12.12.2009 | 11:57
"Við erum ekki Ísland" segja Grikkir
Á forsíðu International Herald Tribune í dag er grein um hina erfiðu skuldastöðu Grikklands.
Greinahöfundur hefur miklar efasemdir um að Grikkir hafi getu eða þrek til að ráðast að rótum síns skuldavanda enda er fyrirsögnin:
Grikkir reyna að tala sig út úr skuldavanda. "Greece tries talking its way out of a debt corner"
Og hvað sagði svo fjármálaráðherra Grikkja, George Papaconstantinou, til að sefa erlenda fjármálamarkaði eftir að lánstraust þeirra var fellt nýlega:
"We will reduce the debt, we will control the debt, and there will be no need for a bailout. We are not Iceland."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo eru menn að reyna að kasta rýrð á gildi evrunnar og ESB með því að benda á stöðu Grikklands.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.12.2009 kl. 12:15
Forsætisráðherra Grikklands var í beinni útsendingu á Bloomberg í fyrradag. Hann stóð þarna, hálf aumkunarverður, og sagði að Grikkland væri gerspillt frá toppi til táar. Að landið væri í hættu vegna "systemic & structural corruption risk". Ég vorkenndi manninum.
Hann hefur ekki hugmynd um hvað bíður Grikklands. Hann hefur ekki hugmynd um fjármál landsins. Sá eini í ríkisstjórninni sem gerir sér grein fyrir málunum er fjármálaráðherrann. En það er bara of snemmt fyrir hann að segja að Grikkland sé ekki mun verra sett en Ísland því þetta er bara að byrja hjá þeim. Bara byrjunin. Allt er eftir. Þetta var bara fordrykkurinn. Grikkland er núna þar sem Ísland var árið 2006/2007
Evran hjálpar Grikkjum nákvæmlega ekki neitt. Zero. Hún er hinsvegar hluti af vandamáli Grikklands. En eins og þið vitið þá er engin leið út úr evru aftur án þjóðfélags- og efnahagslegs sjálfsmorðs
Gunnar Rögnvaldsson, 12.12.2009 kl. 12:40
Ég hef nú trú á því Gunnar að mat gríska fjármálaráðherrans á stöðu mála í Grikklandi sé réttra en þitt mat á stöðu Grikklands.
Mat gríska fjármálaráðherrans er að Grikklands er ekkert Ísland.
Ég held þú gerir þér enga grein fyrir því hver staðan er hér á Íslandi.
Og að evran hjálpi Grikkjum ekki neitt er hreint ótrúleg staðhæfing og alröng.
Gunnar, Grikkir eru ekki að fást við gjaldeyriskreppu og gengisfall þar sem krónan hefur fallið um100% gagnvart öðrum gjaldmyllum. Gjaldeyriskreppu sem er að valda því að þúsundir Íslendinga eru búnir að missa allt sitt og þúsundir Íslendinga væru að fara í persónulegt gjaldþrota ef ekki hefði verið gripið hér sérstakra aðgerða og hér sett sérstök lög til að kom í veg fyrir það.
Að mæra það að við höfum verið með og eru enn með þessa krónu er hreint ótrúleg blinda og lýsir hreint ótrúlegu skilningsleysi á stöðu mála hér og hvað hver hefur gerst og er að gerast.
Staðan í löndum ESB sem voru með evru fyrir hrun bliknar miðað við ástandið hér. Ekkert í Evrópu toppar hið slæma ástandið hér Gunnar.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.12.2009 kl. 13:09
Kæri Friðrik.
Ef þú heldur að gjaldmiðill geti fallið um 100% án þess að verða að engu þá ættir þú ekki að eyða tíma þínum í málefni af efnahagslegum toga.
Þetta sem þú nefnir um gjaldþrot og ófarir er að gerast hér út um alla Evrópu. En það gengur bara meira þegjandi og hljóðalaust fyrir sig en á Íslandi því hér er fólk vant þessu og engum mun nokkru sinni detta í hug að lyfta svo mikið sem litla fingri þessu fólki til hjálpar.
Það heyrist meira í fólki á Íslandi því það er nær stjórnmálamönnum sínum og veit að það mun geta haft meiri áhrif á gang mála en hér í ESB þar sem það er mjög fjarlægt stjórnvöldum sínum => lýðræðið er virkara á Íslandi.
Eins og þú veist þá hefur samdráttur verið mun meiri og verri í mörgum löndum ESB en á Íslandi og hér er atvinnuleysi miklu hærra í flestum 27 löndum ESB en það er á Íslandi. Svona hefur þetta líka verið síðastliðin 30 ár, og alveg án þess að þið hafið hugsað út í það. Atvinnuástand á Íslandi er nú að verða einna skást í Evrópu.
Bankahrun eru ömurleg. Spurðu bara þá 64.000 Dani sem misstu mikið þegar Roskilde Bank fór á hausinn. Einn ellilífeyrisþegi sagði að hann ætti bara skuldir núna. Hann tapaði öllu sem hann átti, ellilífeyrinum líka, því bankinn plataði hann til að taka að láni 40 milj. ISK til að kaupa hlutabréf í bankanum. Lánin voru með veði í ellilífeyri mannsins. Hann er þurrkaður út núna. Á bara skuldir. Hann er finito.
Svona fer þegar fjármálaeftirlitið er lélegt og megnar ekki að fylgjast með þeim bankamönnum sem aka ofurölvi um fjármálakerfið sem stjórnmálamenn áttu að hafa eftirlit með. Ekki halda að bankakreppan sé búin í ESB. Hún er ekki búin. Það er tíminn sjálfur (sem hugtak og náttúrufyrirbæri) sem gerir það að verkum að allt gerist ekki samtímis allsstaðar. Tíminn kemur í veg fyrir það. Ef enginn tími væri þá myndi allt gerast í einu allstaðar. En Ísland kom í mark fyrst. Það klessukeyrði fyrst.
Bankar og fjármál Grikklands
Enn sem komið er er það fyrst og fremst ríkisfjármál Grikklands sem eru undir umsátri. "Non finanical" geirinn í Grikklandi er ekki svo illilega skuldsettur eins og ríkið og alls ekki eins skuldsettur og einkageirinn á Íslandi. Þetta gæti gríska ríkið notfært sér ef það verður lokað algerlega á fjármagn til gríska ríkisins. Þá getur það til dæmis látið fyriræki útvega sér peninga eða t.d. keyrt inn og útlánastarfsemi í gengum póstþjónustuna - eða einkavætt.
Ef Grikkland veður lækkað enn frekar í lánshæfni þá verður lokað algerlega á gríska banka hjá seðlabaka ESB. Það yrðu endalokin fyrir gríska bankakerfið. Þá geta þeir ekki notað skuldabréf gríska ríkisins sem trygging fyrir lánum frá seðlabankanum.
Að hafa raunverulegan seðlabaka
Það þættu fréttir til næsta bæjar ef Seðlabanki Íslands neitaði að taka við skuldabréfum íslenska ríkisins sem veðtryggingu af bönkum og fjármálastofnunum gegn fyrirgreiðslu úr bankanum. Þetta mun náttúrlega aldrei gerast því Seðlabanki Íslands ER íslenska ríkið. Hann hefur beint og himneskt samband við alla íslenska skattgreiðendur og öll auðæfi Íslands. Hann er ekki plat-seðlabanki. Hann getur töfrað fram peninga beint út úr tómu lofti ef þörf krefur.
Þess vegna er okkar eigin mynt og okkar eigin seðlabaki ein af grundvallar forsendum sjálfstæðis Íslands. Myntin okkar, krónan, er órjúfanlegur hluti af sjálfstæði Íslands. Þetta er algerlega fundamentalt. Þetta er "where the rubber meets the road". Þyngdarlögmál sjálfstæðis þjóðar okkar.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 12.12.2009 kl. 13:44
Mér finnst, fullyrðingar grískra stjórnvalda minna margt á fullyrðingar ísl. stjórnvalda síðasta árið fyrir hrun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.12.2009 kl. 13:52
Já Einar Björn. Þetta vekur upp vissar minningar.
Gunnar Rögnvaldsson, 12.12.2009 kl. 13:57
Það sem er athyglisvert við þessa frétt er að Ísland er orðið samnefnari fyrir það versta sem getur komið fyrir lönd efnahagslega. Fjármálaráðherra Grikkja sagði ekki við erum ekki:
Lettland, Írland, Ungverjaland eða Úkraína? Hvers vegna?
Er þetta bara tilviljun eða er neikvætt viðhorf útlendinga til Íslands að festast í sessi. Lönd fá á sig ákveðin stimpil sem er mjög erfitt að breyta.
PS. Gunnar, þú mátt ekki vera svona harður við hann Friðrik, það getur öllum orðið á í messunni, hann hefur sjálfsagt átt við að erlendur gjaldmiðill hefur hækkað um 100% eða krónan fallið um 50%.
Andri Geir Arinbjarnarson, 12.12.2009 kl. 14:30
Að sjálfsögðu, var hann að vísa til 50% gengisfalls krónunnar, sem veldur 100% hækkun Evrunnar í Ísl. krónum.
Ísland er komið á blað, sem víti til varnaðar.
En, hafið í huga, það þíðir einnig, að fylgst er með því sem gerist hérna.
Ég er viss, að lausn Alþingis þ.s. gerðir voru fyrirvarar, hafi vakið athygli.
Ef, Ísland óskar eftir nauðasamningum við kröfuhafa, þá mun það einnig vekja athygli, og ef svo Ísland nær ekki nægilega hagstæðum nauðsamningum, þannig að Ísland lýsi sig greiðsluþrota, þá mun það einnig vekja athygli.
-------------------------------
Málið er, að nokkur fjöldi ríkja stendur frammi fyrir því, að feta þá sömu leið, að töluverðum líkindum.
Munið, Ísland - kanaríinn í kolanámunni.
Svo, Ísland fær enn, umtalsverða umframathygli, út af þessum málum, einmitt vegna þess, að sú leið sem verður farinn hér, getur gefið vísbendingar um, hvaða leið önnur ríki þurfa að fara.
------------------------------
Þetta veldur sennilega einnig, einhverju um þá miklu andstöðu, sem Ísland hefur fengið, um þann þrísting að fara þá leið, að taka á sig fullkomlega óviðráðanlegan skuldabagga.
Þetta snýst sem sagt um hagsmuni, þeirra ríkja sem hafa bankakerfi, sem er yfirhlaðið af lélegum skuldum, til ríkja sem vel hugsanlega, horfa til Íslands.
Þetta snýst ekki bara um skuldir Íslands, sem eru túskildingur samanborið við skuldir hinna landanna, í stórfelldum erfiðleikum; þ.e. Grikklands, Spánar, Eystrasaltslandanna, og já, jafnvel Bretlands.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.12.2009 kl. 15:22
Afsakið Friðrik ef ég hef verið "harður" eins og Andri segir. Það var ekki meining mín. Þessi 100% della er bara búin að fara of víða.
Bandaríkjadalur hefur misst 95% af virði sínu gagnvart sumum gjaldmiðlum síðan hann fór af gullfæti, svo þetta fer ansi nálægt :). Merkilegt að þessi 5% skuli ennþá vera svona öflug að þau gera Bandaríkin að ríkustu þjóð heimsins. Ergo: það eina sem skiptir máli er kaupgeta fólks. Rússneska rúblan féll álíka mikið og ISK féll þegar bankarnir hrundu svo ekki er það stærðin á myntinni sem segir allt.
Orðið "Iceland" passar vel í munni Andri. Því er það notað. Fáir eða jafnvel enginn sem skrifar þetta hefur gert minnstu tilraun til að fræðast um íslenska hagkerfið. Ef þeir hefðu gert það þá væri yfirskrifin önnur, Hún væri til dæmis - "Icelandic economy contracts much less than the Finnish economy in Q1 Q2 Q3 YoY - Icelandic exports are up while Finnish exports where 30.2% down in Q1 YoY and 26% in Q3 YoY og að atvinnuástand á Íslandi fer að verða það besta í öllu EEA.
Ég held ekki að þetta sé neikvætt viðhorf Andri. Þetta er oft byggt fáfræði. Eins og til dæmis sést hjá þeim erlenda aðila sem situr nú í ráði Seðlabanka Íslands. Manni sem er vanur að taka sjálfstæði þjóðar sem sjálfsagðan hlut. Svona menn eru okkur hættulegir því þeir skilja minna en ekkert í okkur.
En núna vitum við hvernig það er að vera kallaðir nöfnum á alþjóðavettvangi. Bandaríkjamenn hafa mikla reynslu í þessu. Það ættum við ávalt að muna. Við tökum þessu alltof bókstaflega.
Gunnar Rögnvaldsson, 12.12.2009 kl. 15:30
Sæll Gunnar.
"Þessi 100% della er bara búin að fara of víða" segir þú.
Ef þú hefðir búið hér heima síðast aldarfjórðunginn og þekktir hér meira til þá hefðir þú tilfinningu fyrir því tungutaki sem hér er og þeirri málhefð sem hér er. Þegar krónan hefur fallið og erlendur gjaldeyrir hækkar við það um 12% þá tala menn um að hér hafi orðið 12% gengisfelling. Allir Íslendingar sem hafa verið búsettir hér undafarna áratugi skilja hvað átt er við með því.
Þegar erlendir gjaldmiðlar hækka um 100% eins og gerðist þá, vegna þessarar málhefðar, þá lýsir það ekki hinu gríðarlega umfangi þessa gengisfalls að tala um 50% gengisfellingu.
Svo koma menn eins og þú sem þekkja ekki einu sinni til svona málhefðar og fara að segja okkur hvernig ástandið á Íslandi er og þykjast geta borið það saman við ástandið í öðrum löndum heims.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.12.2009 kl. 16:07
Friðrik - það má vera, að þinn vinahópur hafi tamið sér þetta tiltekna tungutak, en í mínum vinahópi er ekki talað á þessm nótum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.12.2009 kl. 17:42
Sæll Einar
Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2006 þá féll krónan og erlendur gjaldeyrir hækkaði um 25%. Allir sem ég hef rætt við tala um að krónan hafi fallið um25% í því samhengi. Að þá hafi verið hér 25% gengisfelling.
Aldrei hef ég nokkurn mann heyrt tala um 12 til 13%% gengisfellinguna í árbyrjun 2006, þó þú og þínir félagarnir gerið það kannski.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.12.2009 kl. 19:53
Fer eftir kreðsum, sem maður er í.
Annars, fer styrkleiki/veikleiki gjaldmiðils, eftir trú aðila á því hagkerfi.
Má alveg líkja gjaldmiðli við hlutafé í fyrirtæki. Ef reksturinn gengur vel, þá er jafnaði hlutaféð verðmikið. Þegar hann gengur ílla, þá lækkar hann.
Þetta, sníst um hagstjórn en einnig, trúna eða vantrúna, á framtíð hagkerfisins.
Á þessari stundu, er allt svart og horfur fara dökknandi, svo gjaldmiðillinn getur ekki annað, en verið frekar en hitt, á niðurleið.
Verður þannig, eins lengi og horfur haldast neikvæðar, þ.e. framtíðarhorfur um stöðu hagkerfisins.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.12.2009 kl. 00:08
Góð umræða. Ég hins vegar skil ekki hví þessi Gunnar hefur ekki flutt fyrir löngu síðan heim til krónuparadísarinnar íslands úr því allt er svo vont í evrulöndum? En ég er bara vesæll homo islandicus og skil ekki sona.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 13.12.2009 kl. 10:13
Egill Helgason fjölmiðlamaður notaði þetta tungutak í þætti sínum, Silfur Egils, í gær, sunnudag, þegar hann ræddi um að krónan hafi fallið um 100%.
Enginn viðmælenda leiðrétti Egil. Þetta skildu allir og vissu hvað átt var við. Ég efast ekki um að nær allir sem á hlýddu skildu hvað hann átti við.
Auðvita er þetta tungutak ekki stærðfræðilega rétt en þetta er eigi að síður það tungutak sem að minnsta kosti stór hluti almennings og stór hluti fjölmiðlafólks hefur tamið sér.
Með fullri virðingu fyrir skilgreiningum stærðfræðinnar og hvað þeim sem búið hafa hálfan mannsaldur í útlöndum finnst, þá eigum við að halda okkur við þær málhefðir sem hér hafa skapast.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.12.2009 kl. 09:58
Egill Helgason er slæm fyrirmynd Friðrik. Ekki hlusta á þann mann. Se & Hør er miklu betra. Þar ætti Egill að vinna og fjalla um efnahagsmál.
Það er ekkert sem getur fallið um 100 án þess að verða að engu. Það er ekki önnur stærðfræði í útlöndum. Hún er eins í öllum löndum. En það passar bara Agli illa að segja að krónan sé fallin svipað og rússneska rúblan frá því að bankakerfi Íslands hrundi ofan á krónuna. Því villir hann um fyrir almenningi með svona þvaðri. Enda vinnur hann hjá RÍKISÚTVARPI ÍSLANDS
Gunnar Rögnvaldsson, 14.12.2009 kl. 10:28
Hártoganir eins og þessi umræða er skilar engu, Gunnar. Að snúa umræðunni frá aðalatriðum málsins og fara að ræða um aukaatriði eins og orðlag skilar engu.
Þessi umræða er meira orðin í ætt við kennslu í samtíma Íslensku fyrir erlenda ríkisborgara.
Það er hins vegar rangt hjá þér að bankakerfið hafi hrunið ofaná krónuna. Kynntu þér það mál betur. Nær helmingur af núverandi gengisfalli var þegar komið fram í september 2008, áður en Glitnir var þjóðnýttur.
Ég sé hins vegar á síðustu athugasemd þinni að þú gerir þér ekki grein fyrir um hvað þættirnir Silfur Egils snúast um.
Egill er þar ekki að fjalla um efnahagsmál og hefur aldrei gefið sig út fyrir að vera sérfræðingur á því sviði. Þvert á móti. Þetta er húnanisti og þáttarstjórnandi sem fær gesti og gangandi í þáttinn til sín. Þar eru rædd ýmis mál og Egill, eins og aðrir þáttarstjórnendur, spyr spurninga og stjórnar umræðum.
Hann var að spyrja gesti sína spurningar þegar hann notaði sama orðalag og ég hér að ofan. Þessa spurningu skildu allir á Íslandi, fiskverkakonur sem og háskólaprófessorar í stærðfræði.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 14.12.2009 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.