Icesave á léttari nótum

Ansi er maður orðinn þreyttur á þessu Icesave þrasi.  Ég heyrði þessa ágætu sögum um  Icesave og fjármálaráðherra landanna þriggja.

Blaðamaður spyr fjármálaráðherra Íslands, Bretlands og Hollands:

"Afsakið, en hvað skoðun hafið þið á Icesavesamninginum?"

Fjármálaráðherra Hollands svarar:  hvað þýðir "að hafa skoðun"?

Fjármálaráðherra Bretlands svarar:  hvað er "samningur"?

Fjármálaráðherra Íslands svarar: hvað þýðir "afsakið"?


mbl.is Meirihluti samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er það "þras" að verja hagsmuni lands og þjóðar?

Og átti þetta að vera fyndin bloggfærsla á stundu raunar okkar?

Varðar þig litlu framsal dóms- og löggjafarvalds úr landi og fjárhagslegar skuldbindingar sem við (og íslenzka ríkið) áttum EKKI samkvæmt Tilskipun Evrópubandalagsins, 94/19/EC, að bera?

"Tilskipun þessi getur EKKI gert aðildarríkin eða lögmæt yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa séð um stofnun eða opinbera viðurkenningu eins eða fleiri kerfa sem ábyrgjast innistæðurnar eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja skaðbætur eða vernd innistæðueigenda samkvæmt skilyrðum sem þessi tilskipun skilgreinir."

Og ertu ánægður með vextina, þvert gegn jafnræðisreglum EES?

Jón Valur Jensson, 8.12.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þegar maður er á í samningagerð við Breta er alltaf gott að geta slegið á létta strengi og haft húmorinn í lagi.  Þeir kunna að meta það og maður nær betra sambandi við þá og betra samkomulagi.  Þvermóðska, stífni, þjóðernishroki og dómsdagsnöldur er ekki gott veganesti út fyrir landsteinana. 

Bretar hafa það viðhorf að Íslendingar séu eins og margir Norðurlandabúar, þungir, alvarlegir og leiðinlegir og trúðu mér það er fátt verra í Bretlandi en að vera "dull".

Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 17:35

3 Smámynd: Kama Sutra

Mér finnst þetta fyndið.

Þýðir það að ég sé landráðamanneskja?

Kama Sutra, 8.12.2009 kl. 19:18

4 identicon

Eva (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 19:49

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hver sýndi þjóðernishroka, Andri Geir? Er það þjóðernishroki að reyna að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar (gegn EB-stórríkinu, sem þú predikar að við ættum að hverfa inn í) og varðveizlu dómsvalds hennar, löggjafarvalds, útflutningstekna og auðlinda (jafnvel þær eru í hættu vegna Icesave-málsins – a.m.k. Landsvirkjun og e.t.v. fiskveiðiréttindi eða olíunýtingar). Er ekki bara veizla hjá þér í dag, karl minn, og mikil celebration með Samfylkingarfólkinu? – því hinu sama sem fór út á pöbb að hella í sig kollu til að halda upp á umsóknina í evrópska stórríkið í sumar!

Jón Valur Jensson, 8.12.2009 kl. 21:44

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Henry Kissinger á að hafa sagt að hann hafi aldrei fyrirhitt jafn hrokafulla menn og á Íslandi.  Sel það ekki dýrar en ég keypti. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 21:51

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er það ekki mesti hrokinn að taka eigin þjóð í bóndabeygju eða öllu heldur setja á hana þumalskrúfu til að pína út úr henni síðasta blóðpeninginginn af striti hennar – og taka af henni sæmdina, löggjafarvaldið og dómsvaldið um leið?

Jón Valur Jensson, 9.12.2009 kl. 10:17

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo miðlarðu niðrandi tali Kissingers um Íslendinga, en þykist samt ekki bera ábyrgð á því!

Jón Valur Jensson, 9.12.2009 kl. 10:19

9 identicon

Að íslendingar fari í taugarnar á Henry Kissinger er frábært. Henry er nefnilega típískur yfirráða planarai og hermangari. New world order puppet. Og hvað í ósköpunum kemur okkur við hvað Kissinger segist hafa hitt marga hrokafulla íslendinga. Hroki mætir hroka.

Svo eigum við að taka mark á því hvað bretar halda um okkur.  

Hverskonar heimska er þetta. Ætlar þú Andri að lifa fyrir álit annara á þér eða okkur. 

Ég sé ekki að nokkur heilvita maður geti haft nokkurt gagn af svona yfirlýsingum. En þær renna eins og stríður straumur frá samfylkingunni og fólki sem telur að það sé okkur fyrir bestu að ganga í ESB, sennilega af því að aðrir halda að við séum hrokafullir þjóðernissinnar sem verður ekki við bjargandi. 

Aðra eins þvælu hef ég varla heyrt á ævinni. 

Vilhjálmur Árnason (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 11:08

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Að tala niðrandi um Íslendinga er þekktur siður hjá sumu fólki. Á valdaárum Dana hér á landi þótti sérstaklega fínt að sletta Dönsku og éta Danskar smákökur. Útlendingasleikjur af sama tagi hafa töluvert látið á sér bera að undanförnu. Kemur það ekki úr hörðustu átt að segja:

 

Ansi er maður orðinn þreyttur á þessu Icesave þrasi.

 

Þetta segir sá maður sem er öðrum duglegri við að fjalla um Icesave-málið og sérstaklega við að tína til þau atriði sem gætu komið Íslendingum illa. Hvernig sem því er háttað, þá er greinilegt að hagsmunir hans eiga ekki samleið með hagsmunum flestra annara Íslendinga. Það er auðvitað hans mál, en væri ekki heiðarlegra að sýna réttan lit ?

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.12.2009 kl. 11:55

11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Loftur, Jón Valur og Vilhjálmur,

Þið eruð góð þrenning, en hvað eru þið að gera á minni bloggsíðu, ef ég fer svona í taugarnar á ykkur?  

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.12.2009 kl. 12:49

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Andri Geir og Daniel W. Dressner, verðar að gefa upp heimildir eða heimildamenn fyrir orðum Henry Kissingers um Íslendinga. Drezner, verður að gera sér grein fyrir því að hægt er að lögsækja menn to kingdom comeí BNA fyrir svona slúður.

Ég sé ekki betur en að Drezner hafi verið að lýsa Jóhönnu Sigurðardóttir, ESB-Stjörnunni, þegar hann tók Kissinger í gíslingu.

Drezner gerir sér ef til vill ekki grein fyrir því, að sérgrein margra vinstrimanna eru samsæriskenningar, því þeir eiga erfitt með að sjá veruleikan í réttu ljósi

Það er nú svona og svona með skopskyn Breta og Bandaríkjamanna. Þegar þeir eru að tala um peninga, er "the stiff upper lip" nú eina gamanið sem hægt er að tala um.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.12.2009 kl. 12:56

13 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Andri, Við flykkjumst auðvitað á bloggsíðuna þína, vegna þess að við megum ekki koma í afmælið þitt! Við eigum ekki bláa klossa.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.12.2009 kl. 13:04

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Athyglisverður punktur hjá Andra, þegar hann segir:

 

hvað eru þið að gera á minni bloggsíðu, ef ég fer svona í taugarnar á ykkur ?

 

Ég fyrir mitt leyti tel mér boðið í heimsókn með bloggfærslu, ef mér er ekki meinaður aðgangur. Því má spyrja, af hverju Andri Geir lokar ekki bloggsíðu sinni fyrir okkur í “þenningunni” ef honum er ami að sjá gagnýni okkar.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.12.2009 kl. 13:18

15 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það er vandlifað í þessum heimi.  Þið eruð hjartanlega velkomnir á mína síðu, og ég svara málefnalegri gagnrýni sem er teng færslunni af bestu getu.  Þessi færsla átti að vera á léttum nótum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.12.2009 kl. 14:12

16 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Eðli hins smáa bíður honum að hafa sem hæst, svo kannski eftir verði tekið af umhverfinu.

Mig grunar, að það eigi allavega við suma sem hérna láta í sér heyra?!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.12.2009 kl. 14:22

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Greinilega er ykkur fyrirmunað að svara hér gagnrýnisrökum.

Svo er beðið hér eftir því, að Andri Geir og Drezner gefi upp heimildir eða heimildamenn fyrir meintum orðum Henry Kissingers um Íslendinga. Kissinger er margnefndur í bók dr. Vals Ingimundarsonar, Uppgjör við umheiminn, sem fjallar um samstarf Íslands, Bandaríkjanna og NATO 1960–1974, en hvergi er þar minnsti vottur um þessi meintu ummæli hans. Þar (s. 239–40) er hins vegar að finna fræg ummæli hans um "þá harðstjórn sem hinir veiku geta beitt," en þar átti hann sérstaklega við áhrif Íslands út á við í alþjóðasamskiptum.

Jón Valur Jensson, 9.12.2009 kl. 17:07

18 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jón Valur,

Það er nú alveg óþarfi að fara úr límingunni yfir Kissinger.  Ég hef mína tilvitnun frá hinum stórskemmtilega prófessor Dressner.  Ég get af skiljanlegum ástæðum ekki svarað fyrir prófessorinn. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.12.2009 kl. 17:58

19 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég tel að þessi ummæli sem höfð eru eftir Kissinger séu lygi komin frá Daniel W. Drezner. Leit á Netinu, að "Iceland as the most arrogant" leiðir alltaf til Drezner.

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.12.2009 kl. 18:14

20 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég er búinn að skrifa Drezner, strákar. Ég greini frá því á blogginu mínu hvað hann segir, þegar, og ef, ég fæ svar. Ætti ég ekki líka að e-maila til Henrys, og spyrja: "How do you like Iceland, dr. Kiss".

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.12.2009 kl. 18:59

21 identicon

Því miður eru alltof margir sem skilja ekki alvarleika Icesave ofbeldi stjórnvalda, og nenna ekki að standa í þessu lengur.  Stúdentinn Svavar er latastur allra. Verð að segja að hér skín ekki skærasta ljósið í bloggheimum hvað pólitíkina varðar.  Varðhundar stjórnarflokkana eru afar duglegir að gefast upp og bannfæra óþægilega heimsóknaraðila.  Nýt sjálfur lítilla vinsælda í Baugsfylkingarpartýum, og er undantekningarlítið bannfærður.  Fyrir stuttu spurði ég Eið Guðnason um hans reynslu af mútuþægni þingmanna eins og hann og einhver mannvitsbrekkan vinur hans vildu meina að þeir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem börðust fyrir sjálfstæði þjóðarinnar í þingsalnum undandfarna sólarhringa, hlytu að vera vegna framtaksins.  Kerfismylkingur Baugsfylkingarinnar fór á límingunum og eyddi fyrirspurninni og harðlæsti.  Satt að segja þá er manni farin að líða eins og ef maður leggi fatlaða í einelti, með að skrifa á síðurnar þeirra. (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 21:23

22 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Guðmundur,

Ég get nú ekki tekið undir það að íslenskir stjórnmálaflokkar stundi ofbeldi í afstöðu sinni til Icesave.  Sitt sýnist hverjum í þessu máli eins og vera ber í lýðræðisríki.  Öflug og breið umræða á málefnalegum grunni er af hinum góða.

Hitt er rétt að þetta Icesave mál hefur afhjúpað ýmsa galla í okkar stjórnkerfi sem þarf að laga.  Stjórnlagaþing er því nauðsynlegt og vonandi getum við komið okkur saman um að innleiða beinna lýðræði hér á þessu landi. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 9.12.2009 kl. 21:34

23 Smámynd: Elle_

Andri, ég gef ekki mikið fyrir Daniel W. Drezner sem dæmdi Íslendinga í the Economist fyrir um 1/2 ári vegna bókar 1 bankamanns úr einum glæpabankanna.  Og líklega var bókin skrifuð til að draga athygli frá og verja illgerðir bankans í heiminum. Hann dæmdi hugsanir yfir 300 þúsund manna vegna skrifa eins manns.  Held ekki að maðurinn sé trúverðugur.

Og hverjum er ekki skrattans sama hvað Breta-hrokum finnst um hvort við erum dull eður ei???   Og jú, stjórnarflokkarnir eru að beita hrikalegu ofbeldi í og það er niðurdragandi fyrir fólk sem finnur það.   Hinsvegar játa ég að það er hrokafullt fólk í landinu sem hlustar ekki á rök og víkur aldrei fyrir nokkrum manni.  Það er heill hroka-flokkur í Alþingi Íslendinga.

Elle_, 9.12.2009 kl. 22:52

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góð Elle! – engin mús þar, heldur valkyrja.

Andri Geir (vegna orða þinna um ofbeldisleysið kl. 21:34), hver var það (einn og hinn sami) sem grætti báðar Liljurnar? Og hverjir afgreiddu Icesave úr fjárlaganefnd miklu fyrr en málið var afgreitt í raun? (sbr. þennan leiðara , í 2. setningunni þar).

Jón Valur Jensson, 10.12.2009 kl. 00:42

25 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég setti eftirfarandi athugasemd inn á síðuna hjá Drezner. Hann var fljótur að þurrka þetta kusk burt.

 

Mr. Drezner seems to believe that he has made a major contribution, by making up a quote by Henry Kissinger. I dare say that Kissinger most probably never “described Iceland as the most arrogant small country he had ever encountered.” Unless Mr. Drezner produces a proof of his statement, I will call him a liar.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.12.2009 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband