Ókeypis vírusvörn - AVG 9.0

Fyrir þá sem vilja spara er til ansi gott vírusprógramm sem nefnist AVG.  Bresku neytendasamtökin Which? gefa þessu forriti góða umsögn.

Það má finna þetta forrit hér.

Og þegar kemur að ritvinnsluforritum er Openoffice ókeypis og alveg eins gott forrit og Microsoft Word.

Openoffice er hægt að finna hér.

Ég hef notað bæði þessi forrit í mörg ár og mæli eindregið með þeim fyrir þá sem vilja spara.


mbl.is Friðrik Skúlason lækkar verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Avira Antivir er líka fín.  Svo er líka hægt að skipta yfir í Linux ef fólk vill fara alla leið í sparnaði á hugbúnaði.

En F-Prot frá Friðriki er líka mjög góð vörn og þjónusta þeirra fær hæstu einkunn hjá mér.

Axel Þór Kolbeinsson, 18.1.2010 kl. 14:40

2 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Þeir fóru að rukka mig nýlega hjá AVG um 30-40 $ árlega og sögðu að "free edition" væri saga blott!    Ég sá mig tilneyddan að skipta yfir í AVIRA og þar gat ég svo endurnýjað fríu áskriftina - í dag einmitt!    Ég er ekki undir svo miklu álagi að ég þurfi mikla vörn!

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 18.1.2010 kl. 14:51

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Já þeir reyna að fá mann til að kaupa þetta.  Reyndu að hala niður héðan þá á þetta að vera frítt.

http://download.cnet.com/AVG-Anti-Virus-Free-Edition/3000-2239_4-10320142.html

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.1.2010 kl. 15:19

4 identicon

Ég er búinn að nota avast! er mörg ár . . . klikkar ekki !!

esteban13 (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 15:33

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

AVG er líklegast traustastavírusvörnin, en þessi fríaútgáfa er bara betaútgáfa. Til að fá fulla vernd og þjónustu þarf að fá sér pro version.  Minnir að hún kosti einhverja 300 dollara.  Þá þarftu heldur ekki að pæla í neinu af þessu meir.

Open office er sniðugt dæmi, en talsvert annað mál en t.d. en 2010 pakkinn af microsoft office.Nóg til helstu praktískra nota.  Það kemur þó aldrei í staðinn fyrir MO 2010.  Það er pró stöff, en kostar peninga. Það þurfa svo ekki margir vinna umbrotsvinnu eða sýna powerpointshow og nota allaþá fídusa semþar er að finna.  Mæli með að fólk prófi þetta bara. Kostar ekkert, en stenst aldrei samanburð ef men eru með kröfur.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.1.2010 kl. 17:00

6 identicon

Hér er enn betri vírusvörn sem kostar heldur ekkert.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband