Actavis tekið yfir og gert að þýsku fyrirtæki?

Frétt af Actavis sé nú stjórnað af Deutsche Bank kemur ekki á óvart.  Allar ákvarðanir eru nú teknar af bankanum og bankinn fer með raunverulegt eignarhald.  Fréttin um að Actavis sé að reyna að yfirtaka þýskt lyfjafyrirtæki, Ratiopharm, er athyglisverð en þar þarf að lesa á milli línanna.

Líklegt er, að hér verði um svokallað "reverse take-over" þar sem Actavis tæknilega tekur Ratiopharm yfir en þýskir stjórnendur Ratiopharm taka við daglegum rekstri, hreinsa til og gera fyrirtækið að þýsku fyrirtæki.   Sem sagt Deutsche Bank hefur komist að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til að gera Actavis seljanlegt er að sameina það öðru fyrirtæki.  Björgólfur Thor er hér aukaatriði og vandséð er hvað gerir hann ómissandi?  Svo má ekki gleyma, að um leið og Actavis verður að þýsku fyrirtæki hverfur 1000 ma kr. skuld af efnahagsreikningi Íslands!  

Íslenskir bankar gætu lært af þessu.  Það eru miklir möguleikar á Íslandi að sameina skuldug fyrirtæki og þar með gera þau lífvænlegri.  Vandamálið er, að þá þarf að segja upp fólki til að laga rekstrakostnað að nýjum raunveruleika. Atvinnuleysi mundi aukast, alla vega tímabundið, en hjá því verður varla komist ef takast á að endurreisa skuldug fyrirtæki.

 


mbl.is Actavis á forræði Deutsche Bank
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Andri Geir

Ratiopharm er hörmuleg saga hvernig það komst í hendur bankans vegna veðmála vogunarsjóða um að hlutabréf í WW myndi lækka ef Porce keypti stærri hlut en forstjórinn þar á bæ fann nályktina og gekk frá mun stærri kaupum um helgi við stjórn WW.  Á mánudagsmorgni þegar markaðir opnuðu snarhækkaði gengi WW þannig að í nokkra daga var það vermætasta fyrirtæki veraldar.

Þetta kostaði vogunarsjóðina 2600 milljarða evra og eigandi lyfjafyrirtækisins þýska stóð frammi fyrir því að geta ekki greitt inn í sjóðina himinháar upphæðir vegna taps á þessu braski sínu og varð meðal annarra fyrirtækja að afhenda bankanum lyklana að Ratiopharm sem hann stofnaði.   Hann féll síðan fyrir eigin hendi af skömm

BMW fjölskyldan tapaði einnig stórt en það merkilega er að enginn hefur lært sína lexiu og enn blómstra þessir sjóðir sem eru álíka hættulegir einstökum löndum og Talibanar.

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 14:43

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þór,

Lítum okkur nær, Ísland var einn stór vogunarsjóður í boði útrásarvíkinga og stjórnvalda.  Mörgum vogunarsjóðum er vel stjórnað og þeir veita fjárfestum tækifæri til að dreifa áhættu.  En það er ekki á allra færi að stjórna vogunarsjóðum.

Það er líklegt að Ratiopharm og Actavis verði pakkað saman í þýskar umbúðir og seldar til nýrra eigenda.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.1.2010 kl. 15:06

3 identicon

Athyglisverðar pælingar. Spurning hvort bankasýslan ætti ekki að ráða þig til ráðgjafar?

Maður hefur allavega þungar áhyggjur af því hvað ráði för í endurskipulagningu þeirra fyrirtækja sem eru í höndum bankanna. Sérstaklega ríkisbankanna.

Andrés Jónsson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 15:33

4 identicon

Smá pæling: Hverfur ekki eitthvað af eignahliðinni með skuldunum ef Actavis verður þýskt?

 Er Actavis fært inn sem eign Íslendinga erlendis í efnahagsreikning SÍ?

Nafnlaus (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 16:01

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Nafnlaus,

Jú eignahliðin af Actavis og þáttatekjur hverfa líka, svo gætu íslensk störf horfið eða flust til Þýskalands og þar með skatttekjur.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.1.2010 kl. 16:24

6 identicon

Eg fór að skoða þetta og fann grein sem birtist í Mogganum í síðustu viku. Þar kemur fram að erlend fjármunaeign samkvæmt Seðlabankanum eru ríflega þúsund milljarðar. Bein erlend fjármunaeign í efnaiðnaði er ríflega þriðjungur af þessari upphæð og hlýtur að vera mestu til kominn vegna Actavis. Þetta hlýtur að þýða að erlend staða þjóðarbúsins er mun verri en talað hefur verið um til þessa.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 16:44

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Í fréttinni kemur líka fram að bankinn óski eftir því að björgólfur komi áfram að fyrirtækinu. Það er athyglisvert í meira lagi!

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 16.1.2010 kl. 17:06

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki skortir okkur sérfræðingana og ráðin. Það sem þú ert að skrifa Andri Geir eru áhugaverðar upplýsingar og fræðandi. Þær eru líka settar fram á einfaldann hátt sem er gott.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2010 kl. 17:24

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björgólfur verður ekki lengi enn stjórnarformaður Actavis.  Í stjórninni sitja 3 Íslendingar allt nánir vinir og samstarfsmenn.  Þetta eru ekki góðir stjórnarhættir og þessu verður að breyta og það veit Deutsche Bank.

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.1.2010 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband