ICESAVE UPPGJÖF - ESB SIGUR

Stjórnarandstaðan hefur gefist upp á að finna Icesave lausn og bendir á ESB sem þann aðila sem geti komið þessu í höfn.  Með þessu er stjórnarandstaðan óbeint að segja að ESB sé okkar bjargvættur.  Hefur Bjarna Ben snúist hugur um ESB aðild?  

Íslendingar komast ekki lönd eða strönd með eitt eða neitt.  AGS stýrir okkar efnahag og nú biðlar minnihlutinn á Alþingi til ESB um aðstoð í utanríkismálum. 

Er ekki ljóst að okkar tilraun til að reka hér sjálfstætt örríki er að renna út í sandinn?

 


mbl.is Krefjast þess að Icesave verði vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

"Er ekki ljóst að okkar tilraun til að reka hér sjálfstætt örríki er að renna út í sandinn?"

Þann 17. júní 1944 ábyrgðust Bandaríkjamenn sjálfstæði okkar og við þá hersetin þjóð af þeim.  Við erum síðan undir þeirra handarjaðri  til ársins 2004 eða í 60 ár. 

Eftir það urðum við einsömul hér norðurfrá. Það tók okkur síðan 4 ár að koma hér öllu í kaldakol.

Allur umheimurinn hefur lokað á okkur efnahagslega nema með milligöngu  ASG okkur til lífsviðurværis.

Það er alveg fullljóst að sjálfstæð getum við ekki  verið . Síðast vorum við sjálfstæð á Sturlungaöld-þá tók Noregur við okkur. 

Vonandi verður stutt í að ESB taki við okkur....

Við sjáum sjálfstæðisfáránleikan á Alþingi núna... Vonandi tekur þetta fljótt af.

Sævar Helgason, 4.12.2009 kl. 17:19

2 identicon

Það er einmitt svona aumingjaskapur og þrælseinkenni sævar, sem hefur komið þjóðinni verst fyrir. Hvert fór karlmennskan og baráttuviljinn í Íslendingum í góðærinu? Eru þið bara orðnir undirgefnir aumingjar?

Geir (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 17:40

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Andri Geir, nei svo sannarlega ekki.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.12.2009 kl. 18:15

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Geir,

Þú getur nefnt okkur "undirgefna aumingja" þegar þú skrifar undir fullu nafni. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.12.2009 kl. 19:37

5 Smámynd: Kama Sutra

"Hefur Bjarna Ben snúist hugur um ESB aðild?"

Vonandi.

Hann er kannski loksins farinn að átta sig á því sem sum okkar hinna höfum alltaf vitað - samvinna við aðrar þjóðir er vænlegri til árangurs á öllum sviðum.  Öfugt við einangrunarhyggju og útlendingafóbíu.

Kama Sutra, 4.12.2009 kl. 19:54

6 Smámynd: Gústaf Níelsson

Málflutningur af þessu tagi er ekki boðlegur Andri Geir. Það er enginn uppgjafartónn í stjórnarandstöðunni, þótt hún hafi áttað sig á því að það kunni að þjóna betur íslenskum hagsmunum að koma lausn Icesave-deilunnar á ESB grunn, fremur en tvíhliða deilu við Holland og Bretland, sem er aðeins leikur kattarins að músinni. Þetta útspil er nú með því skynsamlegasta sem ég hef séð í þessari deilu.

Gústaf Níelsson, 4.12.2009 kl. 22:03

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Gústaf,

Er þetta útspil Sjálfstæðismanna trúverðugt?  Þeir eru ekki hlynntir ESB aðild en vilja að bandalagið sem Bretar og Hollendingar eru aðilar að finni lausn á þessu eftir að hafa byrjað samningaferlið í sinni stjórnartíð.  Er þetta hlutlaus lausn?

ESB getur ekki gert neitt annað en að styðja sína meðlimi.  Hagsmunir ESB, Breta og Hollendinga liggja allir á einn veg.  Ekki einu sinni Noregur vill koma að þessu máli sem milligöngumaður.

Það er barnalegt og algjör tímasóun að koma fram með svona tillögu á elleftu stundu.  Þetta er eingöngu til heimabrúks.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.12.2009 kl. 22:26

8 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það skiptir engu máli hvort sjálfstæðismenn eru með eða á móti ESB aðild Íslands í þessu samhengi Andri Geir. Það er aftur á móti pólitískt klókt að koma deilunni af tvíhliða deiluplani og inn á vettvang Evrópusambandsins. Og breytir litlu þótt utanríkismálastjóri ESB sé yfirstéttarfrú úr Verkamannaflokknum. Regluverkið sem fjármálakerfið starfaði eftir var að minnsta kosti evrópskt. Mig eiginlega undrar að ekki skuli fyrr hafa verið leitað atbeina ESB við úrlausn deilumáls sem má alls ekki leysa eftir aðferðum frumskógarlögmálsins.

Gústaf Níelsson, 4.12.2009 kl. 23:13

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Gústaf,

Ég get verið sammála þér að þetta mál átti aldrei að vera í höndum Íslendinga einna saman.  Við áttum strax að fá þriðja aðila til að reka þetta mál fyrir okkar hönd, þar hefðu röskir bandarískir lögmenn með reynslu í alþjóðlegri samningagerð verið ákjósanlegir enda þeir einu sem Hollendingar og Bretar hefðu tekið alvarlega.

ESB mun ekki taka öðruvísi á þessu máli en Bretar og Hollendingar.  Það breytir engu.  Var ekki boðið upp á gerðardóm sem við höfnuðum? 

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.12.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband