B-lið AGS á Íslandi - taka 2

16 apríl skrifaði ég þessa færslu:

-------------------

Hið mikla fall og óstöðuleiki krónunnar samhliða auknum höftum er mikið áfall fyrir stefnu IMF og sýnir að mistök voru gerð við greiningu á efnahagsástandinu hér.

Ástæðan er einföld.  Enginn þekkti neitt til Íslands hjá IMF. Ég efast um að starfsmenn þeirra stofnunar viti hvar Ísland er á landakorti.  Nei, IMF greip til þeirra tækja sem þeir þekkja og hafa notað í öðrum löndum, eins konar "cut and paste" aðferð sem nú virðist vera að mistakast.

Það sem er enn verra er að ekkert heyrist frá IMF eða stjórnvölum um stefnubreytingu.  Haldið er áfram á sömu braut, höftin hert, vextir hafðir háir (en lækkaðir aðeins vegna kosninga), verðbólgan og atvinnuleysi látið aukast.

Efnahagsleg framtíð Íslands mun byggja á 3 undirstöðum:

  1. Höftum
  2. Eignatilfærslu frá sparifjáreigendum til skuldara
  3. Ríkisforsjá í atvinnumálum

Kannast ekki einhverjir við þetta frá fyrri tíð?

 


mbl.is Áætlun AGS „Excel-æfing“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Boðskapur ríkisstjórnar til fjölskyldna er hagræðing. Engar utanlands ferðir. Enga nýja bíla. Engar óþarfa  fjárfestingar. Áfram háir vextir. Samdráttur og aðhald. Aukið atvinnuleysi, fækkun starfsmanna. Engin hvatning til smára atvinnurekenda. Ríkisfyrirtækin í bönkunum munu halda uppi samkeppni við hina smáu sem enn hafa ekki fallið.

 

Ekkert bruðl. Bónus ræður verðlagningu og þróun fjölmiðla. Ólíkt höfumst við að segir Jón Hákon í Morgunblaðinu í dag. Brasilíu Lula og Steingrímur. Í dag lánar Brasilía AGS peninga en var áður styrkþegi.

 

 

 

Áfram verðlaus gjaldmiðill. 

Sigurrafn (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 23:18

2 identicon

Eins og þú er ég furðu lostinn við lestur frásagna þeirra almennu borgara sem funduðu með fulltrúum AGS. Vinnubrögð AGS (B-liðsins?) við greiningu á Íslandi virðast fúsk! Starfsmenn AGS hafa faglegan orðstí að verja, en þeir virðast engu um það skeyta, og kemur það spánskt fyrir sjónir.

En höfum hugfast að það erum við Íslendingar sem mestra hagsmuna höfum að gæta að hæsta standard sé upp haldið af AGS. Það tryggjum við aðallega á tvo vegu.

Fyrst verðum við að krefjast þess af AGS. Þú hefur réttilega furðað þig á að þótt skuldahlutfall landsins hækki hvert sinn sem AGS dregur fram reiknistokkinn og hátt yfir þau mörk almennt viðurkennd sem þolanleg fyrir hagkerfi, breytir það engu! Í flestum greinum væri þetta ekki bara rautt flagg á yfirvofandi kollsteypu heldur lurkur í hausinn og myndi leiða til umsvifalausrar endurskoðunar. En þetta kemst AGS upp með á Íslandi. 

Í öðru lagi setjum við háan standard á AGS með því að starfa þannig sjálfir. Ég er langþreyttur að telja upp vankantana á starfsháttum Seðlabankans og ríkisstjórna okkar, að ekki sé minnst á samningavanhæfni og kæruleysi við sýndum við Icesave. AGS, og reyndar allar þær þjóðir sem um þessi mál hafa þurft að fjalla, hafa komist upp á lagið að fara með Ísland, sem þann ómaga og aukvisa sem það hefur sýnt af sér.

Mitt fyrsta komment á Moggablogginu eftir hrunið var að Ísland væri nú komið óvænt í slag og að við harðsvíraða mótherja yrði að etja héðan úr. Afleiðingarnar af því að standa ekki upp fyrir sjálfan sig eru að þá gerir það enginn, þú vinnur þér óvirðingu og yfir þig verður vaðið gengdarlaust. Ég fullyrði að ráðamenn á Íslandi átta sig ennþá ekki á þessu eða öllu verra, láta það sig engu skipta.

Ég sé aðeins eina leið út úr þessari sjálfheldu og það er að ríkisstjórnin verði felld og stokkað verði upp. Ég vona að Ögmundur sé að fara í gegnum sömu analýsu undir sínum feldi þessa dagana og komist að þessari niðurstöðu.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband