Hvítþvottur Seðlabankastjóra í París

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, flutti í síðustu viku erindi í París um orsakir og afleiðingar fjármálakreppunnar á Íslandi, um viðbrögð við henni og endurbata. Erindið var flutt á málstofum sem kenndar eru við Adam Smith.  Svo segir á vef Seðlabankans í gær.  Þar er líka að finna gögn sem Már studdist við í sínu erindi og eru þau um margt athyglisverð.

Sérstaklega er athyglisverður kaflinn þar sem Már talar um orsakir bankahrunsins á Íslandi.  Þar kennir hann um alþjóðakreppunni og stærð bankanna miðað við hagkerfið og svo gölluðu EB regluverki sem hafi sérstaklega verið óhentugt litlum löndum sem standa fyrir utan EB (Liechtenstein virðist þó bara spjara sig vel en látum það liggja á milli hluta). 

Það sem vekur mesta athygli í þessu gögnum eru hlutir sem ekki er minnst á.  Ekki er eitt aukatekið orð um FME.  Þeir sem ekki þekkja vel til Íslands gætu dregið þá ályktun að hér sé ekkert fjármálaeftirlit.  Sama má segja um Seðlabankann og íslensk stjórnvöld.  Ekki er minnst á að þessir aðilar hafi átt neinn þátt í hruninu.  Allri skuldinni er skellt á bankana og útlendinga.  

Már dregur upp hvítt tjald.  Öðrum megin sitja hreinir stjórnmálamenn allra flokka, Seðlabankinn, FME og aðrar ríkisstofnanir en hinum megin standa bankarnir, fyrirtækin og almenningur í forinni sem er dælt frá útlöndum. 

Hvað ályktanir eiga útlendingar að draga af svona framkomu?  Eru Íslendingar svona hrokafullir eða vitlausir, nema hvorutveggja sé? 

Annað sem vekur athygli í þessu plaggi er að Már viðurkennir að vextir séu of háir fyrir innlenda hagkerfið og að um 78 m evra (14 ma kr) hafi verið eytt á síðustu 10 mánuðum til að styðja við krónuna frá genginu 165 í tæp 185 kr.!

Lengi getur vont versnað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er mikil sjálfsblekking og afneitun í gangi ef Seðlabankastjóri er að tala fyrir munni annarra í íslensku stjórnsýslunni og menn þar á bæ í alvöru trúa þessu.

Þá er vandi okkar Íslendinga mikill.

Þá sitjum við Íslendingar upp með óhæfa stjórnsýslum.

Þá náum við ekki að taka á neinum þeim vandamálum sem við eigum við að glíma og urðu þess valdandi að hrunið hér varð miklu dýpra og meira en í öðrum löndum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 17.11.2009 kl. 12:43

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er engin furða að við sitjum uppi með óhæfa stjórnsýslu þegar til hennar eru kallaðir meðhöfundar peningamálastefnunnar frá árum áður og svo fólk sem hefur afrekað það mest í lífinu að ganga í ákveðna stjórnmálaflokka.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.11.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband