15.1.2010 | 18:36
Verne - Wellcome Trust - Novator/Samson - unlikely bedfellows!
Það er varla hægt að hugsa sér ólíkari samstarfsaðila í Verne en Björgólf Thor og Novator, og Wellcome Trust, eina stærstu og virðulegustu góðgerðarstofnun Bretlands.
Hjá Wellcome Trust er vel vandað til verks og mönnum er umhugað um orðstír sinn. General Catalyst Partners hafa víst gott orð á sér enda sitja sterkir menn fyrir þá í stjórn Verne.
En hvað kemur Novator með í spilið. Peninga eða lánstraust? Þekkingu á orkuvinnslu eða tölvutækni? Aðgang að íslenskum stjórnvöldum? Fyrsta flokks stjórnunar- og leiðtogareynslu? Traust og trúverðugleika? Hver svari fyrir sig.
Maður spyr sig hvort stjórn Wellcome Trust gerir sér fulla grein fyrir viðskiptasögu Björgólfs Thors, Birgis Más og Novators? Falli Landsbankans, Icesave, falli Straums og deilum um bókhald Samson svo fátt eitt sé talið upp.
Það er stundum talað um að það geti verið gott að standa í ljóma annarra, svo kallað "halo effect", en andhverfa þess er einnig til og hana ber að varast.
Vonandi dregur Björgólfur Thor og Novator sig út úr þessu dæmi og gefur Íslendingum sem ekki hafa straum samsonar á bakinu tækifæri á að vinna með sterku erlendu teymi að uppbygginu í þessum mikilvæga geira.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ekki er ég að verja Björgólf Thor, en getur ekki verið að hægt sé að treysta honum ef regluverkið er orðið betra utan um fjármálakerfið á Íslandi. Ef maðurinn á ennþá pening eru þá ekki upplagt að nýta þá til að byggja upp hér.
Ánægjulegt að General Catalyst Partners skuli koma inn í fyrirtækið
Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.1.2010 kl. 19:37
Hólmfríður,
Ef maðurinn á enn peninga er ekki rétt að hann borgi þann skuldahala sem hann hefur skilið eftir sig. Hvaða sonur lætur pabba sinn verða gjaldþrota til að geta lifað eins og kóngur í London?
Andri Geir Arinbjarnarson, 15.1.2010 kl. 20:10
Hólmfríður,vaknaðu!!!Hann er ekkert annað en drullusokkur og faðir hans sömuleiðis.Björgólfur Thor,vildi heiðra minningu langafa síns,Thors Jensen og það er ekkert sem stendur eftirnema óheiðarleiki,svindl og djöfulskapur!!Björgólfur eldri og konan hans stofnuðu sjóð í minningu dóttur þeirra,það kom ekki króna frá þeim persónulega í sjóðinn.ERGO,þetta eru drullusokkar.Hvernig stendur á því að fyrirtæki,sem ætlar að fara í 50-80 milljarða fjárfestingu hefur ekki gert meira í framkvæmdum en orðið er????.Vegna samninga við íslenska ríkið???Bull og vitleysa.það er ekkert búið að gera uppá flugvelli.Nokkrir veggir verið reystir og
ekkert meir.Bíðið við!! Voru þetta ekki 50-80 milljarðar,sem var búið að fjármagna?
þangað til annað kemur í ljós og almennilega verði byrjað að vinna þarna,samfleytt
kalla ég þetta enn eitt svindlið þeirra feðga.MUNIÐ THERMOPLUS!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ægir Geirdal (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 20:24
Það að Björgólfur Thor njóti trausts bara einhvers staðar í veröldinni segir manni bara eitt. Fyrrverandi og núverandi stjórnvöld hafa ekki gert neitt til að upplýsa umheiminn um hverjir ráku banka og eignarhaldsfélög í þrot með hrikalegum afleiðingum.
Kynning stjórnvalda byggist öll á meðvirkni, hópsektarkenningunni og að bankarnir hafi verið fórnarlömb alþjóðlegs fjármálatsunami í stað þess að skutla þessu liði í steininn þann og rétta yfir bankaræningjunum og vitorðsmönnum þeirra í stjórnkerfinu. Ef það yrði gert myndi umheimurinn sætta sig við fórnarkostnaðinn af þessu bankaráni.
Verðmiðinn á dugleysi og blekkingum þessara manna stendur núna í 500 milljörðum og þeir ganga enn lausir og með fullar hendur þýfis.
Takk fyrir að standa vaktina.
TH (IP-tala skráð) 15.1.2010 kl. 22:54
Nýja Ísland, sem vonandi verður, á að banna mönnum á pari við Björgálf að koma nálægt viðskiptalífinu framar. Við verðum í agalegri stöðu ef við þurfum að treysta á hans líka með fjármagn (= þýfi?). Sem mun gerast ef deilan um Icesave fer ekki að leysast. Ef það er ekki nú þegar orðið of seint.
Kama Sutra, 16.1.2010 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.