Er uglan hennar Mínervu ekki til á Íslandi?

Þýski heimspekingurinn Hegel, lét þau fleygu orð falla að uglan hennar Mínervu hæfi sig aðeins til flugs þegar rökkva tekur.  Ég er hins vegar farinn að halda að þessi ugla fyrirfinnist ekki hér á landi.

Þessi merka ugla virðist ekki þrífast á Íslandi.  Okkur virðist fyrirmunað að setja hluti í samhengi, læra af mistökum og reynslu eða yfirleitt viðurkenna að hlutir og málefni séu komin í óefni þó allir aðrir sjá það. 

Við verðum að aðlaga okkar samfélagslega vistkerfi að þörfum uglunnar hennar Mínervu.  Án hennar verða engar raunverulegar samfélagslegar umbætur hér á landi.

Við megum til með að fara að gefa þrjóska óvitanum frí og láta ugluna hefja sig til flugs.

PS.  Svo er líka til hin skýringin að hér sé eilíft sumar og því rökkvi aldrei, þannig að uglan hennar Mínervu hefur sig aldrei til flugs.

 

 


mbl.is Ræddi við norræna ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband