1.1.2010 | 10:14
Ný stjórnarskrá brýnasta verkefnið
Það hlýtur að vera augljóst eins og málum er nú háttað að eitt brýnasta verkefnið sem þessi þjóð stendur frammi fyrir á nýju ári er að semja sér sína eigin stjórnarskrá fyrir Lýðveldið Ísland.
Það er ekki nóg að krefjast ábyrga fyrirtækja ef hið sama á ekki að ganga yfir stjórnmálamennina. Sú gjá sem nú hefur myndast á milli almennings, stjórnvalda og Forseta landsins verður ekki leyst nema með nýrri stjórnarskrá.
Krafan um stjórnlagaþing kom skýrt fram eftir hrunið og henni verður ekki sópað undir teppið. Það er ábyrgðarleysi að þetta mikilvæga mál skuli ekki fá forgang.
Hver fer með umboð fyrir hönd þjóðarinnar í mikilvægum málum í dag? Ríkisstjórnin, Alþingi, Forsetinn, InDefense hópurinn eða aðrir þrýstihópar? Erlendir aðilar fara varla að eyða sínum dýrmæta tíma í íslensk málefni ef þeir vita ekki við hvern þeir eiga að tala.
Krefjumst ábyrgra fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður.
Sigurður Haraldsson, 1.1.2010 kl. 11:01
Sammála. Gleðilegt nýtt ár!
Hjálmtýr V Heiðdal, 1.1.2010 kl. 12:33
Það dugar skammt að breyta stjórnarskránni - ef virðingin fyrir grundvallaratriðum hennar lagast ekki. Þar á ég við 40.og 41. gr. um fjármálaákvæði auk lagasetningu um stjórn fiskveiða o.fl.
Bæði "hægri" og "vinstri" stjórnir hérlendis eru svipaðar að þessu leyti -
Kjarni málsins snýst um að efla löggjafarvaldið og að koma í veg fyrir að hægt sé að misnota löggjafarvaldið - eins og í Icesave málinu í fyrradag - og ´yfirleitt alltaf í kvótamálinu - bæði í báðum stjórnarmynstrum.
Meiri fagmennska - og minni hrossakaup - byggist á því að virða og nýta stjórnarskrá sem "síu" á vafaatriði þegar lög eru sett...
Gleðilegt ár. KP
Kristinn Pétursson, 1.1.2010 kl. 12:37
Hættan er sú að ný stjórnarskrá yrði einhver samsuða og málamiðlun. Þar yrði farið að taka á ýmsum sérmálum í ljósi núverandi ástands í stað þess að hún á að innihalda stuttar, einfaldar og auðtúkanlegar grunnreglur. Ég er sannfærður um um að stjórnlagaþing mun búa til langa, flókna og óskiljanlega stjórnarskrá. Því miður !!!
Þorsteinn Sverrisson, 1.1.2010 kl. 13:50
Svartsýni er ekki gott vegarnesti Þorsteinn. Gleðilegt og farsælt nýtt ár - ósk mín til þín.
Hjálmtýr V Heiðdal, 1.1.2010 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.