EFTA niðurstaða styrkir stöðu ríkisstjórnarinnar í Icesave

Niðurstaða EFTA um að fallast á sjónarmið Íslands hvað varðar neyðarlögin er mikill sigur fyrir ríkisstjórnina og gat ekki komið á betri tíma.

Sérstaklega er tekið fram að stofnunin fjalli ekki um hugsanlega mismunun á milli innlendra og erlendra innstæðueigenda.  Hér er verið að þrýsta á Ísland að ljúka Icesave því EFTA er hér með óbeint að halda hurðinni opinni fyrir Breta og Hollendinga skyldi Icesave koma inn á þeirra borð.

 

 

 


mbl.is Fallist á sjónarmið Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"As your clients are not depositors, this letter does not deal with the compatibility under EEA law of the difference in treatment, due to the Icelandic emergency measures,  between domestic deposits and deposits held in branches of Icelandic banks in other EEA States."

Meti nú hver sem vill.

Eg túlka sem svo ESA, nánast, segi að sennilega falli sú mismunun eigi svo blíðlega að EES samningnum... já, þeir eru að segja það.  Held það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.12.2009 kl. 14:18

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ómar,

Þetta er sennileg rétt túlkað hjá þér annars hefðu þeir orðað þetta öðruvísi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 14:41

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það, sem kemur fram í þessu áliti er að það standist EES samningin að setja innistæðueigendur í forgang við úthlutun eigna úr þrotabúum bankanna til kröfuhafa. Í þessu liggur stærsta fjárhagslega áhætta íslenska ríkisins.

Þetta álit tekur hins vegar ekki á mismunun innistæðueigenda hjá Landsbankanum eftir því hvort þeir áttu innistæður í íslenskum eða erlendum útibúum bankans. Það er annað kæmumál í gangi hvað það varðar þar, sem Hollenskir sparifjáreigendur, sem áttu meira en 100.000 Evrur inni á reikningum sínu hafa kært íslenska ríkið og heimta að fá sínar innistæður greiddar út að fullu eins og innistæðueigendur í íslenskum útibúum fengi. Væntanlega kemur út álit hvað það varðar fljótlega.

Ef það álit verður okkur í óhag og við ekki búnir að klára Icesave samningin getum við átt það á hættu að Bretar og Hollendingar vilji láta okkur greiða þá sex til sjö hundruð milljarða, sem þeir hafa greitt til innistæðueiganda umfram þær lágmarkstryggingar, sem þeir eru nú að krefjast þess að við greiðum. Þeir hafa fallist á að greiða þá upphæð og fá upp í það um helming af söluverði eigna Landsbankans. Ef niðurstaða frá ESA um að við hefðum átt að greiða þetta allt kemur áður en skrifað er undir samningin þá gætu Bretar og Hollendingar ákveðið að láta það standa og krefja okkur um alla upphæð á reikningum Landsbankans í þeim löndum, sem var um tólf til þrettán hundruð milljarðar í stað þess að krefjast aðeins að við greiddum upp að 20.887 evrum eins og kveðið er á um í Icesaver samningnum.

Sigurður M Grétarsson, 8.12.2009 kl. 14:57

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sigurður,

Takk fyrir innlitið, mjög góður punktur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband