Vandi bankanna er pólitískur umfram allt

Það er rétt hjá Steingrími að vandi bankanna er gríðarlegur þegar kemur að endurskipulagningu og endursölu eigna sem þeir hafa eignast eða ættu að eignast.  Þessi erfiði vandi er fyrst og fremst pólitískur þar sem hinn viðskiptalegi vandi er frekar auðveldur úrlausnar. 

Bankarnir og stjórnmálamennirnir eru komnir með þetta allt í hnút einfaldlega vegna þess að þeir fóru ekki eftir ráðleggingum erlendra aðila sem hafa reynslu af svona málum.  

Réttlæti er ekki tryggt með pólitísku samræmi fjórflokkanna.  Þetta er ekkert nema gamla grútskítuga íslenska tuggan sem fólki er sí og æ boðið upp á.

Nei, nú verðum við að fara að gera meiri kröfur til okkar allra og fara að haga okkur samkvæmt lágmarkskröfum sem gerðar eru á hinum Norðurlöndunum.


mbl.is Réttlæti tryggt með samræmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Réttlæti verður ekki tryggt á meðan fjármálaráðherrann þykist ekki sjá hvernig bankahyskið hagar sér gagnvart almenningi í landinu.

corvus corax, 27.11.2009 kl. 17:17

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Cósý Nostur hættir ekki bara af því að það er svo óréttlátt sem þeir eru að gera. Blóðsuga hættir ekki sínum störfum við ábendingar. Nei, þessar óværur eru hraktar burt með valdi, eldi, tréfleyg í gegnum hjartað og/eða hvítlauk.

Það er stóralvarlegt mál hvað íslenska þjóðin er illa haldin af lömunarveiki. Sennilega er hún orðin mjög blóðlítið og frekar föl í framan.

Axel Pétur Axelsson, 28.11.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband