12.1.2010 | 08:42
Mikil er ábyrgð Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar
Þjóðin er þverklofin í þessu ógæfumáli og engin von að sætt náist. Vandamálið er að hinar tvær Icesave-fylkingar sem eru með og á móti eru ekki andstæðar hliðar á sama máli, heldur er hér um tvö prinsipp að ræða aðskilin í tíma og rúmi.
Hér takast á þeir sem vilja standa við sín orð og hinir sem vilja að deilan fari í dóm.
Uppruni þessarar stöðu er hin illa ígrundaða ákvörðun ríkisstjórnar Geirs Haarde sem ákvað að fara samningaleiðina og setti málið í þann farveg sem það er enn í.
Kostnaður okkar verður gríðarlegur sama hvort við segjum já eða nei.
Já og við borgum skuldina með samningi eða nei og við borgum skuldina með háum erlendum vöxtum, höftum og vantrausti.
Torsótt sátt um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Facebook
Athugasemdir
Andri, gamlar fréttir. Ekki ertu fornleifafræðingur í frístundum?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.1.2010 kl. 09:46
Vilhjálmur,
Rétt sögulegt samhengi er mikilvægt í öllum málum. Þú telur sem sagt að rannsóknarskýrsla Alþingis verði fornleifaplagg?
Andri Geir Arinbjarnarson, 12.1.2010 kl. 09:57
I upphafi ætlaði Steingrímur J. að fá Alþingi til að skrifa undir IceSave samninginn óséðann, en í dag er hann jafnvel tilbúinn að setja málið í dóm. Það er ekki bara þjóðin sem er klofin í þessu máli, heldur vita þeir sem eru í forsvari ekkert í sinn haus um þennann mesta harmleik sem ábyrgðarlausir anskotar hafa látið þyrma yfir þessa volæðis þjóð!
Sorry.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 20:19
Rétt er það að Steingrímur og Svavar hafa bætt gráu ofan á svart, en þeir tóku nú ekki við glæsilegu búi.
Andri Geir Arinbjarnarson, 12.1.2010 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.