8.12.2009 | 20:06
Hlutabréf á VISA heyra fortíðinni til - eða hvað?
Bandaríkjamenn settu mjög stífar reglur um lán banka til hlutabréfakaupa eftir hrunið 1929. Nú 80 árum seinna ætlar Alþingi að gera hið sama, ekki vegna þess að við lærum af reynslu annarra heldur vegna þessa við verðum að skaðbrenna okkur sjálf, áður en við viðurkennum okkar mistök.
En það er haldlítið að setja lög og reglur ef ekki þarf að fara eftir þeim. Gaman verður að sjá hvernig og hverjir eiga að framfylgja þessum nýju lögum. Hvaðan eiga peningarnir að koma til að ráða og þjálfa nýja kynslóð eftirlitsmanna hjá ríkisstofnunum. Og hverjir eiga að sjá um kennsluna? Hvaðan á reynslan að koma? Frá starfsmönnum gömlu bankanna, FME eða Seðlabankans?
Nei, það er erfitt að sjá hvernig þetta dæmi á að ganga upp í nýja "gamla" kerfinu.
Koma í veg fyrir ofurlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.