8.1.2010 | 12:34
Icesave rökleysa eða tvískinnungur?
Einhvern veginn get ég ekki fengið þetta Icesave mál til að ganga upp í sinni einföldustu mynd.
Forsetinn, Alþingi og ríkisstjórnin virðast vera sammála um að Ísland eigi að standa við sínar erlendu skuldbindingar, sem er túlkað erlendis að við ætlum að borga Icesave. Aðeins sé deilt um ríkisábyrgð á láninu. En er svo?
Ef við æltum að standa við þessa Icesave skuld þurfum við að fjármagna þetta og taka lán einhvers staðar. Alli vegir eru lokaðir nema hjá Bretum og Hollendingum sem bjóðast til að lána okkur á 5.5% vöxtum. Til viðmiðunar er athyglisvert að líta til Grikklands sem er jú ESB land með evru. Ef þeir hefðu lent í svona Icesave hörmung hefði gríska ríkið getað fjármagnað þetta sjálft á 4.5% vöxtum í júlí en í dag á 5.7% vöxtum. Þetta er staðan á erlendum fjármálamörkuðum.
Hér spilar inn lánstraust viðkomandi ríkis og þau veð sem standa til boða. Því veikari sem veðin eru því hærri er lánskostnaðurinn.
Ef við gefum okkur að íslenska ríkið ætli að lágmarka kostnað af þessu Icesave láni þá verðum við að tefla fram bestu veðum sem við höfum, þ.e. ríkisábyrgð.
Þar með er ríkisábyrgð eðlileg viðskiptaleg ákvörðun til að lágmarka kostnað. Hin lagalega hlið málsins, hvort innistæðutryggingin hafa ríkisábyrgð eða ekki, er aukaatriði. Nema, ef við segjumst ætla að borga, en ætlum ekki að efna þau loforð, þá skiptir þetta máli.
Þar sem öll umræðan á Íslandi er um hina lagalegu hlið á ríkisábyrgð en ekki hina viðskiptalegu, er eðlilegt að draga þá ályktun að umræðan sé annað hvort byggð á rökleysu eða tvískinnungi? Þessi staðreynd veldur örugglega Bretum, Hollendingum og hinum Norðurlöndunum heilabrotum.
![]() |
Sátt ekki í sjónmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allir hafa kanski eitthvað til sins mál ??, En það vantar ákaflega mikið uppá að hafi rækiega verið farið i saumana á málinu , nákvæmlega og vel !!Þvi er það sannast sem EVA JOLY segir , hun er dómari i Evropuretti og þekki allar hliðar Og myndi aldrei segja á Alþjoðavettvangi það sem hun hfeur bæði nu og áður sagt um stöðu okkar her EN OKKUR VANTAR SVO SÁRT HÆFT FÓLK TIL AÐ TAKA MALIÐ AÐ SER ! en fyrsta skref er að fella það i þjóðaratkvæðagreiðslunni , Næsta að þrysta á um að það fari aftur á byrjunarreit , eins og Eva Joly ráðleggur !! Og við getum aldrei horft fram hja Pólitikinni sem ræður för i þessu máli , en ekki Hagsmunir þjoðar , sem er auðvitað það fyrsta af öllu , ekki satt ???
ransy (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 13:20
Usss, þú ert allt of málefnalegur :-o
ASE (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 13:23
Á viðskiptalegum forsendum er órökrétt fyrir ríkissjóð að veita ábyrgð á skuldbindingum sjálfseignarstofnunar sem ríkisendurskoðun hefur ályktað að sé ekki ríkisstofnun og eigi ekki að njóta ríkisábyrgðar. Því síður á ríkissjóður að standa undir tjóni sem einkafyrirtæki hefur valdið viðskiptavinum sínum, slík mál á að leysa samkvæmt leikreglum réttarríkissins en ekki skella skuldinni á skattgreiðendur.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.1.2010 kl. 15:09
Guðmundur,
Samkvæmt þinni skilgreiningu fellur málið um sjálft sig. Stofnun sem á ekkert og hefur engar tekjur getur varla tekið kúlulán til að borga Icesave?
Það verður aðgreina: 1) hver er Icesave skuldbinding ríkisins og 2) hvernig á að fjármagna hana. Ef 1) er núll þá er 2) núll.
Ef ekki næst sátt um 1) þá þarf að skera úr um það fyrir dómstólum. Aðeins þá getum við rætt um 2).
Það sem er órökrétt er að ræða um 2) áður en samkomulag er komið á 1).
Ríkisábyrgð á láni er umræðuefni undir 2) en ríkisábyrgð á tryggingarsjóði er umræðuefni undir 1).
Þessu er öllu blandað saman sem gerir það eitt að við förum í endalausa hringi.
Þjóðaratkvæðisgreiðslan er því órökrétt. QED
---------
Allt hefur sína röð og tíma.
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.1.2010 kl. 15:24
Það má ekki gleyma pólitískum, hugmyndafræðilegum, siðferðilegum vinklum. Sem sagt flókið mál. Líka í alþjóðlegu samhengi.
Doddi D (IP-tala skráð) 8.1.2010 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.