Að gleðja Steingrím

Er furða að sænski fjármálaráðgjafinn Mats Josefsson sé búinn að gefast upp á Steingrími og íslensku stjórnkerfi.   Hann fer varla að koma hingað til lands til þess eins að "gleðja" Íslendinga.  Það eru nógu margir trúðir við Austurvöll og algjör óþarfi að eyða gjaldeyri í að flytja þá inn.

Hitt er alvarlegra, að hin mjög svo málefnalega gagnrýni frá Mats skuli ekki vera ofar í huga fjármálaráðherra.  Hann grípur til alveg sömu tækni og margir íslenskir stjórnmálamenn, nefnilega, að nota háð og spott og ráðast á persónuleika Mats en ekki hans tillögur.  Þetta finnst Íslendingum voða sniðug og fyndið. 

Það er virkilega sorglegt að maðurinn sem sagði að við ættum að fara að haga okkur meir eins og hin Norðurlöndin skuli svara á þennan hátt.   Þetta vekur einnig upp spurningar um hvaða stjórn fjármálaráðherra hefur á sínum ráðgjöfum?  

Nei, Icesave klúðrið, seinagangur við endurreisn bankakerfisins og mistökin að hafa ekki sett um eignarsýslufélag um fyrirtæki sem þurfa skuldaniðurfellingu tala sínu máli.  

 


mbl.is Samningur við Josefsson rennur út um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mats Joseffson þarf væntanlega á endurmenntun að halda að mati stjórnvalda!

TH (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 19:45

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það vill nú svo til að ég hlustaði á þessi orðaskipti og ekkert af því sem þú segir hefur við rök að styðjast. Birkir var að spyrja um hvað valdið hafi töfum á endurreisn sparisjóðanna og Steingrímur sagði að staða þeirra væri svo slæm að ekki væri víst að ríkisaðstoðin sem lofað hafði verið dygði. Hann var ekki að lasta Josefson á neinn hátt.  Ég hélt að þú værir málefnalegri í gagnrýni þinni Andri......

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.11.2009 kl. 23:24

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það vantar eitthvað inn í niðurlagið hjá þér. Þú bætir því inn?

Einar Guðjónsson, 17.11.2009 kl. 00:01

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Einar,

Ég hlustaði ekki á þetta heldur las þetta hér á mbl.is.  Maður þarf víst að fara að passa sig á mbl. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.11.2009 kl. 09:43

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Einar.

Það er þessi málsgrein sem ég var að skrifa um:

„Hann kemur nú sjaldnar hingað og gleður okkur með nærveru sinni en áður var, það er að segja hann hefur ráðist í fleiri stórverkefni, meðal annars á Balkanskaganum. Ég tel að það hafi verið mjög gagnlegt og mjög gott að hafa Mats Josefsson. Hann hefur veitt aðhald og hann hefur verið ákveðin svipa á lofti þótt ég skrifi ekki þar með undir allt sem hann hefur sagt. Hann er kappsfullur maður og tekur stundum stórt upp í sig,"

Ekki orð um að hans tillögur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.11.2009 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband