Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Forseti og ráðherra deila í erlendum fjölmiðlum

Forseti segir að allt verði í himnalagi ef þjóðin fellir Icesave 2 því þá taki Icesave 1 aftur gildi.  Forsætisráðherra segir ekki svo vera þar sem Bretar og Hollendingar hafi fellt Icesave 1.

Sjaldgæft er að sjá Forseta og forsætisráðherra  deila opinberlega í erlendum fjölmiðli.  Hvernig svona framkoma hjálpar við að leysa deiluna, veit ég ekki?

Það hlýtur að líta kómískt út í stærri löndum að forseti og ráðherra í 320,000 manna samfélagi geti ekki talað saman og stillt sína strengi.


mbl.is Eldri lögin taka gildi falli þau nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver var framkvæmdastjóri og endurskoðandi Samson 2007?

Fréttin um bókhaldsóreiðu Samson og "lánin" til Tortóla sem hafa enga pappíra eða undirskriftir sannar að lengi getur vont versnað.  Engin getur svarað fyrir þetta og vísað er í framkvæmdastjóra sem á að hafa fengið heilablóðfall 2007?  En hver var framkvæmdastjóri 2007?

Samkvæmt árshlutareikningum frá 30. júní 2007 var það Birgir Már Ragnarsson, lögmaður sem skrifar undir reikningsskil Samsonar ásamt KPMG hf.  Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra í Samson í júlí 2005.

Er þetta ekki sami Birgir Már Ragnarsson og situr í stjórn Verne Global sem er að reyna af fá fyrirgreiðslu hjá stjórnvöldum um byggingu gagnavers á Reykjanesi?

Á vefsíðu Verne Global er Birgir Már kynntur á eftirfarandi hátt: 

Birgir Már Ragnarsson

Partner and General Counsel

Novator Partners LLP

Birgir Már Ragnarsson graduated from the Law Faculty of the University of Iceland in February 1999 and became a member of the Icelandic Bar Association in 2000. In June 2003, he earned a master's degree (LLM) from Harvard Law School where he specialized in International Finance. His previous experience includes positions as Partner at Lex-Nestor Law Offices, CEO of Audkenni, Senior Attorney at the Icelandic Financial Supervisory Authority, and Legal Adviser with the Icelandic Ministry of Industry and Commerce. Birgir Már is a board member of various companies.

Þessi Birgir Már vinnur sem sagt sem lögmaður Novators og situr í stjórn Verne Global. Athyglisvert er að ekkert er minnst á Samson í þessari kynningu.

Ætli það sé líka sami Birgir Már Ragnarsson sem sat í stjórn CCP í lok 2007?

Ef þetta er sami maðurinn, þá hlýtur þessi maður að geta varpað einhverju ljósi á þessa bókhaldsóreiðu.  Nú svo má alltaf spyrja endurskoðandann KPMG hf.  Hefur engum dottið það í hug?

 

 


mbl.is Óvíst hvert milljarða lán fóru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sama Jón og Jón Ásgeir

Skuldarar á Íslandi virðast falla í þrjá flokka:

  1. Almenningur sem þarf að greiða sín lán, sama hvað tautar
  2. Athafnamenn sem strax eru gerðir upp og tapa sínum fyrirtækjum
  3. Kúlulánskóngar og drottningar með pólitísk sambönd sem fá forgangs skuldaniðurfellingu og geta haldið sínum eignum og stöðum.

Meðferð Arion banka á Jóni Ásgeiri og co. er með eindæmum.  Þeir sem keyrðu allt í kaf og eru ábyrgir fyrir óyfirstíganlegum skuldum fá sérstaka meðferð og virðast teknir yfir aðra fjárfesta sem verða að bíða sem annars flokks fjárfestar á meðan skuldakóngurinn fær fyrsta flokks forgangsþjónustu.

Líklegt er að óafgreitt Icesave hafi sett strik í reikninginn fyrir Haga og erlenda fjárfesta sem áttu að dæla peningum inn í fyrirtækið.  Þeir virðast hafa horfið.  

 


mbl.is Arion banki segir líklega nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Exista loksins kistulagt?

Samkvæmt frétt á visir.is virðist dauðastríð Exista loks á enda, en þar segir:

"Exista verður lagt niður í núverandi mynd og forstjórar þess Sigurður Valtýsson og Erlendur Hjaltason, munu að öllum líkindum hætta, samkvæmt heimildum fréttastofu, en til stendur að leggja nauðasamninga Exista, sem er móðurfélag Símans, VÍS og Lýsingar, fram í febrúar næstkomandi."

Ég endurtek það sem ég skrifaði fyrir 3 mánuðum:

Það hefur lengi legið fyrir að Bakkabræður eru með tapaða stöðu í Exista.  Dauðastríð þeirra er orðið vandræðalegt og sýnir hversu seinvirk stjórnvöld eru að taka á stórlöxum. 

Það er líka athyglisvert hvers vegna Bakkabræður hafi ekki fyrir löngu gert það eina viturlega í stöðunni og það er að segja af sér og láta hreingerninguna og uppgjörið hjá Exista í hendur nýrra aðila.

Dómgreindaleysi og lítil sjálfsþekking virðist vera einkennismerki gömlu útrásarvíkinganna.

------

Þessir bakkabræður voru sko engir venjulegir bakkabræður!  


Hvað getum við lært af Japönum?

Martin Wolf sem þekkir íslensk efnahagsmál vel, skrifar athyglisverða grein í FT í dag um hvað þjóðir geti lært af Japönum.

Japanir hafa glímt við ofurskuldsett fyrirtæki og einstaklinga í yfir 20 ár.  Þeir hafa því mikla reynslu í að endurreisa efnahagsreikninga.  Reynsla þeirra er því miður ekki uppörvandi fyrir Ísland, en þar eru samt lexíur sem væri hollt að athuga.

Lífskjör, mæld sem hlutfall landsframleiðslu á mann (PPP) við Bandaríkin, náðu hámarki í Japan 1991 og hafa síðan farið fallandi.  Meðalhagvöxtur í Japan síðustu 20 árin hefur verið 1.1% en á sama tíma hafa brúttó skuldir japanska ríkisins hækkað úr 68% af VLF í 227% og hlutabréfavísitalan er nú 25% af raunvirði þess er hún var fyrir 20 árum.   Hvað fór úrskeiðis?

Richard Koo hjá Nomura segir orsökina vera stöðuga efnahagsreikningsaðlögun í einkageiranum. Fyrirtæki og einstaklingar hafa verið upptekin við að borga skuldir síðustu 20 árin.  Sem dæmi nefnir hann að hlutfall skulda á móti eigið fé fyrirtækja í Japan hafi fallið stöðugt frá 6 árið 1976 til rétt undir 2 árið 2008.  Þá erfast 200 ára húsnæðislán á milli kynslóða.  Allir eru að borga skuldir og engin tekur lán nema ríkið.

Japanska ríkið hefur haldið hagkerfinu á lágri suðu síðustu 20 árin með stöðugum lántökum.  Án þeirra hefði Japan sokkið ofan í áratuga kreppu og stöðnun.

Nú er fátt líkt með Japan og Íslandi nema að bæði löndin eru eyjur og bæði löndin hafa sterkan útflutningsgeira.  Það er samt umhugsunarvert hvernig Ísland ætlar að halda hagkerfinu gangandi á meðan ALLIR eru að borga skuldir?  Íslenska ríkið hefur engin tök á að fjármagna hagkerfið á meðan einkageirinn tekur til hjá sér.

Spurningin er þá, hver heldur hagkerfinu gangandi hér á meðan við borgum okkar skuldir?   Svarið er einfalt, útlendingar.  Aðeins erlendir fjárfestar og stofnanir geta komið okkur til hjálpar.  Þess vegna er samstarf okkar við AGS og ESB aðild nauðsynlegur hluti af okkar enduruppbygginu. 

Það ætti því að vera nokkuð ljóst að Icesave staða okkar er ansi þröng séð með efnahagslegum gleraugum. 

 

 


Háskóli Íslands túlkar skýrslu Alþingis

Nefnd þar sem meirihluti er skipaður frá einni og sömu stofnun sem er á framfæri ríkisins getur varla kallast óháð.

Hér skipar forsæisráðherra nefnd til túlka niðurstöður annarra nefndar og koma með tillögur til úrbóta.

En hér er mikill galli á.  Í fyrsta lagi, er varla hægt að kalla nefndina óháða þar sem meirihlutinn eru kollegar frá sömu stofnun.  Í öðru lagi, hafa þessir nefndarmenn alls ekki sömu yfirsýn og nefnd Alþingis sem var viðstödd viðtöl og hefur upplýsingar af fyrstu hendi.

Hér er pólitíski litakassinn kominn upp á borð.  Fyrsta nefndin var skipuð af fyrri stjórni og því ekki í réttum litum?  Það vekur athygli að enginn einstaklingur sem hefur gengt starfi ráðherra og sendiherra skuli ekki sitja í þessari nefnd.  

Nei, þessi nefnd er allt of einsleit og akademísk fyrir minn smekk.


mbl.is Nefnd skipuð vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar verða að finna lausn á Icesave

Financial Times segir í dag að íslenska ríkisstjórnin vinni nú dag við nótt að reyna að koma Bretum og Hollendingum að samningaborðinu, en minna fari fyrir því hvað Íslendingar ætli að bjóða í nýjum samningi, enda sé lítil samstaða á Íslandi um málið.

En þetta er einmitt málið: hvað ætlum við að bjóða Hollendingum og Bretum.  Við getum ekki hagað okkur eins og óþroskaður unglingur sem lofar að taka til í herberginu sínu en segir svo: "æ, ég nenni þessu ekki, þið eruð svo ósanngjörn!"  

Forsetinn færði þjóðinni enga lausn, þjóðaratkvæðisgreiðsla leysir ekki vandann, stjórnarandstaða sem fyrst og fremst vill fella stjórnina er ekki samvinnuþýð.  Er virkilega hægt að ætlast til að Bretar og Hollendingar hafi frumkvæðið og komi hingað hlaupandi til að stilla til friðar innanlands?  Varla.

Hvar er íslenski leiðtoginn sem leysir málin og hver er sú lausn sem hann færir þjóðinni?  Það vantar ekki umræðuna um vandamálin er hvar er umræðan um lausnina?

Á meðan enginn þorir að tala um lausnir, leysist málið ekki sjálfkrafa.

Sú lausn sem Ísland færir fram verður að vera heilstæð, hún þarf að taka á stærra máli en aðeins Icesave.  Hér þarf að umpakka eins og sagt var.  Á meðan við höfum athygli umheimsins þurfum við að sýna að við getum leyst okkar mál á sannfærandi og öruggan hátt.

Við höfum haldið því fram að aðrar þjóðir reyni að tengja Icesave, ESB umsókn og AGS aðstoð saman sem okkur finnst ótækt.  En eigum við þá ekki að nota það okkur til framdráttar og snúa blaðinu við.  Bjóða upp á lausn sem tengir saman Icesave, ESB aðild, AGS aðstoð, gjaldeyrismál og fjárhagsaðstoð til uppbyggingar.  Einn allsherjarpakka sem slær tvær flugur með einu höggi.  

Erlendir aðila mundu taka þessu fegins hendi og við mundum hafa meiri möguleika á að fá "pakkaafslátt á Icesave" með góðri innleggsnótu hjá alþjóðasamfélaginu.

Hafa aðrir betri raunhæfar lausnir?

 


mbl.is Líklegt að AGS-lán frestist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave í myndrænu formi

 

 icesave_piebig_951431.jpg

 

Þessi mynd segir sína sögu. 

Landsframleiðsla á mann hér á landi féll um þriðjung eftir hrunið.  Miðað við það fall er Icesave aðeins um 8%.  Það segir þó ekki alla sögun, því Icesave skuldin er í gjaldeyri. Útflutningur landsins er nú um helmingur af landsframleiðslu en var þriðjungur fyrir fall. 

Icesave er stórt mál en ekki það stærsta, hrunið kippti þeim grunni undan okkar hagkerfi sem stóð undir velferðakerfinu.  Til að halda upp fyrsta flokks velferðarkerfi þarf þjóðartekjur upp á $50,000 á mann.  Háar tekjur og háir skattar er galdurinn við velferðaþjónustu Norðurlandanna.  Lágar tekjur og háir skattar skila ekki norrænu kerfi eins og önnur lönd vita.

Við erum á leið í tekjur og lífskjör svipuð og eru í Grikklandi.  

Spurningin er, hvað verður um okkar velferðakerfi á þeirri leið?


Hollendingar og Bretar munu gefa eftir með nýju fólki

Icesve er hápólitískt.  Pólitískur frami og trúverðugleiki einstakra stjórnmálamanna í öllum þremur löndunum er nú tengdur Icesave.  Enginn getur gefið eftir því þá eru menn hræddir um að missta traust kjósenda og öll þrjú löndin standa frammi fyrir kosningum:

Ísland, þjóðaratkvæðisgreiðsla og sveitarstjórnarkosningar

Holland, sveitarstjórnarkosningar

Bretland, þingkosningar

Það er nær óhugsandi að Bretar og Hollendingar séu áfjáðir í að endursemja í svona ástandi enda getur það varla hjálpa einstökum stjórnmálamönnum og helstu flokkum þar.  Ennfremur eru möguleikarnir á að ná "betri" samningi minni með núverandi mönnum en nýju fólki sem ekki hefur hengt sinn frama á þennan ólánssamning.

Í þessu ástandi er ótrúlegt að ekki megi ræða þann möguleika að samþykkja Icesave og reyna að endursemja eftir 3-4 ár þegar nýjar stjórnir og fólk hefur tekið við völdum í Bretlandi og Hollandi.  Auðvita felst í þessu ákveðin áhætta en hún er engu meir en að reyna að þvinga menn að samningaborðin núna til að freista þess að ná fram betri samning.

Við verðum að passa okkur á að kasta ekki barninu út með baðvatninu eins og sagt er.

 

 


mbl.is Hollendingar segjast ekki gefa eftir vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar eru framtíðin

Það er ekki sársaukalaust að breyta neysluhagkerfi í útflutningshagkerfi.  Markmiðið núna er að hámarka afgangsgjaldeyri til að borga erlendar skuldir.  Til að það takist þarf að skrúfa niður einkaneyslu og draga sem mest úr innflutningi.  Þetta er auðvita auðveldast að gera með samblandi of lágu gengi og háum sköttum. 

Í framtíðinni verða Íslendingar að sætta sig við að slíta sér út í gjaldeyrisskapandi störfum þar sem afrakstur af þeirra streði endar í vösum útlendinga.  Ríkið mun "skammta" fólki vasapeninga svo það eigi til hnífs og skeiðar en allt umfram það verður skattlagt.  Þetta er rétt að byrja, 2010, 2011 og 2012 þarf að hækka, hækka og hækka skatta, eins og Steingrímur gefur í skyn.

Landflótti verður eina lausnin fyrir marga, sérstaklega ungt og háskólamenntað fólk.   Aðeins erlendis geta almennir launþegar byggt upp varanlegan sparnað í alvöru gjaldmiðli.  Læknar vísa leiðina.  Aðrar stéttir munu fylgja í þeirra fótspor. 


mbl.is Nauðsynlegt að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband