Lögfræðingar Díönu prinsessu í Icesave

Stjörnulögfræðingar Mishcon de Reya í London sem eru þekktastir sem skilnaðarlögfræðingar Díönu prinsessu þegar hún skildi við Karl Bretaprins hafa verið fengnir af ríkisstjórninni til að lesa yfir Icesave samninginn.

Þetta eru furðuleg vinnubrögð.  Tímasetningin er undarleg og valið á lögmönnum er allt í 2007 útrásarstíl, enda eru þetta með dýrustu lögmönnum Bretlands.

Hefði nú ekki verið skynsamlegar að fá lögmenn sem eru sérfræðingar í alþjóðasamningagerð strax í upphafi til að leiða samningaferlið?  Ætlaði íslenska ríkisstjórnin að láta samþykkja Icesave án þess að ráðfæra sig við breska lögmenn?

Ætli Dorrit hafi hvíslað nafni Mischon í eyra Össurar? Konunglegt ef rétt væri.

Icesave sirkusinn heldur áfram.  

diana_princess_of_wales.jpgicesave_203x150_940659.jpg


mbl.is Fundað fram eftir nóttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Magnússon

Mischon de Reya er nú þekkt fyrir ýmislegt fleira en að ráðleggja fína og fræga fólkinu. Þetta er virt stofa hér á Englandi, ekki síst hvað varðar fjárhagsleg deilumál. Það sem mestu skiptir í þessu máli er þó vafalaust það að stofan þekkir til málsins og þarf ekki að eyða dýrmætum tíma í að setja sig inn í grundvallaratriði þess. Í upphafi árs vann hún skýrslu fyrir utanríkisráðherra um Icesave og mögulegar lausnir þess — skýrslu sem aðallega varð fræg fyrir að vera stungið undan af ríkisstjórninni.

Andrés Magnússon, 8.12.2009 kl. 10:07

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Andrés,

Takk fyrir innlitið og link á skýrsluna sem ég hafði ekki séð.  Það sem er athyglisvert er þegar þeir segja:

Therefore we believe it is vital for the Icelandic Government to instruct us to produce a definite legal opinion on this issue ( DIRECTIVE 94/19/EC) by a leading barrister (QC).
... (it) could produce a useful a negotiating tool
.

Veistu hvort þetta var gert?  Fór Svavar með álit eins og þeir stinga upp á í samningagerðina?  

Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 10:33

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Andri, þessi lögfræðistofa er nefnd til sögunnar af stjórnarandstöðunni, vegna þess að skýrslu hennar var stungið ofan í skúffu hjá Össuri Skarphéðinssyni. Um þetta undanskot er búið að fjalla mikið, en þú hefur greinilega verið fjarri góðu gamni og misst af því.

 

Menn hafa verið að kasta á milli sín heitri kartöflu, en með ráðningunni er verið troða henni ofan í kok á Össuri.

 

Það er rétt hjá þér, að ríkisstjórnin ætlaði að samþykkja Icesave-samningana báða án mikillar umfjöllunar. Þeir Indriði telja sig hina mestu snillinga og ekki þurfa álit frá “mönnum út í bæ.”

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.12.2009 kl. 10:54

4 identicon

Grundvöllur þessa Icesave máls sem fjallar um innheimtukröfu erlendra innistæðueigenda á Landsbankann; innheimtumáls sem hvílir á lögfræðilegum forsendum og gerði það frá byrjun. 

Þú notar nú sem fyrr ýmiss orð s.s. furðulegt, sirkus í þessum Icesave hugleiðingum  þínum og sagan heldur áfram. 

Að mínu mati, nú sem fyrr er þessi pólítíska-málsmeðferð með öllu óviðunnandi og er og verður landi og þjóð til ævarandi-skammar. Þetta átti strax að fara í feril með aðstoð hlutlauss alþjóðlegs dómsstóls.  Þá væri þetta löngu að baki.

En, N.B. leikritið heldur áfram í boði 4-flokksins sem ætlar ekki að gefa sig, enda mikið í húfi að sleppa við þá erlendu, "óvægu" og hlutlausu greiningu sem dómstólaleiðin hefði haft í för með sér. Afleiðing þeirrar leiðar hefði m.a. verið að raunverulegir ábyrgðarmenn hefðu sjálfir þurft að axla sína ábyrgð (en ekki saklaus almenningur á Íslandi).

Ég tek ofan derhúfuna fyrir þér að nenna að fjalla um þessa síbylju áfram. Lít á það sem mikið þrekviriki 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 10:54

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hákon og Loftur,

Já það er ekki hægt að var alls staðar og það er meir en full vinna að fylgjast með þessu Icesave máli.  Því meir sem ég uppgötva um vinnubrögðin hér því meir verð ég agndofa.  Ætlar þetta klúður engan enda að taka? 

Ég geng út frá því að QC álit á  DIRECTIVE 94/19/EC  hafið ekki verið fengið og þar með hafi  Svavar farið vopnlítill í bardagann.  Nú þegar bardaganum er lokið á að fara að skaffa einhver vopn.  

Ég verð að fara að álikta að okkar stjórnmálamenn horfi of mikið á Boomerang sjónvarpsstöðina!

Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 11:06

6 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þessi þjóð er fórnarlamb yfirmáta slóðaskapar og já þessi Stjórn er amlóði sem inniheldur ekkert nema "gungur og dusilmenni" eins og einn þessara aðila leyfði sér að kalla þáverandi stjórnarliða. Maður á ekki til orð. Ekki að undra að margir lýti svo á að brottfararspjaldið sé komið í hendurnar á millistéttinni.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 8.12.2009 kl. 11:46

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ju jú, mikil ósköp.  Mischon de Reya kom aldeils til umrðu hérna í sumar og nokkrir voru við það missa sig í einn eða tvo daga.  Mischon de Reya segir að "við þurfum ekki að borga" sögðu sjallar sumir og voru æstir mjög. 

Fjármálaráðuneytið ga út smá yfirlýsingu varðandi þetta minnisblað:

http://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/frettatilkynningar/nr/12291

Hvorki fugl né fiskur en þeir benda á að rök breta séu "elegant"

Auk þess er eins og þeir átti sig ekkert á alvarleika málsins og stöðunni gagnvart ees samningnum - en það væri nú skrítin lögmannsstofa sem segði nei við verkefnum. 

En að fá hana núna - maður á ekki orð.  Þvílíkur fíflagangur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.12.2009 kl. 16:45

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Fréttatilkynning fjármálráðuneytis er eitthvert aumasta yfirklór sem sést hefur. Ekki nóg með að Össur var gripinn glóðvolgur með buxurnar niður um sig, heldur varð Icesave-stjórnin uppvís að halda leyndum upplýsingum sem styddu málstað Íslends. Ekki hefur heldur verið hampað greinargerð fjármálaráðuneytis frá í nóvember 2008. Um greinargerðina fjallaði ég í blogginu: ESB-tilskipun útilokar ESB-aðild Íslands ! frá 17.október 2009.

Í greinargerð fjármálaráðuneytis koma fram öll heldstu atriði sem verjendur Íslendskra hagsmuna hafa síðan verið að hamra á. Árni Mathiesen og hans menn unnu því þarft verk á þessum tímum efnahagslegra hamfara. Nýjir húsbændur í fjármálráðuneyti hafa ekki áhuga á öðru en sitja sem fastast í stólunum og aðstoða Sossana við að koma þjóðinni á framfæri hjá Þriðja ríkinu.

Lögmannsstofan Mischon de Reya skilaði Össuri Skarphéðinssyni greinargerð 29.marz 2009, sem Icesave-stjórnin ætlaði að glata, eins og öðrum gögnum sem tóku upp málstað Íslands. Eitt atriði sem sýnir vel undirgefni Icesave-flokkanna er, að við gerð Icesave-samningsins var ekki gerð sú krafa til Breta og Hollendinga að þeir leggðu fram lögfræðilega kröfugerð. Á þetta bentu lögfræðingar Mischon de Reya.

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 8.12.2009 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband