16.1.2010 | 17:19
Almenningur hf
Nú þegar byrjað er að selja gömul og gróin íslensk fyrirtæki er ekki úr vegi að íhuga hvernig almenningur getur komið að eignarhaldi á íslenskum fyrirtækjum.
Ein leið er að stofna fjárfestingarsjóð, köllum hann Almenningur hf. Þessi sjóður hefur það að markmiði að kaupa, endurskipuleggja og reka íslensk fyrirtæki sem bankarnir selja.
Almenningur hf þyrfti að vera undir stjórn erlendra fagaðila til að koma í veg fyrir innlent hagsmunapot og gera hann seljanlegri erlendum fjárfestum.
Sjóðurinn þyrfti að hafa öflugt stofnfé, segjum 100-200 ma kr eða um 500-1000 m evra. Þetta fé yrði aflað hjá eftirfarandi aðilum:
- Íslenskum almenningi sem yrði gefin kostur á að kaupa hluti á 15% afslætti á persónulegar kennitölur (ekkert ehf brask hér) fyrir hluti upp að, segjum 1 m kr.,
- Erlendum krónubréfshöfum,
- Erlendum fagfjárfestingarsjóðum bæði opinberum og einkasjóðum, t.d. erlendum lífeyrissjóðum og norska olíusjóðnum,
- Erlendum einkafjárfestum,
- Erlendum bönkum sem hefðu tækifæri á að breyta skuldum í hlutafé.
Íslenskir lífeyrissjóðir geta einnig komið að þessu félagi en þeir hafa nú þegar stofnað sinn sjóð.
Því miður, er mikið fjármagnstómarúm á Íslandi sem gefur gömlum útrásarvíkingum gullið tækifæri á að halda í "eignirnar" sínar. Það eru því fáir, sem hafa þekkingu og reynslu í fjármögnun fyrirtækja, sem sjá hag sinn í að reyna nýjar leiðir sem setja hag almennings fyrst. Flestir eru tengdir gömlum klíkum og hagsmunahópum. Hér þarf að stokka upp, setja markið hærra og afla fjármagns í gengum nýa aðila sem ekki stóðu vaktina þegar allt hrundi.
Sjóvá til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:26 | Facebook
Athugasemdir
Hér kemur maður ekki að tómum kofanum frekar en venjulega. Mjög áhugaverðar hugmyndir Andri.
Finnur Bárðarson, 16.1.2010 kl. 17:48
Af hverju ekki?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 16.1.2010 kl. 18:22
Ég held að fólki liði betur með aurana sínu í vinnu hjá Almenningi hf. en í peningabrennslu glæpabankanna. Ætli almenningur og Almenningur hafi möguleika á að komast að borðinu fyrir vildarvinum skilanefndanna?
TH (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 20:09
Já ég er hrifin af þessari hugmynd um að stofna svona félag. Lágmarsfjárhæð í fólks almennt þarf að vera lág. Það vilja örugglega margir leggja fé í svona félag. Sumir eiga vissulega varasjóði og það er vel, en margir eru frekar félitlir og hafa ekki mikið í afgang. Svo er eitt sem ekki má gleyma og það er sá fjöldi sem er í þannig stöðu að vera jafnvel á leið í gjaldþrot. Skyldi vera til lagakrókur sem getur komið í veg fyrir að kröfuhafar í þrotabú einstaklinga geti komið höndum yfir hlut þess sem fer í þrot. Einnig vildi ég sjá að fyrirtæki geti keypt þarna hluti. Ehf er ekkert ljótt fyrirbæri, við þurfum bara að setja reglur um fjármálaumhverfið á Íslandi og fara eftir þeim.
Það er að mörgu að hyggja við stofnun svona félags og nauðsynlegt að þau sem það gera, setji fordóma og tortryggni til hliðar, að því marki að allir hafi möguleika að koma að borðinu. Hluthafa sem minnsti vafi væri um, er nauðsynlegt að skoða á hlutlausan, en þá afar markvissan hátt
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2010 kl. 20:45
Þetta hefur verið að brjótast í mér undanfarið og fagna því þessari hugmynd. Ég verð með!
Guðmundur Gunnarsson, 16.1.2010 kl. 20:49
Það eru örugglega margir til í að vera með. Þarf bara að undirbúa þetta vel, en þó ekki að láta málið dragast um of (sofna í nefnd)
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2010 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.