Vextir eiga bara eftir að hækka og hækka

Reiðilestur Ögmundar yfir vaxtastefnu Norræna fjárfestingarbankans endurspeglar vel íslensk viðhorf til lána og vaxta, og sýnir vel lítinn skilning á hvernig alþjóðlegir fjármálamarkaðir virka.

Eftirspurn eftir lánsfé á eftir að aukast til muna á næstu árum þegar Bandaríkjamenn, Bretar og Japanir þurfa að endurfjármagna sig.  Það þýðir að vextir munu hækka og bilið á milli þeirra sem hafa gott og lélegt lánstraust mun aukast.  

Bankar geta þá valið úr hverjum þeir lána. Það verður lítið um ný lán til Íslands - svarið verður, borgið fyrst gömlu lánin annars hafið þið ekkert svigrúm til að borga vexti af nýjum lánum.

Bankar eru ekki góðgerðastofnanir. 

 


mbl.is Ranglæti gagnvart Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þú heldur að heiminum sé stjórnað af viðskiptalögmálum, þá hefurðu ekki lesið mikla sagnfræði. Þú hefur ekki einu sinni fylgst með síðastliðin 5 ár.

Doddi D (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 23:58

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég hélt að NIB væri ígildi Byggðastofnunar og þar eiga að gilda fleiri lögmál en þau kapitalísku

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.12.2009 kl. 07:30

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

NIB er banki sem þarf að fjármagna sig.  Það þarf líka að gæta jafnræðis.  Það er ekki boðlegt að verkefni á hinum Norðurlöndunum séu látin niðurgreiða vexti hér á landi.

Hvers vegna tala Ögmundur ekki um okurvexti Íbúðarlánasjóðs.  Eiga þeir ekki með sömu rökum að vera langt undir markaðsvöxtum og þar með niðurgreiddir af skattgreiðendum af því að fólk er í greiðsluvandræðum?

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.12.2009 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband