utan og annað eftir því.
Þetta hús var um margt heilsuspyllandi og lélegt. Flutt var úr því 1974 og það síðar gefið slökkviliðinu til æfingar.
Langar okkur aftur til þassa tíma. Þið sem viljið standa í lappirnar eins og það er kallað.
Fátæktin er föl hverjum sem er, en velsældin er því miður vandfundið djásn, sem okkur hefur tekist að höndla.
Hendum velsældinni ekki út um gluggann fyrir einhvert þjóðarstolt sem ég dreg þó í efa að margir skilji í hverju er fólgið.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2010 kl. 14:51
Ég tek undir með Sigurði lagaprófessor, þegar hann segir, að norrænu stjórnirnar ættu að kynna sér betur hverjar eru RAUNVERULEGAR alþjóðlegar skuldbindingar, sem við höfum axlað.
Það hefur ekki nokkur lögfræðingur sem hefur milliríkja samninga að sérgrein, látið sér detta í hug, að við skuldum eina einustu Evru eða Pund vegna innlánsviðskipta við banka frá okkur a´erlendri grund, frekar en Bretanum hefur dottið í hug, að jafna tap útlendinga á falli þeirra banka s.s á Grunsey og víðar.
Hollendingurinn ætti svo sem á muna hvernig Hollandshjálpin var og hve hátt hlutfall tekna Íslendinga fór til þeirra þá á tímum hamfara. Ég a´nokkur yfirstimpluð frímerki merkt ,,Hollandshjálpin".
Gróðapungar líta ætíð svo á, að ef gambl þeirra misheppnast skuli AÐRIR greiða tapið líkt og nú er með þá sem létu fé í hávaxta og há risk reikninga Icesave. Þetta er viðurkennt um víða veröld en handrukkararnir eru klókir og hópa með lævísum hætti Norðurlöndunum eða það þarf svo sem ekkert að hóta lyddum eins og Svíum, sem hafa hingað til lagst með þeim, sem þeir telja sterkari.
Með fyrirlitnignu á þeim sem vilja hlekkja afkomendur mína við mylluhjól gróðapunga í Bretlandi og Hollandi.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 18.1.2010 kl. 15:12
Vilhjálmur,
Alveg sammála, mér finnst hann vera á sömu bylgjulengd og leiðarhöfundur moggans, þess vegna eiga þeir vel saman. Danir mundu segja "Lige börn leger bedst"
Andri Geir Arinbjarnarson, 18.1.2010 kl. 15:22
Bjarni,
Ef það er enginn lagalegur bakgrunnur fyrir þessari skuld hvers vegna í ósköpunum ákvað stjórn Geirs Haarde ekki aðeins að semja heldur skrifa undir viljayfirlýsingu upp á 6.7% vexti. Geir hefði átt að standa í lappirnar og segja, við þurfum smá tíma til að athuga málin en auðvita stöndum við, við allar okkar lagalegu skuldbindingar. Það var allt sem hann þurfti að segja.
Þetta gerði hann ekki, og stórskaðaði málstað Íslendinga og gaf Hollendingum þeirra sterkasta vopn sem þeir veifa út um allar trissur. Þessu má ekki gleyma. Auðvita hafa Jóhanna og Steingrímur gert mistök en sú forgjöf sem Geir og Co af var hreint hræðileg.
Hölum öllum sögulegum staðreyndum til haga.
Andri Geir Arinbjarnarson, 18.1.2010 kl. 15:30
Var ekki byrjað með tómt blað við undirritun Brusselsviðmiðanna? Var það ekki nýr byrjunarpunktur sem Hollendingar og Bretar samþykktu. Með samþykki sínu þá urðu allar fyrri yfirlýsingar íslensku ríkisstjórnar marklausar.
Eggert Guðmundsson, 18.1.2010 kl. 16:44
"Með samþykki sínu þá urðu allar fyrri yfirlýsingar íslensku ríkisstjórnar marklausar."
What ! Þabbar sona.
En varðandi Frans Weekers, þá sagði hann líka að hann hefði helst viljað að Holland hefði farið fram upphaflega með kröfu um að ísland greiddi allt uppí topp eins og þeim bæri samkv. regum (þar er hann eflaust með Jafnræðisregluna í huga þó hann nefni hana ekki beint) Og í framhaldin sagði hann að, að sínu áliti hefði Ísland sloppið allt of vel frá málinu.
Weekers er lögfræðingur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.1.2010 kl. 19:12
Ég er löngu hættur að lesa ruglið í Dabba hrunstjóra. Veit að margir góðir sjálfstæðismenn séu farnir að skammast sín fyrir hann. Maðurinn er mesti gamblari Íslandssögunnar, setti bæði seðlabankann og landið á hausinn í einu allsherjar gambli.
HF (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 21:53
Verst að það er ekkert hægt að endurnýta allt þetta eldsúra gall sem spýtist reglulega yfir þjóðina þessa dagana frá Hádegismóum.
Þetta er lítt umhverfisvænt.
Kama Sutra, 18.1.2010 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.