"Consitutional crisis"

Í ensku er til hugtak sem heitir "constitutional crisis" og er notað þegar alvarlegir brestir verða á stjórnarháttum ríkis.  Samkvæmt Wikipedia er skilgreiningin eftirfarandi:

A constitutional crisis is a severe breakdown in the orderly operation of government. Generally speaking, a constitutional crisis is a situation in which separate factions within a government disagree about the extent to which each of these factions hold sovereignty. Most commonly, constitutional crises involve some degree of conflict between different branches of government (e.g.,  executive, legislature, and/or judiciary), or between different levels of government in a federal system (e.g., state and federal governments).

A constitutional crisis may occur because one or more parties to the dispute willfully chooses to violate a provision of a constitution or an unwritten constitutional convention, or it may occur when the disputants disagree over the interpretation of such a provision or convention. If the dispute arises because some aspect of the constitution is ambiguous or unclear, the ultimate resolution of the crisis often establishes a precedent for the future.  Wikipedia.com.

Það er margt sem bendir til að á Íslandi hafi um langan tíma ríkt "constitutional crisis" ástand sem hafi átt sinn þátt í þeim mistökum sem hafa verið gerð hér á landi síðastliðna áratugi og Icesave fær loks til að sjóða upp úr.

Hér er því líklega um miklu alvarlegra mál að ræða en Icesave.  Allsherjar endurskoðun á okkar stjórnarskrá er eitt brýnasta málið í dag og má ekki tefjast vegna flokkshagsmuna.


mbl.is 4 stjórnarþingmenn skrifuðu undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst þú hafa gott innlegg í umræðuna en það er ekki glæta að hefja samræður á netinu um neitt annað en aukaatriði. auðvitað er vandamálið ekki einstaka samningar eða lög sem alþingi setur. Allt þjóðfélagið hefur verið lagt undir. Hins vegar virðist það "hanga saman á lyginni" um að hér sé fullvalda þjóð í eigin landi. Það er merkileg hefð sem hefur skapast að forsetinn má í raun ekki raska valdajafnvægi milli þings og þjóðar. Ef hann gerir það núna sé ég ekki fyrir mér þjóðarsátt framundan og engir til að leiða þjóðina til umbóta. Ekki getur ÓRG það svo mikið er víst. Ríkisstjórnin sem nú situr hefur það verkefni og sinnir því af veikum mætti. - Ögmundur og Lilja eru í vondum málum. Steingrímur hefur hinsvegar hreinan skjöld og mun koma sterkastur út úr þessu til lengri tíma litið. Verst fyrir hann hversu ESB-sólin rís hægt yfir hugskotssjónum hans. En margir óttast sem betur fer að hann muni ekki láta hana blinda sig heldur lýsa sér veginn. Með sjálfstæðisflokkinn úti í kuldanum er það bara VG sem getur tala máli ESB á Íslandi.

Gísli Ingvarsson, 3.1.2010 kl. 13:39

2 identicon

Hrun bankakerfisins á Íslandi er að mörgu leiti aðeins birtingarmynd þess að alvarlegir brestir eru/voru komnir í íslenska stjórnkerfið.

Þrískipting valds er í orði en ekki á borði. Það er framkvæmdarvaldið sem hefur og hafði algjört yfirráð yfir dómsvaldinu (í gegnum skipan dómara) og löggjafarvaldinu (í gegnum flokkslínur).

Þegar við bætist að forsetaembættið er allt í einu orðið hápólitískt er kerfið endanlega hrunið.

Verðum að hafa þor til að hanna stjórnkerfið upp á nýtt. Almenningur verður að hafa beinni aðkomu að stjórnkerfinu. Hugmyndir ?

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 13:43

3 identicon

"Constitutional crisis" heitir stjórnarskrárkreppa á Íslensku.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 13:45

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Athyglisverð greining og ég er ekki frá því að hún sé rétt. En því miður held ég að flokkshagsmunir muni vega þyngra en hagsmunir þjóðar og framtíð hennar.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 3.1.2010 kl. 13:49

5 identicon

Ég hygg að þú hafir rétt fyrir þér.

Í þessu máli er líka sú nýbreytni að forseti neitar að skrifa undir lög sem borin eru undir hann á ríkisráðsfundi, en biður um umhugsunarfrest.

Það er rangt hjá Steingrími J að þetta hafi "oft" gerst. Þegar Vigdís vildi umhugsunarfrest vegna EES samningsins bað hún um að ríkisráðsfundi yrð frestað þangað til hún væri tilbúin. Það var hún síðan daginn eftir.

Fjölmiðlalögin voru aldrei borin upp á ríkisráðsfundi heldur dró ríkisstjórnin að senda ÓRG þau þar til 1. júní. Hann tilkynnti svo um ákvörðun sína daginn eftir.

Í raun og sanni má segja að samkvæmt formreglum hafi ÓRG synjað lögunum á ríkisráðsfundinum 31. desember. Eins og venja er í stjórnarskrárkreppu kaus SJS að horfa fram hjá því og improvisera til að auka ekki á vandann.

Augljóst er að það virðir engin þetta plagg lengur sem við köllum stjórnarskrá.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 14:06

6 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Velkominn heim Andri,

hvers vegna heldur þú( í andsk..) að ég hafi staðið á Austurvelli í öllum veðrum eftir hrun. Kerfið okkar er meingallað, súrt, rotið og spillt. Uppúr og þversum.

Að taka upp á því núna að telja fram slíkt ævafornt ástand sem afsökun fyrir Icesave kosningu hjá þjóðinni er aumt.

Að ná fram þjóðaratkvæðagreiðslu núna verður sennilega fyrsta áþreifanlega merki þess að búsáhaldabyltingin hafi verið þess virði.

Til hvers voru menn með okkur í byltingunni?

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.1.2010 kl. 14:49

7 identicon

Í framhaldi af fyrri pósti mínum vil ég bæta við að núverandi staða sem komin er upp varðandi stöðu alþingis og forsetaembættisins gæti verið lúmskari en virðist vera í fyrstu.

Í gær skrifaði ég að við gætum nefnilega verið að kjósa yfir okkur "óvart" sama kerfi og í BNA þ.e. persónukjör og pólitískan forseta.

Meginþunginn í verðandi stjórnlagaþingi yrði því að gera breytiningar á kosningarlögum og stjórnarskránni til að koma á áþekku kerfi og í BNA. Almenningur yrði aukastærð í slíkum leik. Stjórnvöld myndu túlka núverandi stöðu sér í hag og líta svo á að hún kalli á pólitískt forsetaembætti - við værum þá endanlega að ramma inn fjórflokkakerfið.

Þetta gæti verið staðan í stærri mynd !! Ástandið er mun varasamara en virðist vera við fyrstu sýn.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 14:56

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er miklu viðameira og hættulegra mál en fjölmiðlamálið, Ómar Harðarson Icesave-verjandi! En af því að þú ert að minnast hér á undirritun frú Vigdísar Finnbogadóttur á EES-lögin, þá er vert að minna á þetta:

Róbert Marshall, fv. formaður Blaðamannafélagsins, nú þingmaður Samfylkingarinnar, benti á það í fjölmiðlafrumvarps-umræðunni 2004, að Ólafur Ragnar Grímsson hafði einmitt lýst því yfir átta árum fyrr, að hann hefði sjálfur viljað, að forsetinn synjaði EES-lögunum staðfestingar. Orðrétt sagði Róbert:

    • “Ólafur Ragnar Grímsson sagði í kosningabaráttunni 1996 að hefði hann verið forseti þegar rúmlega 30.000 manns skoruðu á Vigdísi Finnbogadóttur til að undirrita ekki EES-samninginn, þá hefði hann orðið við því og neitað að staðfesta lögin.”

    Við megum því sannarlega vera vongóð, að herra Ólafur Ragnar Grímsson geri það sama nú: neiti að staðfesta Icesave-lagasetninguna, hafandi hliðsjón af því, að í mestu undirskriftasöfnun Íslandssögunnar hafa yfir 60.000 manns skorað á hann að láta bera þessi Icesave-lög undir almenning í þjóðaratkvæðagreiðslu. Nú er talan orðin 61.728, nær tvöfalt hærri en 2004, þegar 31.752 skrifuðu undir áskorun til forsetans gegn staðfestingu fjölmiðlalaganna.

    Að ástæðan sé ærin til málskots til þjóðarinnar, með hliðsjón af fleiri rökum en þessum, má lesa um hér: Vitaskuld á þjóðin að fá tækifæri til að kjósa um Icesave.

    Jón Valur Jensson, 3.1.2010 kl. 15:11

    9 identicon

    Takk fyrir góðar greinar núna og áður um þverbrestina í stjórnkerfi Íslands, Andri Geir. Það eru ekki margir bloggarar hér á netinu sem sjá skóginn fyrir trjám. Þú ert einn af þeim fáu. Flestir bloggarar eru fastir í einhverjum smáatriðum sem í raun skipta litlu máli fyrir heildina. Ofstækið virðist vera í réttu hlutfalli við þröngsýnina. Því meiri þröngsýni og smámunasemi þeim mun meira ofstæki. Umræðan öll er á mjög lágu plani og virðist fremur drifin áfram af annarlegum hvötum en óskum um umbætur. Málflutningur Indefence í Icesave málinu er að mínu mati er gott dæmi um það sem átt er við í síðustu málsgrein.

    Áfram Andri Geir með meira af góðu innleggi.

    HF (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 15:54

    10 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Mikið var þetta ábyrgðarlaust innlegg, frá einhverjum HF sem í 1. lagi hylur sig í nafnleysi og í 2. lagi heldur fram hlutum án þess að koma með nokkur rök fyrir þeim, t.d. þessu um meintar "annarlegar hvatir" InDefence-hópsins fremur en óskir þeirra um umbætur. Svona málatilbúnaður nafnlausra dæmir sig sjálfur, en um hitt skal ekki efazt, að Icesave-sinnar hafa fátt raka.

    Jón Valur Jensson, 3.1.2010 kl. 16:27

    11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

    Hans,

    Eftir að hafa búið í um 20 ár í enskumælandi löndum og rætt þessi mál við breska lögfræðinga er ég ekki viss um að orðið "stjórnarskrákreppa" nái yfir enska orðið "constitutional crisis".  t.d. hafa Bretar enga ritaða stjórnarskrá eins og Bandaríkjamenn hafa en bæði löndin geta farið í gegnum "constitutional crisis"

    Annars þakka ég athugasemdirnar.  Það má færa fyrir því sterk rök að InDefence hópurinn sé að misnota glufu í stjórnarskránni sem Forsetinn hefur opnað og þar með er verið að grafa undan þingræðinu sem við þó státum okkur af, og er elst í þessum heimi.   Við megum ekki alveg missa áttir út af þessu hörmulega Icesave máli.

    Andri Geir Arinbjarnarson, 3.1.2010 kl. 17:19

    12 identicon

    Jón Valur Jensson, 3.1.2010 kl. 16:27:

    Tókstu eitthvað til þín sem ég skrifaði?

    Yfirleitt svara ég aldrei svona athugasemdum en geri núna undantekningu. Í fyrsta lagi var ég ekki að "tala" við þig. Í öðru lagi sé ég ekki hvað mín persóna kemur þessu máli við og í þriðja lagi stend ég ekki í ritdeilum á netinu.

    HF (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 17:51

    13 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

    Sæll Andir

    Við verðum að átta okkur á því að samkvæmt stjórnarskránni er Alþingi og alþingsmenn kjörnir til að fara með löggjafarvaldið.

    Við verðum að átta okkur á því að samkvæmt stjórnarskránni þá er forseta sem við kjósum á fjögurra ára fresti falið að fara með framkvæmdavaldið.

    Samkvæmt stjórnarskrá eru alþingismenn ekki kosnir á Alþingi til að fara með framkvæmdavaldið.

    Þetta grundvallar atriði verða menn að hafa á hreinu þegar þessi mál eru rædd. Þingmenn eru ekki kjörnir á Alþing til að fara með framkvæmdavaldið.

    Það sem 13. grein stjórnarskrárinnar segir er að forseti lætur ráðherra framkvæma vald sitt. Engin krafa er um að þessir ráðherrar eigi að vera alþingismenn.

    Forseti getur skipað utanþingstjórn sem getur setið árum saman eða þar til nýr forseti er kosinn. Sjá forseti getur þá skipað nýja stjórn af mönnum sem sitja á þingi eða utan þings líkt og nú er með dómsmála- og viðskiptaráðherra.

    Samkvæmt stjórnarskrá er það forseti sem fer með framkvæmdavaldið og 21. grein stjórnarskrárinnar kveður sérstaklega á um það að það er forsetinn sem gerir samninga við önnur ríki.

    Við verðum að átta okkur á því að samkvæmt stjórnarskrá þá hafa ráðherrar og Alþingi ekki umboð til að gera samninga við önnur ríki. Það umboð hefur forseti einn skv. stjórnarskrá.

    Forsetaembættinu var samkvæmt stjórnarskrá aldrei ætlað að verða valdalaust sameiningartákn. Þessir atkvæðalitlu forseta sem hér sátu áratugum saman þeir horfðu aðgerðarlausir upp á ráðherrana eigna sér allt vald forseta. Vegna þessa situr þjóðin í dag uppi með ráðherraræði sem á sér ekki fordæmi í hinum vestræna heimi. Forsetaembættið var nánast eyðilagt.

    Handhafi framkvæmdavaldsins, forsetinn, sem þjóðin velur og kýs í beinni kosningu á fjögurra ára fresti, þetta embætti var gert valdalaust að kröfu stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka sem hirtu þessi völd til sín. Ráðherraræðið hóf hér innreið sína og Alþingi var að afgreiðslustofnun fyrir ráðherrana. Framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið rann saman í eitt. Um leið hvarf þrískipting valdsins og það beina lýðræði sem þjóðinn var tryggt skv. stjórnarskrá að geta kosið hinn raunverulega handhafa framkvæmdavaldsins í beinni kosningu. Með þessu voru völdin tekin frá forsetaembættinu og þar með frá þjóðinni. Flokkarnir og formenn þeirra skipa í raun ráðherrana í dag og þjóðin fær lítið um það ráðið.

    Þetta er vandinn að mínu mati í hnotskurn. Þessu getur núverandi forseti breytt með því að synja Icesave lögunum staðfestingar og skipa hér utanþingsstjórn, komi hér upp stjórnarkreppa í framhaldinu. Þá væri stjórnarskráin loksins farin að virka eins og ætlast var til að hún ætti að virka. Stjórnarfarið yrði þá með svipuðum brag og það var í tíð Sveins Björnssonar og þrískipting valdsins orðin að veruleika.

    Sjá tenginu inn á stjórnarskrána hér

    http://www.snerpa.is/net/log/stjornar.htm

    eins hef ég skrifað um þessi mál á síðunni minni.

    Friðrik Hansen Guðmundsson, 3.1.2010 kl. 18:12

    14 identicon

    Það sem mér gekk til með athugasemd minni var að benda á að þetta er ekki beinlínis áður óþekkt hugtak sem þú ert að kynna fyrir okkur sveitamönnunum. Íslenskir lögfræðingar, sagnfræðingar og stjórnmálafræðingar hafa rætt um stjórnarskrárkreppur nægilega mikið til þess að við eigum viðtekið orð yfir fyrirbærið í málinu. Hvort að það sé svo gott orð er annað mál, kannski væri stjórnskipunarkreppa heppilegra.

    Annars sýnist mér þú nota hugtakið vitlaust ef miðað er við skilgreininguna sem þú vísar til og almenna notkun þar sem "severe" er stórt skilgreiningaratriði. Það ástand sem við erum að tala um hérna er frekar venjulegur stjórnskipulegur núningur sem er til staðar í flestum löndum og hefur verið til staðar á flestum tímabilum. Í Bandaríkjunum gýs t.d með reglulegu millibili gagnrýni á dómsvaldið fyrir meintan aktívisma í túlkun stjórnarskrárinnar.

    Stjórnarskrárkreppa er ástand sem myndast þegar andstæð öfl láta sverfa til stáls. Þannig hefði t.d getað orðið hér stjórnarskrárkreppa ef þingið sem sat 2004 hefði falið ríkisstjórn að framkvæma fjölmiðlalögin þrátt fyrir synjun forseta og neitað að bera málið undir þjóðaratkvæði með vísan til 11. gr. stjórnarskrárinnar. Þá hefðu orðið átök og óvissa þar til málið hefði verið gert upp, annað hvort fyrir dómstólum eða með hnefunum.

    Stjórnskipan lýðveldisins hefur síðustu ár virkað fremur illa á mörgum sviðum en samt sem áður skipulega, svo aftur sé vísað í skilgreininguna. 

    Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 18:25

    15 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

    Allt ber þetta þó að sama brunni.  Okkar stjórnarskrá frá 19. öld er ekki vel brúkleg á 21. öld.  Ný stjórnarskrá er nauðsynleg og ég get ekki séð að neinn hér hafi fært haldbær rök gegn því.

    Andri Geir Arinbjarnarson, 3.1.2010 kl. 18:48

    16 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Nei, HF, ég tók ekkert af þessu til mín, heldur var einfaldlega að benda á ábyrgðarleysið í innleggi þínu.

    Jón Valur Jensson, 3.1.2010 kl. 20:10

    17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

    Það vandamál sem við stöndum frammi fyrir er svonefnt Þingræði, sem ýmsir stjórnmálmenn hafa verið að reyna að festa í sessi. Öllu nær er að nefna þetta ástand Ráðherra-ræði, því að raunverulegt vald hefur að mestu leyti færst til ráðherranna. Þetta er alvarlegt ástand sem ýmsir hafa mælt gegn, en ekki hefur ennþá tekist að koma miklum útbætum í framkvæmd.

     

    Forseti landsins hefur lengi talað gegn Ráðherra-ræðinu og nú er hann í aðstöðu til að framkvæma. Þróun stjórnkerfisins á nærstu árum og áratugum getur oltið á ákvörðunum Ólafs Ragnars, varðandi Icesave-klafann. Eins og hann sagði í ávarpi sínu á nýársdag, er bara ein leið fær og það er leið lýðræðisins. Almenningur verður að taka virkan þátt í stjórn landsins og almenningur mun ekki líða neina aðra framtíð.

     

    Þetta mál er svo skýrt, að ekki er þörf á hugtaka-skýringum á erlendum tungum. Það flækir bara málið, að gera tilraun til að þvinga innlendt ástand í erlendar skýrgreiningar. Samt mæli ég ekki gegn því að menn kynni sér þær hugmyndir sem menn hafa erlendis um ýmsa þætti stjórnarfars. Gleymum ekki að flestar okkar hugmyndir eru ættaðar erlendis frá.

     

    Leiða má að því rök, að efnahagskreppan sé að einhverju leyti afleiðing Ráðherra-ræðisins. Hins vegar er augljóst, að efnahagskreppur eru alþjóðlegt fyrirbæri og orsaka þeirra er að leita í ríkjandi peningastefnu heimsins. Eins og margir hafa bent á, bíður efnahagskreppan upp á tækifæri til að breyta ýmsum hlutum og þar á meðal stjórnarfari landsins og peninga stefnu.

     

     

    Loftur Altice Þorsteinsson, 3.1.2010 kl. 20:14

    18 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

    BBC frétt í dag, 5. jan

    'Constitutional crisis'

    Announcing the decision to hold a referendum on the bill, President Grimsson said that the Icelandic public had the right to choose.

    "It is the job of the president of Iceland to make sure the nation's will is answered," he said.

    "I have decided... to take the new law to the nation. The referendum will take place as quickly as possible."

    BBC Europe business reporter Nigel Cassidy said it was an astonishing decision.

    "It really plunges Iceland into a constitutional crisis," he said.

    He pointed out that Iceland is having to borrow the $5bn needed for the compensation.

    "They don't have the money," he said.

    "They are having to borrow it from the IMF to shore up not just this loan but all kinds of other things. So it puts everything up in the air, not just this but further loans from the IMF, and even Iceland's chances of joining the European Union."

     

    Andri Geir Arinbjarnarson, 5.1.2010 kl. 13:01

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband