5.1.2010 | 18:25
BBC segir að Bretar ætla að stoppa AGS lán og ESB umsókn
Breska ríkissjónvarpið, BBC, sagði í fréttum kl. 18.00 að Bretar myndu hvorki styðja ESB umsókn Íslands eða lánveitingar frá AGS. Þá hefur Fitch lækkað lánsmat Íslands eins og vitað var niður í rusl. Þetta þýðir hærri vaxtakostað eins og ég ræddi í mínum pistli: "Forseti hafnar, vextir hækka".
Það er samt dásamlegt að vita að þjóðin getur sameinast í þjóðaratkvæðisgreiðslu með Ólafi Ragnari sem mun ekki þýða neitt, þar sem Bretar og Hollendingar munu túlka hana sem innlendan sirkus.
Með þessu áframhaldi verður stutt í bensínskömmtun á Íslandi til að spara gjaldeyri fyrir lyfjum og öðrum nauðsynjum.
Já, nú er munur að vera Ólafur Ragnar á Saga Class til London og síðan líklega á fyrsta farrými með British Airways til Indlands. Sá hlær best sem síðast hlær.
Fitch lækkar lánshæfismat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þjóðernisrembingur hefur alltaf leitt til einangrunar. En þjóðernisrembingur hjá örþjóð er hlægileg heimska sem aðeins bitnar á okkur sjálfum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.1.2010 kl. 18:49
Það er kominn tími til að slíta stjórnmálasambandi við ofbeldisþjóðir eins og Bretland. Alþjóðlega rudda sem hafa hagað sér eins og fótboltabullur gagnvart Íslandi á alþjóðavettvangi.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 19:39
Mikið væru það nú góðar fréttir. Ólafur er snillingur ef hann getur losað okkur við tvær plágur með því einu að gera ekki pennastrik! Ólafur lengi lifi. Húrra, húrra, húrra....
Grettir Gústason (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 20:19
Mark Flanagan er ekki sammála
Kristinn Pétursson, 5.1.2010 kl. 20:45
Stýrir Mark Flanagan AGS? Varla. Ekki frekar en Ólafur Ragnar. Þetta er ekki á hendi eins manns.
Andri Geir Arinbjarnarson, 5.1.2010 kl. 20:52
Þarf ekki bara að stofna Indefence gegn Indefence. Var þessi hópur ekki upphaflega stofnaður til að verja orðspor Íslands í Bretlandi
Helga Valfells (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.