Lánastarfsemi bankanna undir erlenda smásjá

Nauðsynlegt er að fá erlenda aðila til að rannsaka alþjóðlega lánastarfsemi bankanna.  Það virðist nefnilega margt benda til að mesta tap erlendar aðila sé í gengum óábyrga lánastarfsemi gömlu bankanna.

Það lítur út fyrir að íslensku bankarnir hafi hreinlega verið plataðir af útséðum og egótískum fjárfestum.

Allt gekk út á að stækka og sýna pappírsgróða.  Til að stækka þarf maður á viðskiptavinum að halda.  Bestu viðskiptavinir í hverju landi hafa góð og sterk tengsl við elstu og traustustu banka í sínu landi.  Sterkir og traustir aðilar leita saman.  Íslensku bankarnir áttu þá ekki aðra kosti en að leita til viðskiptavina sem ekki fengu afgreiðslu annars staðar.  Annað hvort vegna þess að verkefni þeirra voru talin of áhættusöm eða þeir voru ekki taldir traustverðir viðskiptavinir.

Eða eins og Danir segja "lige børn leger bedst"


mbl.is Bretar hefja rannsókn á íslensku bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég held satt best að segja að alþjóðasamfélagið verði að setjast niður og skoða sína mál varðandi skuldir þjóðanna. Þetta er að verða eitt stærsta vandamál heimsins, því flestir virðast vera stórskuldugir:

Vesturlönd og lönd Austur-Evrópu eru stórskuldug og sömu sögu má segja um Suður-Ameríka og lönd Afríku og flest ríki Asíu.

Þeir einu sem virðast eiga peninga eru Norðmenn í Evrópu, Kínverjar og Japanir (fyrir utan japanska ríkið) í Asíu og nokkur olíuríki í Miðausturlöndum.

Maður spyr sig eðlilega, hverjir eru lánadrottnarnir? 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.12.2009 kl. 10:20

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Lánardrottnar=vogunnarsjóðir???

Annars er þetta hið besta mál að fá bretanna til að rannsóknar. Einhverra hluta vegna treystir maður þeim betur til að rannsaka bankana en íslenskum rannsakendum.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 13.12.2009 kl. 10:29

3 identicon

Sammála

Guðmundur F Jónsson (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 11:56

4 identicon

Sammála! Ruglið var alveg ótrúlegt. Eins og að (stela og) setja tryggingabótasjóð Sjóvá í turn í Macau. Í tveimur orðum: fáheyrður aulaskapur.

HF (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 12:54

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Guðbjörn,

Þetta er málið og sumir telja að hin bága skuldastaða margra ríkja muni leiða til annars hruns, þ.e. mörg illa stödd ríki verði að lýsa yfir "gjaldþroti" og fá skuldaniðurfellingu.

Þess vegna eru öll augu alheimsins á Íslandi. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.12.2009 kl. 13:02

6 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Skuldirnar eru vissulega háar, en það skiptir máli í hvaða gjaldmiðli menn skulda. Bandaríkjamenn skulda t.d. gríðarlega mikið en það er allt í dollurum. Núna eru þeir farnir að prenta dollara á fullu og munu með því ná að helminga skuldir sínar á stuttum tíma.

Þetta er dálítið kaldhæðnislegt, sérstaklega þegar það er haft í huga  að vandinn á rætur sínar í lélegum pappírum frá Bandaríkjunum.

Þjóðir eins og Íslendingar sem skulda í öðrum gjaldmiðli en þeirra eigin eru verr settar, þær geta ekki prentað sig frá vandanum.

Sigurjón Jónsson, 13.12.2009 kl. 13:59

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það vita flestir, sem hafa kynnt sér peninga og sögu þeirra, að peningar eru bara ímyndun. Þetta eru bara "I owe you pappírar". Svo bætist við svokölluð "Excel"-peningafræðin sem er orðinn stærsti hluti peningakerfisins í dag. Þetta hagkerfi byggist á trausti. Ákveðinn hópur á Íslandi misnotaði þetta traust - eins og mín fyrrverandi kynslóð misnotaði ávísunarhefti áður fyrr. Það er að skrifa eitthvað sem ekki er hægt að standa við.
Þeir sem stjórna þessu "I owe you" viðskiptum eru í raun þeir sem stjórna heiminum. Það er alvitað mál að við Íslendingar erum með stjórnunaráráttu sem fer út í öfgar þegar við komumst í völd. Íslenska krónan er einmitt hugsuð sem stjórnunartæki. Þekktir einstaklingar innan samfélagsins hafa einmitt bent á þetta - ef við tökum upp annan gjaldmiðil þá er ekki lengur hægt að stýra samfélaginu eftir hentistefnu útvalinna.
Vogunarsjóðir eru einmitt gott dæmi um þetta. Þú fjárfestir í þeim og vilt fá arð - hvernig farið er að kemur þér ekki við! Það er engin bein ábyrgð og því endar það alltaf málað út í horn. Ég myndi frekar treysta leikskólabörnum til að vera á Alþingi og í ríkisstjórn heldur en fullorðna fólkinu. Það er ekki enn búið að lita þau af þeirri spillingu sem er ENNÞÁ hér á Íslandi.

Sumarliði Einar Daðason, 13.12.2009 kl. 15:08

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sumarliði,

Eins og ég hef sagt áður, krónan er töfratæki óvitans.

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.12.2009 kl. 15:15

9 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Svo sammála þér Andri!

Sumarliði Einar Daðason, 13.12.2009 kl. 16:11

10 Smámynd: Kama Sutra

Ég sef betur vitandi það að SFO er að rannsaka íslensku bankaglæpina.

Við þyrftum líka að finna erlenda aðila/stofnun til að rannsaka íslensku stjórnmála- og embættismannaklíkuna.  Við áttum að gera þetta strax fyrir ári síðan.  Mér finnst þetta miklvægt.  Ég treysti ekki íslendingum sjálfum til að gera það svo vel fari.

Kama Sutra, 14.12.2009 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband