Seðlabankinn undirbýr þjóðina fyrir gengisfellingu?

Athyglisverðar yfirlýsingar hafa komið nýlega frá Seðlabankanum varðandi krónuna.  Seðlabankastjóri sagði fyrir nokkrum dögum að krónan verði lág um ókomna framtíð og nú gengur hinn pólitískt skipaði bankaráðsmaður framsóknamanna, Daniel Gros fram og segir að krónan sé of há. 

Rök Daniels eru þau sem margir hafa þegar bent á.  Eina ráðið til að skapa nægan afgang af okkar útflutningstekjum hratt, er að minnka innflutning, sem er auðveldast að gera með gengisfellingu eða innflutningshöftum.  Það tekur nefnilega tíma og kostar gjaldeyri að auka útflutningstekjur.

Lífskjör eru líklega enn of há miðað við stöðu þjóðarbúsins.

En ef Seðlabankinn er að undirbúa okkur undir gengisfellingu hvers vegna lækkaði hann þá vexti í þessari viku?  Orð og athafnir Seðlabankans eru farin að orka tvímælis.

Útlitið fyrir 2010 er orðið ansi dökkt:

Skattahækkanir, niðurskurður, gengislækkanir, höft, eignabruni og verðbólga.

 

 


mbl.is Gengi krónu haldið óeðlilega háu með höftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er við öðru að búast?

Þurfum við ekki að fara að ráðum Gunnars Tómassonar og lýsa okkur gjaldþrota þjóð?

HF (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 09:39

2 identicon

2009 var ár aðlögunar.  Því miður var tíminn ekki nýttur til að horfa raunsætt fram á veg.  Þetta hefur verið ljóst síðan 2008.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 09:45

3 identicon

Hann lækkar vexti til að minnka vaxtagreiðslur á innlánum og neyðir þar með fjármagnið út úr bönkum. Seðlabankinn mun því halda áfram að lækka vexti og reyna/neyða fjármagnseigendur til að fjárfesta í varanlegum eignum.

Vaxtalækkun Seðlabankans er því leið hans til að auka óbeint/beint peningamagn í umferð.

Á ákveðnum tíma þá hefur fólk/fjárfestar aðeins um tvennt að velja:

*Binda fjármagnið í ótraustum bönkum á verðtryggðum reikningum sem flestir eru með ríkisábyrgð !?

*Taka peningana út og reyna að kaupa varanlega hluti

Með lægri vöxtum ætti vaxtaþátturinn í þáttatekjum einnig að minnka. Lægri króna og lægri vextir ættu því að hjálpa til við að ná niður því sem eftir lifir af jöklabréfunum.

Spurningin er hins vegar þessi ef þessi staða kæmi upp:

Munu þessir fjármunir fara úr landi ? Nei stórir fjárfestar munu kaupa húsnæði og þar með gætum við séð snögga eftirspurn eftir húsnæði á næstu ca 6 mánuðum ! Ef það gerist þá vitið þið allavega hvað er í gangi.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 11:00

4 identicon

Muni þessi atburðarrás eiga sér stað þá er það signal um að Seðlabankinn ætli sér að létta gjaldeyrishöftum innan ca 12 mánaða þegar hann sér merki um þetta á húsnæðismarkaðnum. Veltan á þeim markaði samanborið við útlán hjá ILS ásamt breytingar á innlánum ætti að gefa Seðlabankanum tímaröð sem hann ætti að geta nýtt sér til að tímasetja afnám hafta.

Mun þetta breyta einhverju um stöðu IKR verði höftunum aflétt þegar fjármagnið er oðið svo bundið ?

Jú fjármagnið er bundið í steinsteypu á markaði með offramboð og minnkandi kaupmátt og því er fjármagnið læst í steynsteypunni !

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 11:08

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björn,

Þakka gott innlegg.  Það er hins vegar algjört yfirframboð af "steinsteypu" á Íslandi og hvað gefur hún af sér?  Það er skömminni skárra að hanga í ríkisskuldabréfum en steinsteypu sem þarf að borga af viðhald og fasteignaskatta. 

Betra væri að setja þetta fjármagn út í atvinnulífið sérstaklega í gjaldeyrisskapandi verkefni þar með fengju fjármagnseigendur arð í gjaldeyri.

Bjóða þarf útlendingum sem eiga hér fjármagn að fjárfesta það á samkeppnishæfum grundvelli.  Hér er stórgott tækifæri til að afla fjármagns til atvinnuuppbyggingar sem stendur að mestu ónotað.

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.12.2009 kl. 11:20

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Minnið er stopult hjá flestum, það kemur svo sannarlega fram að ofan. Allan "bólutímann" fyrir hrun var gengi ísl. krónunnar allt of hátt, það skekkti stórlega grunn efnahagslífsins og skapaði mikil bruðl og eyðslu sem hélt uppi neikvæðum vöruskiptajöfnuði við útlönd. Ég get ekki séð að krónan muni styrkjast sem neinu nemur, sæmilegt ef við getum fengið hana til að hanga í núverandi verðgildi.

En kjarni málsins er auðvitað sá að ísl. krónan er handónýtur gjaldmiðill. Hvort sem við göngum i Evrópusambandið eða ekki verðum við í framtíðinni að tengjast einhverju því svæði sem gerir okkur kleift að taka upp aðra mynt sem er örugg (eftir því sem myntir geta verið) og skapar jafnvægi á peningamarkaði hérlendis.

Ég veit að margir vilja ekki horfa á að viðurkenna þessa staðreynd, vilja heldur lifa í "gerviheimi" og stinga höfðinu í sandinn.

Það er minnst á Gunnar Tómásson hagfræðing hér að framan en af öllum þeim aragrúa hagfræðinga sem hafa látið ljós sitt skína þá eru þar í hópi tveir sem ég hef algjörlega misst trúna á og það eru fyrrnefndur Gunnar Tómásson og alþingiskona VG, Lilja Mósesdóttir. Bæði hafa þau gert sig sek um sömu hagfræðilegu villuna, sem sagt þá að segja að skuldir íslenska ríkisins til erlendra kröfuhafa séu 320% af landsframleiðslu. Þetta hafa þau átið frá sér fara opinberlega og á þessu byggir Gunnar spá sína um þjóðargjaldþrot. 

Staðreyndin er sú að skuldir íslenska ríkisins í útlöndum af landsframleiðslu eru 120%, hinsvegar ef bætt er við því sem einkaaðilar skulda í útlöndum á kemur upp talan 320%. En þessar skuldir einkaaðila leggjast aldrei á ríkið eða almenning eins og Guðmundur Ólafsson hagfræðingur benti rækilega á og var nokkuð hneykslaður á starfssystkinum sínum. Sagði reyndar," ef þessar skuldir einkaaðila gjaldfalla og fást ekki greiddar lendir það á hinum útlendu lánveitendum sem voru svo vitlausir að lána þessum íslensku fyrirtækjum lán". 

Sigurður Grétar Guðmundsson, 12.12.2009 kl. 11:56

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sigurður,

Þetta er alveg rétt hjá þér og það er einmitt málið útlendingar voru svo vitlausir að treysta á íslenska einkaaðila en það verður ekki endurtekið.  Brennt barn forðast eldinn.  Í framtíðinni er það aðeins ríkið sem getur tekið erlend lán og þá aðeins að veð í auðlindum komi til, annars segja erlendir bankar "nei takk".  

Þar með verður allur atvinnurekstur á Íslandi í framtíðinni annað hvort beint eða óbeint á vegum ríkisins eða erlendar fjárfesta.  Íslenskir einkaaðilar eru og verða annars flokks aðilar þegar kemur að lántökum enda ekki treystandi.  Hver getur greint hinn sviksama Íslending frá hinum heiðarlega?

Svo er spurningin hversu lengi getur ríkið haldið upp þessum mun á sér og þeim einstaklingum sem standa á bak við ríkið?

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.12.2009 kl. 12:07

8 identicon

Sigurður Grétar Guðmundsson, 12.12.2009 kl. 11:56

Rétt hjá þér að skuldir upp á 320% eru aðeins að hluta til eða 120% vegna ríkisins, mismunurinn einkaaðila eða opinberra fyrirtækja/stofnana.

Vandinn er sá að þetta segir aðeins hálfan sannleikann. Þjóðarbúið í heild sinni verður að skaffa útflutningstekjur sem nema þessum 320% og það eru ekki allir lántakendur í erlendri mynt sem hafa megintekjur í lánamynt sinni !!

Þess vegna hefur þessi skuldastaða bein áhrif á almenning því hún setur mikinn þrýsting á IKR.

Annað, skuldir einkaaðila erlendis og afkoma sömu fyrirtækja hefur aðilega áhrif á vaxtakjör annarra íslenskra aðila sem þurfa að sækja þangað fjármagn.

Varðandi IKR. Er krónan handónýtur gjaldmiðill ? Gjaldmiðill er aðeins birtingarmynd þess hagkerfis sem hann er notaður í. Ef þú segir að krónan sé handónýt þá ertu í sömu setningu að segja að íslenska hagkerfið sé handónýtt !

Þótt ég sé enginn aðdáandi krónunnar þá get ég hins vegar fullyrt að staða okkar í dag er snökktum betri með IKR en án hennar. Hún býr til tímaramma sem við getum unnið innan og unnið okkar hægt að bítandi út úr vandanum. Upptaka EUR á þessum tímapunkti með EUR upp á minna en 150 myndi senda hagkerfið í frost á svipstundu, hvað þá ef uppitakan væri 120.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 12:15

9 identicon

Já sammála þér Andri að auðvita væri langtum best að fá þessa stóru fjárfesta til að koma beint að atvinnuuppbyggingunni hér.

Ég er á því að lykilatriðið til að koma fjármálakerfinu hér í gang er virkur hlutabréfamarkaður.

Það þarf að búa til "púlíu" af áhugaverðum fjárfestingarkostum í ólíkum geirum:

*Hátækni

*Heilsa

*Orka

*Matvæli

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 12:23

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björn,

Það er sjóðsflæði á gjaldeyrir sem er vandamálið.  Það er ekki það sama að fara á hausinn vegna mistaka í rekstri eða skorts á gjaldeyri.

Því er mjög líklegt að innlendir gjaldeyrisreikningar verði bannaðir og að ríkið og bankarnir taki allan gjaldeyri til sín.  Þetta gerðist í Argentínu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.12.2009 kl. 12:33

11 identicon

Sem sagt það verður tekin upp söluskylda á gjaldeyri, það er það sem þú ert væntanlega að vísa til Andri ?

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 12:48

12 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björn,

Einmitt, fólk fær kannski að hafa sína reikninga en upphæðin verður takmörkuð.  Í Argentínu var reikningunum einfaldlega breytt í innlendan gjaldmiðil með handstýringu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.12.2009 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband