12.12.2009 | 15:29
Leikur óvita að eldi kostar kr. 1,000,000.00 á mann
Leynileikur örfárra útvaldra einstaklinga innan viðskiptabankanna, sparisjóðanna og Seðlabankans virðist samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar hafa verið lítið annað en svikamylla?
Ekki má minnast á nöfn hér, enda um að ræða "creme de la creme" íslensks aðals sem virðist yfir lög og reglur hafinn. Allt er útskýrt með barnalegum útúrsnúningum og svo ef einhver maldar í móinn er vel skipulagður varðhundahópur sendur á hinn sama til að lítilsvirða gagnrýnina og slá ryki í augu almennings.
Það er ótrúlegt að þeir menn sem stóðu fyrir þessu og gerðu Seðlabankann "gjaldþrota" skulu ekki einu sinni þurfa að svara fyrir sínar gjörðir, hvað þá sæta ákæru.
Ríkisendurskoðun er auðvita ekki rétti aðilinn til að taka á þessu. Rannsóknarnefnd Alþingis mun líklega ekki hafa hátt um þetta, heldur velja að setja sínar áherslur annars staðar.
Ráðherrar þegja. Alþingi þegir. Dómsstólar þegja. Þetta er Ísland í dag.
--------
Nú er sú skoðun orðin að næsta lögmáli hér á landi að stærð bankanna í hlutfalli við landsframleiðslu sé aðalorsök hrunsins, en af hverju féll bankakerfi Sviss þá ekki líka, en þar er bakastarfsemi nálægt 10 sinnum landsframleiðsla? Það slær enginn Íslendingum við þegar kemur að billegum afsökunum og lýðskrumi.
Efasemdir um styrk Seðlabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allir gerendur með tölu í þessu stórkostlega bankahruni og þjóðargjaldþroti, halda ennþá að ekkert hafi verið þeim að kenna. Þetta hafi bara verið einskær óheppni.
Það eina sem skyptir máli er að Ísland fái áfram frið til þess að vera spilltasta bananalýðveldi hins vestræna heims.
Guðmundur Pétursson, 12.12.2009 kl. 16:03
Sammála hverju orði þínu.
Finnur Bárðarson, 12.12.2009 kl. 16:11
Einn viðmælenda Egils í Silfrinu upp úr síðustu áramótum velti því fyrir sér hvort það ætti eftir að koma í ljós, að það væri ekki refsivert að setja þjóðfélag á hausinn.
Er þegjandi samkomulag um að þeir sem raunverulega ábyrgð báru; þeir sem raunverulega gátu fyrirbyggt þetta stóra hrun; þeir sem eru raunverulega sekir um að hafa komið okkur í þrot með því að spila af miklu kæruleysi með fjármuni okkar almennings. Er þegjandi samkomulag um að þeim verði hlíft?
Ég óttast það.
Nátthrafn (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 16:12
"creme de la creme"
Hví skyldi þöggunin vera svona öflug ? Hverjir eiga og/eða "stýra" fjölmiðlunum ?
Það sem er grátbroslegt er að DV - sem eru ötlulir í að upplýsa um spillingu einstaklinga og félaga - er í eigu Baugs-drengja og því er umföllun miðilsins í raun alvarlega bjöguð. Þetta er eitt alsherjar leikrit hér sem heldur áfram.
Afbragðsfærsla. Tek undir hvert orð.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 16:34
Nákvæmlega sama Ísland í dag og undanfarna 2 áratugi.
Margrét Rósa (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 16:54
Nú er fjármálaráðherra að setja í gang lögmanna gengi (mörg) sem eiga, samkvæmt mínum skilningi,að skoða svona mál og ákvarða um saknæmt innihald þeirra. Þau standa fyrir utan Rannsóknanefnd Alþingis og Sérstaks saksóknara og því einfaldari í öllum meðförum .
Nú er bara að styðja við fjármálaráðherra. Hann virðist vera einn í þessari ríkisstjórn ( fyrir utan Jóhönnu) sem einhver mergur er í .
Og takk fyrir alla þína öflugu pistla , hér. Þeir skipta miklu máli....
Sævar Helgason, 12.12.2009 kl. 17:11
Kæri Andri, tek undir orð þín er þú segir m.a.: "Það er ótrúlegt að þeir menn sem stóðu fyrir þessu og gerðu Seðlabankann "gjaldþrota" skulu ekki einu sinni þurfa að svara fyrir sínar gjörðir, hvað þá sæta ákæru." Frá árinu 2006 var AUGLJÓST að íslenska bankakerfið var HRUNIÐ, allt sem gerðist eftir árið 2006 (eða 2004) er í raun ekkert annað en mjög LJÓT SVIKAMYLLA - sem fékk að rúlla af því okkar stjórnmála- & bankamenn eru siðblindir óreiðupésar. Málið er nú ekki flóknara en það.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 17:53
Því miður er allt satt og rétt sem þú skrifar í þessum pistli.
Fyrir utan rannsóknir á lögbrotun bankamanna þá snýst uppgjör vegna þessa hruns í dag fyrir mér fyrst og fremst um þrennt.
Þeir einstaklingar sem á þessu þrennu bera ábyrgð vil ég að verði elt uppi og ákært. Suma fyrir landráð, Icesave liðið, hina fyrir vanrækslu og gáleysi í starfi.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.12.2009 kl. 18:10
af hverju þetta voru góðir menn en eru glæpamenn í dag púff
gishj (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 18:23
Get ég verið meira sammála Andri ? Varla !
Þrír flottir pistlar í dag hjá þér Andri.
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 18:52
Að venju munum þegja og borga með brosi á vör.
Friðrik, þú kemst að kjarna málsins. Þessum spurningum þarf að demba á þingmenn og fleiri. Helst að senda þessar spurnignar á erlenda fjölmiðla og hvetja þá til að spyrja þessa ráðamenn okkar að þeim og linna ekki látum fyrr en við fáum svör.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 12.12.2009 kl. 18:53
Seðlabankastjórinn sem skildi eftir 300 milljarða gat heitir Davíð Oddsson.
Þetta er sami maður og afhenti hinum dæmda glæpamanni Björgólfi Guðmundssyni ráðandi hlut í Landsbankanum fyrir slikk í málamyndarútboði.
Hann gengur ennþá laus, hefur ekki einu sinni verið yfirheyrður.
Sveinn (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 20:18
Nú er Alþingi að reyna að binda svo um hnútana að ekki megi persónugera hrunið fyrr en eftir 80 ár.
Kama Sutra, 12.12.2009 kl. 20:25
Sammála hverju orði í þessum góða pistli og tek undir það sem hér hefur áður verið sagt, takk fyrir þrjá góða pistla í dag, Andri Geir. Það er ótrúlegt að menn sem settu landið á hausinn skuli ennþá ganga lausir og hafa jafnvel ekki verið yfirheyrðir. Hef áður sagt að ég er farinn að vona að icesave verði hafnað. Tel að það gæti haft í för með sér að okkur yrðu settir afarkostir og mál hér rannsökuð til botns í framhaldinu undir stjórn erlendra aðila.
HF (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 21:42
Já, Andri, margir þegja. Flestir. Ég nefni tvö nöfn til sögunnar, sem rannsaka þarf sérstaklega. Geir Hilmar Haarde og Davíð Oddsson. Unnu þeir með þjóðinni eða gegn henni?
Björn Birgisson, 12.12.2009 kl. 22:50
Því miður eru lítil merki um að núverandi stjórnvöld séu bær um að bæta siðferði og vinnubrögð hér á landi. Ef þetta fólk hefði setið við stjórnvölin hefði þjóðin ekki haft neinu að tapa. Því miður verð ég þó að vera sammála þessari færslu.
Smjerjarmur, 13.12.2009 kl. 00:37
Þakka góðar athugasemdir. Maður spyr sig hver plataði hvern í þessari svikamyllu? Voru þetta allt óvitar eða var þarna einhver höfuðpaur eins og í Oliver Twist?
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.12.2009 kl. 08:23
HÖFUÐPAURINN er Sjálfgræðisflokkurinn ig Frammgræðisflokkurinn.
Þeim tókst með ótrúlega einföldum þöggunaraðferðum og blekkingum að
kúga meirihluta þjóðarinnar til hlíðni.
Og ekki má gleima því að 70 % almennings hugsar ekki sjálfstætt heldur étur hver upp eftir öðrum og þar er sett in síendurtekin forskrift, jafnvel enn í dag gengur það.
skrypill (IP-tala skráð) 13.12.2009 kl. 12:05
Góður pistill og svo sannur. Því er nú aldeilis miður.
Rannveig Guðmundsdóttir, 13.12.2009 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.