Yfirlýsing AGS skolast til hjá mbl.is?

Eitthvað virðist frétt mbl.is um yfirlýsingu AGS hafa skolast til.

Á mbl.is segir: 

Það sé hins vegar mikilvægt að menn stígi varlega til jarðar og komið verði í veg fyrir að bankarnir taki á sig allt tap einkafyrirtækja. Þá sé mikilvægt að komið sé fram við lánþega með sanngjörnum hætti.

Yfirlýsing AGS segir:

“The recapitalization of the banking system should soon be complete. Care must be taken, as it comes to a conclusion, to avoid absorbing private sector losses, and to treat creditors fairly, in line with applicable law. Further operational restructuring and implementation of the voluntary framework for private sector debt restructuring lie ahead. These actions will ultimately allow for a revival of credit, which will support Iceland’s recovery."

Ef fréttin er byggð á þessari yfirlýsingu þá er hér um ónákvæma þýðingu að ræða.  AGS er ekki að tala um að komið verði fram við lánþega með sanngjörnum hætti heldur kröfuhafa.   Þá varar AGS við að bankarnir taki á sig tap einkaaðila.  Hér á AGS við bæði einkafyrirtæki og einstaklinga.

Svo er rúsínan í pylsuendanum sakleysislega falin í eftirfarandi setningu sem ekki er minnst á í þessari frétt:

"Provided financing assurances can be secured, this would allow the review to be brought forward for consideration by the IMF Executive Board."

Hér er AGS að segja að stjórn AGS muni fjalla um aðra endurskoðun svo framalega sem fjármögnun áætlunarinnar sé í höfn, m.ö.o að lán hinna Norðurlandanna sé í höfn sem þýðir að Icesave sé frágengið!  


mbl.is Samkomulag um aðra endurskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat..svo finnst Ríkistjórninni þetta það besta sem fyrir okkur getur komið, og við eigum bara að þakka fyrir að einhver vilji tala við okkur, hvað þá lána okkur. Skulda fen ofan á fen. Hvort það sé verið að brjóta á okkur þjóðinni og kúga væri það sem ég vildi sjá Ríkistjórnina taka föstum tökum.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.12.2009 kl. 17:02

2 identicon

Takk kærlega Andri - ég les nákvæmlega það sama út úr textanum og þú. Tek sérstaklega eftir áherslum eins og :

 "and to treat creditors fairly, in line with applicable law"...

HVAÐA lög eru þeir að vísa í ??

Creditor er skuldareigandi ergo lánadrottinn samkvæmt orðabókum -

applicable þýðir "viðeigandi"

Nú - nú - hvaða "viðeigandi lög"  eru þeir að vísa í ... sem tryggja það að lánadrottnar séu tryggðir eftir og sanngjarnt má teljast að farið sé eftir til að tryggja hag þeirra sem mestan bestan?

kannski Bresku lögin sem Icesave kveður á um að farið sé eftir - eða hvaða lög eru þetta ?

Anna Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 17:03

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Anna, það segir nú bara þarna "and to treat creditors fairly, in line with applicable law"  Kröfuhafar/lánadrottnar meðhöndlaðir af sanngirni og þá miðað við lög þar að lútandi.   Og - nei efast nú um að þeir su að tala bresk lög.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.12.2009 kl. 18:24

4 identicon

Gott að fá þessa athugasemd. Fréttin var ekki skrifuð upp úr tilkynningunni heldur beint af fundinum og sett strax inn á netið. Þarna ruglaðist blaðamaður í flýtinum og hefur þetta nú verið leiðrétt.

Jón Pétur (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband