15.11.2009 | 17:01
Ekki dæma Jón Ásgeir úr leik
Framtak Guðmundar Franklíns og hans félaga er virðingarvert enda er eitt brýnasta verkefni á dagskrá hér á landi að koma helstu fyrirtækjum landsins í dreifða almenna eign og úr hendi útrásarvíkinga og þeirra leppa sem ganga undir nafninu "kjölfestufjárfestar". Þetta mun örva hlutabréfamarkaðinn og byggja grunn undir heilbrigt atvinnulíf.
En ekki dæma Jón Ásgeir úr leik. Hann heldur á ómótstæðilegu trompi sem líklegt er að Samfylkingin og Vinstri grænir falli fyrir og það er hans fjölmiðlaveldi. Sjálfstæðismenn og Framsókn hafa náð undir sig mogganum svo varla geta Jóhanna og Steingrímur tjáð sig þar ef þau ætla að ná til kjósenda. Þá er aðeins fjölmiðlaveldi Jóns Ásgeirs eftir og hann ræður hverja flokka hans fjölmiðlar styðja.
Bankaráð Kaupþings er pólitískt skipað svo þar eru ákvarðanir ekki aðeins teknar á viðskiptalegum forsendum og það veit Jón Ásgeir. Hann mun því miskunnarlaust nota sitt fjölmiðlaveldi til að halda yfirráðum yfir Högum og hann væri löngu búinn að missa þar tökin ef ekki kæmi til hans fjölmiðla.
Það má því segja að Jón Ásgeir hafi dottið í lukkupottinn þegar Davíð var settur í ritstjórnarstól moggans og yrði það ekki kaldhæðni örlaganna ef Davíð yrði til þess að Jón Ásgeir héldi Högum?
Mikill áhugi á Högum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðhringirnir og leppar þeirra vilja hafa almenning í skotgröfunum. Með þeim hætti geta þeir deilt og drottnað eins og þeim sýnist og þú bendir réttilega á.
Það er engin tilviljun að hr. Hrun var ráðinn til Moggans - svona rétt til að skerpa línurnar og skipta í fylkingar.
TH (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 17:20
Já það sárvantar góð fjölmiðlalög hér á land. Fjölmiðlar hafa það mikið vald.
Steinar (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 17:29
Andri, þú talar eins og það sé eitthvað "tromp" að Jón Ásgeir hafi þetta upp á Samfylkinguna. Sannleikurinn er sá að Jón Ásgeir er búinn að vera með Samfylkinguna í rassvasanum í mörg ár. Hver man ekki eftir Borgarnesræðunni? Hver man ekki eftir öllum varnarræðum Össurar, Ingibjargar og fleiri Samfylkingargosa þegar eitthvað var sótt að Jóni Ásgeir.
Þetta er bara gömul frétt sem allir vita að.
joi (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 17:34
Það verð ég að segja: þjóðin hefur ekki efni á öðru, en að halda vöku sinni, á þessum síðustu og verstu tímum. Mér finnst hugmyndin hjá Guðmundi franklín, varðandi kaup á Högum athyglisverð, en " allir góðir vættir" hjálpi oss, ef S-hópurinn sé bak við þetta. Ég hef skráð meg sem áhugasaman að kaupa bréf fyrir 10.000, þessvegna heimta ég - að Guðmundur Franklin upplýsi þjóðina um það, hvort S-hópurinn er "risinn" bak við þetta átak ?
Vestarr Lúðvíksson, 15.11.2009 kl. 18:20
Ég sá Guðmund Franklín í silfrinu í dag, þekkti ekkert til hanns, þannig að ég "goglaði" hann" Þar var margt fróðlegt að finna og ekki annað að sjá að hann hafi verið "óreiðumaður" á sínum tíma, meðal annars kemur eftirfarandi fram. "Árið 2001 var starfsleyfi verðbréfafyrirtækisins Burnham International á Íslandi afturkallað og í kjölfarið var fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta. Burnham hafði starfað um árabil undir nafninu Handsal. Rekstur Handsals
gekk illa síðustu árin og komst í þrot en nýir eigendur endurreistu fyrirtækið árið 1999 undir nýju nafni. Sá rekstur gekk engu betur og tapaðist m.a. stórfé vegna kaupa á hlutafé í bresku netfyrirtæki. Talsvert fé tapaðist í gjaldþrotinu
og fékkst ekkert greitt upp í almennar kröfur. Varð m.a. Lífeyrissjóður Austurlands fyrir miklu tjóni og neyddist til að skerða lífeyrisréttindisjóðsfélaga.
Austurlands fyrir miklu tjóni og neyddist til að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga."
http://www.ioes.hi.is/publications/rseries/R0701.pdf
Ég held að Guðmundur verði að gera upp fortíðina áður en að hann verður trúverðugur í íslensku viðskiptalífi.
jkr (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 18:35
Málið er einfalt, íslenskir stjórnmálaflokkar eru ekkert annað en skipulögð glæpasamtök sem hafa það eitt að markmiði að koma sér og sínum í allar valdastöður og sölsa undir sig eigur þjóðarinnar.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 18:38
Líklega þarf að fara að byggja skrifstofuhúsnæði i Grundarfirði þannig að þeir sem þurfa að þjónusta stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins geti verið sem næst sínum skjólstæðingum, sem væntanlega verða búsettir að Kvíabryggju, í svo sem eins og 6 - 9 ár frá og með árinu 2015 eða svo, þegar þeir sem ollu hruninu hafa fengið sinn dóm.
Það er eitthvað mikið að stjórnendum bankanna og landsins, ef þeim dettur í hug að afhenda stórskuldugum fjárglæframönnum stjórn bestu fyrirtækja landsins. Á þjóðin virkilega að fjármagna þessi fyrirtæki sem þeir hafa komið í þrot eina ferðina enn...?
Ómar Bjarki Smárason, 15.11.2009 kl. 19:00
Þetta er hárrétt ályktun - Veldi Jóns Ásgeirs væri falla ef Davíð og hans kónar hefðu ekki farið í þetta pólitíska áróðursstríð.
Þjóðin hefur ekki efni á því að Davíðsarmur Sjáflstæðisflokksins eignist alla miðlana en fyrir eiga þeir þá flesta.
Nú róa þeir öllum árum að því að ná fjölmiðlaveldi Baugs með trúðinn Guðmund Franklín í fararbroddi. Það má ekki gerast.
Ólafur Örn (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 19:13
Þakka góðar athugasemdir. Ég þekki ekkert til Guðmundar Franklíns en algjört skilyrði fyrir þessu framtakssemi hans og hans félaga er að þetta nýja fyrirtæki skipi sér sjálfstæða stjórnarhætti og að meirihluti stjórnarmanna séu óháðir helstu hluthöfum og hafi það eina verk að gæta hagsmuna almennings. Ef ekki, þá stenst þetta framtak ekki "the smell test" eins og Ameríkanar kalla það.
Síðan má bæta við að æskilegt er að allir hlutir séu á persónulegum kennitölum og að enginn fái að eiga meir en 5%.
Andri Geir Arinbjarnarson, 15.11.2009 kl. 19:15
Joi,
Rétt, en ég bjóst ekki við að JÁ næði Steingrími og VG á sitt band?
Andri Geir Arinbjarnarson, 15.11.2009 kl. 19:17
Takk fyrir ágæt skrif. En ég held að þú sért að láta ímyndunaraflið hlaupa með þig í gönur í þetta sinn.
Það er ekki til í dæminu að Jóhanna og Steingrímur séu að velta fyrir sér einhverjum sérstökum stuðningi fjölmiðla Jóns Ásgeirs.
Andrés Jónsson, 15.11.2009 kl. 19:31
Ég held að fólk sé enn og aftur að ofmeta vald fjölmiðla hérlendis. Hvað segir það okkur um vald Moggans að 11 þús manns sögðu upp áskriftinni þegar Davíð kom þar inn?
Og það að Skjárinn er í vandræðum með að verða sér út um áskrifendur með því að taka upp gjaldtöku?
Fólk er ekki að fara að gleypa við skyndilegri fréttaumfjöllun á Stöð 2 JÁJ í hag. Og ég held að fólkið sem að vinnur þar muni einfaldlega ekki taka við slíkum fyrirmælum. Landið er ekki eins og það var. Fólk trúir fæstu sem að það sér og les í fjölmiðlum. Fólk talar meira saman tekur meira mark á bloggum!
RÚV virðist vera eina ljósið í myrkrinu enda leggjast pólitíkusar áherslu á það að tortryggja þá fréttastofu.
Nei ég held að menn sjái og hafi alltaf séð vald fjölmiðla hérlendis í hyllingum, og ég held að þær hyllingar hafi vaxið eftir síðasta ár og atburði þess.
Geiri (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 19:31
Þetta er ekkert mál. Við, les: almenningur og almennirhluthafar, stofnun nýtt blað, blaðp sem kemur út 2- 4 x í viku... Sko ég man þegar Dagblaðið - frjáls óháð dagblað kom út, svei mér þá ef mér leið ekki svipað eftir Þjóðfundinn á laugardag og þann dag sem Dagbalðið kom fyrst út og ég gat selt helling af því. Fullt af góðu fólki sem væri til í að leggja slíku lið, skráið mig strax fyrir 1.000.000 krónum í hlutafé og ég skal einnig koma og vinna í auglýsingasölunni.
Jón Víkingur (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 19:35
Andri, VG og Steingrímur eru engin fyrirstaða fyrir Össur og Samfylkinguna. VG hafa samþykkt bókstaflega ALLT sem þau stóðu gegn fyrir kosningar, enda kalla þeir sem sátu á framboðslista með Steingrími fyrir síðustu kosningar hann "ómerking". Menn tala um í gríni að Samfylking noti VG til að fara út með ruslið og skúra salernið með tannburstunum sínum. Fólk hefði t.d. aldrei trúað því að VG hefðu ljáð máls á að ganga jafn langt í málum eins og Icesave og ESB aðild og raunin varð. Úr því hægt var að valta yfir VG í þeim málum, þá er hægt að láta þann flokk gera hvað sem er.
Samfylking getur notað miðla JAJ að vild, og á móti getur JAJ notað Samfylkingu að vild. Þetta er það sem spekingarnir kalla "win-win" staða. Báðir aðilar græða á svona samstarfi.
joi (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 19:42
Andrés,
Ég segi hins vegar, ekki vanmeta áhrif fjölmiðla og auglýsinga. Framsókn náði ansi langt á sínum tíma á auglýsingum. Það er hægt að styðja flokka á ýmsa vegu.
Auglýsingar, hól á réttu "flokkana" og hörð gagnrýni á hina síast inn, smátt og smátt.
Það er engin tilviljun að blaðakóngar í gegnum tíðina hafa haft ótrúleg völd í gegnum sín blöð og fjölmiðla. Saga Rupert Murdock´s er eitt dæmið af mörgum. Gordon Brown mundi selja ömmu sína ef hann fengi stuðning SUN blaðsins í Bretlandi. Það er ekkert sem bendir til að íslenskir stjórnmálamenn séu öðruvísi.
Fólk gleypir ekki allt, alveg rétt, en blöðin eru alltaf einu skrefi á undan.
Betra að hafa vaðið fyrir neðan sig og tortryggja allt.
Andri Geir Arinbjarnarson, 15.11.2009 kl. 19:54
Eitt nafnlausa gáfnaljósið er í kommenti sínu hérna að vitna í gamla ræðu, máli sínu til stuðnings. En því miður virðist viðkomandi ekki hafa lesið þessa ræðu. Þessvegna birti ég þann kafla úr umræddri ræðu, sem málið snýst um. Og þess vegna bið ég gáfnaljósið að lesa vel þennan ræðibút áður en hann bullar meira.
Hérna er kaflinn úr umræddri ræðu, nánar tiltekið úr Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar:
“Í efnahags- og atvinnumálum hljótum við líka að leiða til öndvegis leikreglur hins frjálslynda lýðræðis. Okkur kemur ekkert við hvað þeir heita sem stjórna fyrirtækjum landsins eða hvaða flokki þeir fylgja að málum. Gamlir peningar eru ekkert betri en nýir. Ef ketti er ætlað að veiða mýs þá má einu gilda hvort hann er svartur eða hvítur – svo lengi sem hann gegnir sínu hlutverki. Í atvinnu- og efnahagslífinu eru það umferðarreglurnar sem gilda og þær eiga að vera skynsamlegar og í þágu alls almennings. Stjórnmálamennirnir bera ábyrgð á leikreglunum en leikendur bera ábyrgð á því að fara eftir þeim. Það má leiða að því rök að afskiptasemi stjórnmálamanna af fyrirtækum landsins sé ein aðalmeinsemd íslensks efnahags- og atvinnulífs. Þannig má segja að það sé orðstír fyrirtækja jafnskaðlegt að lenda undir verndarvæng Davíðs Oddssonar eins og það er að verða að skotspæni hans. Ég vil þannig leyfa mér að halda því fram að það hafi skaðað faglega umfjöllun um Íslenska erfðagreiningu, bæði hérlendis og erlendis, að sú skoðun er útbreidd að fyrirtækið njóti sérstaks dálætis hjá forsætisráðherranum. Það vekur upp umræðu og tortryggni um að gagnagrunnur fyrirtækisins og ríkisábyrgðin byggist á málefnalegum og faglegum forsendum en ekki flokkspólitískum. Sama má segja um Baug, Norðurljós og Kaupþing. Byggist gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á þessum fyrirtækjum á málefnalegum og faglegum forsendum eða flokkspólitískum? Ertu í liði forsætisráðherrans eða ekki – þarna er efinn og hann verður ekki upprættur nema hinum pólitísku afskiptum linni og hinar almennu gegnsæju leikreglur lýðræðisins taki við. Þetta er verkefni Samfylkingarinnar. Samfylkingin á að vera óháð öllum helstu eignahópunum í samfélaginu, hún á að gæta almannahagsmuna, ekki sérhagsmuna.
Í fjármálum, fyrirtækjarekstri, fjölmiðlum og sveitarstjórnarmálum á Íslandi er ennþá spurt: Í hvaða liði ertu? Ertu í náðinni hjá stjórnarráðinu eða ekki? Þessu verður að linna, við verðum að losna við hina sjálfmiðuðu, stjórnlyndu valdsmenn. Við verðum að endurvekja traust almennings á stofnanir samfélagsins með nýjum leikreglum, nýju inntaki, nýrri ímynd. Þetta er hlutverk Samfylkingarinnar.“
Ég get ekki betur séð en að allt sem þar er skrifað sé satt og rétt.
Með kærri kveðju,
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 20:01
Auðvitað á Samfylkingin góða aðkomu að fjölmiðlum Jóns Ásgeirs, eru ekki ríkið og bankarnir ný búin að gefa honum fjölmiðlasamsteypuna alla með 4-5 milljarða afskriftum fyrir nokkrum mánuðum síðan? Ég veit ekki betur. Svo sendir hann í staðinn út "frítt" blað sem er kallað fréttablað þar sem skattborgarar greiða sjálfir í gegn um afskriftir fyrir að láta hann og Samfylkinguna segja sér það sem þeim dettur í hug á hverjum tíma. Er hægt að standa betur að áróðri?
Jón Pétur Líndal, 15.11.2009 kl. 20:02
Andrés Jónsson.
Ert þú Jóhanna Sigurðardóttir eða Steingrímur J. Sigfússon?
Það þekkja allir þokkalega gefnir að Jón Ásgeir á Samfylkinguna skuldlausa og á þeim bænum sitja menn og standa eins og hann skipar fyrir. Samfylkingin virðist eiga það mikið í Steingrími J. að hann er orðinn hundurinn þeirra í bandi. VG liðar fylgja flestir eins og vera ber.
Auðvitað hefur pistilhöfundur rétt fyrir sér með að Baugslygaveitan er það sem skiptir Samfylkingunni og VG öllu máli, enda er augljóst að frá málinu er löngu gengið og feðgarnir verða verðlaunaðir fyrir óreiðurekstur allra þeirra fyrirtækja sem þeir hafa komið að í gegnum tíðina, og sennilega lang flest komin á hausin. 1100 miljónirnar sem þessir rekstaróreiðumenn skulda lendir þjóðin í að borga.
Samfylkingin sér um sína.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 20:06
Hver skyldi standa á bak við Guðmund Franklín. hjodarhagur.is er vistað hjá Fjölnet á Sauðárkróki. Eigandi Fjöldnets er Tengill eingnarhaldsfélag ehf. sem rann saman við Kaupfélag Skagfirðinga sl. vor. Sjá úrskurði Samkeppniseftirlistnins 19/2009.
Getur verið að Ólafur í Samskip og Finnur Ingólfs standi á bak við þetta. Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem þessir menn væru að leika á lýðinn í landinu.
Pétur Friðriksson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 20:17
Ég held að menn ættu að finna einhvern annan en Guðmund Franklín til að innleiða gott siðferði í viðskiptalífið. Það þarf ekki annað en að slá nafnið hans inn í málaskrá Hæstaréttar til að finna langa slóð ljótra mála, sem hann hefur verið viðriðinn.
Dæmigert fyrir Egil Helgason að gera ríkisútvarpið að vettvangi fyrir svona gaur. Egill er sennilega einn valdamesti maður á Íslandi í krafti aðstöðu sinnar hjá Rúv og fellur svo á svona léttu prófi - hreinlega nennir ekki að skoða fortíð mannsins áður en hann kynnir hann fyrir þjóðinni sem einhvern frelsara.
Siggi (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 20:38
Þakka góðar athugasemdir. Ég fór á vefsíðu thjodarhagur.is og þar eru engar upplýsingar um hverjir standa á bak við þetta. Það er sorglegt að menn skuli ekki þora koma fram með allt upp á borði, sérstaklega þegar þeir nota nafnið "þjóðarhagur" . Hvað hafa menn að fela?
Andri Geir Arinbjarnarson, 15.11.2009 kl. 20:47
Svavar Bjarnason. Í Borgarnesræðunni tekur Ingibjörg Sólrún sérstaklega fram af þúsundum möguleikum, 3 fyrirtæki sem hafað spilað höfuðrullu í hruninu og eigendurnir og stjórnendurnir sennilega verst þokkuðu einstaklingar þjóðarinnar. Þessi 3 fyrirtæki af öllum og menn tengdum þeim eru einu fyrirtækin sem hún sá ástæðu til að fjalla um og "vernda" frá Dabba vonda. Sérkennileg tilviljun, - ekki satt?
Það þarf engan kjarnorkuvísindamann að skilja nákvæmlega hver tilgangurinn var, enda komu þessi sömu fyrirtæki oftar fyrir í ýmsustu vörnum hennar, Össurs og Jóhönnu Sigurðardóttur, ma. þegar ráðist var á ómerkilegasta hátt á rannsakendur í Baugsmálinu. Þá sá ma. Lögreglufélagið ástæðu til að birta opinberleg mótmæli við lágkúrunni. Einnig voru Baugsmálsfyrirspurnir fáránleikans á alþingi þar sem þetta lið fór einu sinni enn í fararbroddi.
Gott dæmi um nauðvörn ykkar í skrýmsladeild Samspillingarinnar er að Ingibjörg Sólrún sagði aldrei neitt í þá áttina á Borgarafundinum í Háskólabíói efnislega "að þið eruð ekki þess umkomin að tala fyrir hönd þjóðarinnar." Hún átti aldrei við neitt í þá áttina, segir skrýmsladeildin. Núna segir hún "hafi verið reið og þreytt þegar hún sagði þessi orð", og ekki neinn vafi hver meiningin var, hvað höfundinn varðar. En - skrýmsladeild Samspillingarinnar hlýtur að vita betur. Á næsta Borgarafundi tilkynnti vinkona hennar að henni hafi verið beinlínis hótað af ráðherra að segja sína meiningu um kerfið sem hún starfaði við, sem um leið hentaði ekki Ingibjörgu Sólrúnu og stjórnvöldum. Á meðan allt benti til þess að Guðlaugur Þór hafði verið sá seki ráðherra sem stundaði slíkar ótrúlegar hótanir, þá fór Samspillingin algerlega á límingunum og jós hann skít og skömm. 2 dögum síðar viðurkenndi Ingibjörg Sólrún að vera ráðherrann, og skyndilega snéru spunatrúðar og skrýmsladeild Samspillingarinnar málinu upp á "að hafa verið vingjarnleg ábending vinkonu til vinkonu", sem vinkonan tók sem dæmi um grófa íhlutun og þöggunartilburði. Nei... skrýmsladeildin vissi betur en vinkonan.
Gott er að benda á hverslags gríðaleg völd og ítök Jón Ásgeir hefur á Samspillinguna, að tæpu ári fyrir hrunið lét hann Björgvin G. Sigurðsson ráða hægri hönd sína Hjálmar Blöndal, inn í viðskipta og bankamálaráðuneytið sem sérstakan aðstoðarmann ráðherrans. Hægri hönd Jóns Ásgeirs fékk frí sem slíkur frá mafíuforingjanum og gerðist hægri hönd Björgvins G. Sigurðssonar. Hann var sennilega sá sem sótti ráðherrann á nærbrókinni um miðja nóttu á fund Jóns Ásgeirs sem hraunaði yfir hann með slíkum látum að fólki var ekki svefnsamt í nágrenni Baugsskrifstofunnar. Annað dæmi um náin tengs mafíuforingjans við Ingibjörgu Sólrúnu og Samspillinguna þegar hann lét lagatækninn sinn illræmda Gest Jónsson hringja í Ingibjörgu Sólrúnu í New York á skurðarborðinu til að reyna að þröngva sínum málum í gegn.
Þetta ætti að duga til að byrja með, og nenni ekki að fara fá einhverjar samsæriskenningar um að Jón Ásgeir mun vera Sjálfstæðismaður. Það getur vel verið, en flokkurinn hafnaði honum eins og Jóni "Bæjó" Ólafssyni fyrir löngu þegar þeir héldu sig getað keypt sér völd. Þegar það gekk ekki eftir, sögðust báðir ætla í staðin að fjárfesta í völdum og frama í Samspillingunni. Flóknara er málið ekki. Jón Ásgeir sagðist í seinasta drottningarviðtali kosið Samspillinguna að undanförnu. Skárra væri það ef hann myndi ekki treysti fjárfestingunni sinni fyrir atkvæðinu.
En afskaplega er nú gaman af þessu sprikli og þörf að endurskrifa sögun hjá spunatrúðum og skrýmsladeild Samspillingarinnar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 21:04
Takk fyrir góða pistla Andri Geir! Þú hefur örugglega nokkuð til þíns máls þarna. Annað sem ég hef verið að velta fyrir mér: Hvernig getur sami maðurinn fengið samtals ellefuhundruð-þúsund-milljónir (1100.000.000.000,-) krónur að láni hjá mismunandi bönkum til að kaupa búðir? Mér er alveg sama þótt hann kaupi margar búðir. Það hlýtur að vera eitthvað kerfi á bak við þetta. Er til dæmis mögulegt að gera þetta á kerfisbundinn hátt með því að borga alltaf svona 5% af hverju láni í þóknum undir borðið til þeirra sem koma þessu í kring hjá banaknum?
HF (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 21:14
Voðalega virðast menn hafa látið Hannes Hólmstein komast inn í hausinn á sér, það er vitað mál að þessi samtengin Jóns Ásgeirs og Samfykingarinnar er ekkert annað en smjörklýpa sem hefur virkað. Það er undarlegt hvað menn geta lagst lágt í þessari umræðu. Málið er að þið sem eruð elskendur Davíðs hafið ekki einu sinni fattað það að þið eruð allir í rassvasanum hjá honum og klíkuveldi Sjálfstæðisflokksins. Allur heimurinn sér þetta, en þið sem eruð næstir þessu, sjálfir íslendingarnir, sjáið þetta ekki. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gefið það út skriflega að vegna glæpsamlegrar einkavinavæðingar þá fór hér allt á ausinn. Að veita svona spilltu afli eins og Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn setur upp stóra spurningu, annað hvort skortir þá aðila algjörlega gagnrýna hugsun, eða þeir vilja veita óheiðarleika stuðning sinn.
Valsól (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 21:15
Varðandi Borgarnes ræðuna, þá sagði Ingibjörg að það þyrfti að setja þessum fyrirtækjum skýrar reglur til að fara eftir. Þess má geta að Sjálfstæðismenn hlógu þær tillögur út af borðinu. Þeir hefðu betur farið eftir þessu og hert hér eftirlit, en það er einmitt einn af stærstugöllunum og varð m.a. valdandi þáttur í þessu hruni.
Valsól (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 21:19
Orðræða GF í Silfrinu í dag var galsakennd. Sagði sömu hlutina þrisvar eða fjórum sinnum, absoloutely.
Sammála framansögðu; fyrrverandi verðbréfamógull á Wall Street, þarf að gera grein fyrir fortíð sinni, eigi hann möguleika á trúverðugri innkomu í íslenskt viðskiptalíf.
Tortryggnin mun ráða ríkjum næstu ár, enda ekki furða. Spennandi tímar í uppsiglingu fyrir þá sem eiga "gjaldeyrir". (sic)
Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.11.2009 kl. 21:26
HF,
Þú kemur inn á mikilvægan punkt sem er þóknun bankanna og hvert rann hún og inn á hvaða reikninga? Því vafasamari sem lánin eru því hærri er þóknunin. Þetta var eitt af því sem gerði svokölluð subprime lán í USA svo arðsöm fyrir þá sem seldu þau.
Svo er spurningin, voru þessar þóknanir borgaðar til bankans eða "eignarhaldsfélags" i skattaparadísum?
Andri Geir Arinbjarnarson, 15.11.2009 kl. 21:39
Lengi er von á einum. Núna stekkur einn "rétttrúaður" og vill endilega blanda Sjálfstæðisflokknum í þennan góða og sanna pistil síðuhaldara. Málið snýst um þekkta samvinnu og vinnubrögð Samfylkingarinnar og Jóns Ásgeirs & Có. Ef að hann missir Haga/1998 ehf. þá hrynja Baugsmiðlarnir sjálfvirkt með. Bæði fyrirbærin hafa verið rekið með bullandi tapi, og full ástæða og sjálfsagt fyrir rannsóknarnefnd þingsins að skoða þau mál vel, og tenginguna við Samfylkinguna allt frá stofnun þeirra. Skyldu vera miklar líkur á því?
Hver er tilbúin að svara hvers vegna Baugsfeðgar og stjórnendur Haga/1998 ehf. ættu að vera svona einstaklega frábærir til þess að halda áfram rekstri Haga, sem alla tíð hafa verið reknir með stórkostlegu tapi af þeim feðgum sem eru ma. skrifaðir fyrir 1100 miljarða króna skuldum? Hvar er meint snilld feðganna og Finns forstjóra við reksturinn, og er þetta bull í þeim ekki dæmigert fyrir allt annað sem hefur komið úr þeirri áttinni?
Er ekki einmitt kominn tími til að þessum einingum verði skipt upp, og sett lög um fákeppni og einokun, og tryggja að slíkt geti aldrei aftur gerst? Er það ekki eitthvað sem hugsjónanir og pólitík Samfylkingarinnar hefði örugglega haldið á lofti ef td. Baugsfeðgar tilheyrðu öðrum flokki en henni? Er Samfylkingin í raun jafnaðarmannaflokkur?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 21:52
Mig langa ekkert frekar en að ná þessu fyrirtæki úr klónum á Jón Ásgeiri.
En eins og kom fram hér á ofan þá stenst þessi "þjóðarhagur" ekki þef test. Guðmundur Franklín hef vonda viðskiptasögu.
Það var farið á stað með þetta sem 100 manna klíka en þegar þeir höfðu ekki nógu djúpa vasa á að draga almenning inn. Almenningur hefur því miður hörmulega reynslu af almennings hlutfélögum þar sem klíka fer með ráðandi hlut, FL Group, Baugur etc.
Það er því ljóst að "Þjóðarhagur" þarf að hysja verulega upp um sig buxurnar ef þeir ætla sér að vera trúverðugt almennings hlutafélag.
Reglur sem ég vildi sjá "Þjóðarhag" setja sér til að vernda litla hluthafa:
A) Stærsti hlutur 5%
B) Allir eignahlutar á persónulegum kennitölum ekki eignarhaldsfélög í Lúx...
C) Öll kaup eða sölur á eignum yfir x upphæð fari fyrir hóp sem minni hluthafar skipa. Notað til að stórir hluthafar séu ekki að hlunnfara félagið með eigin eignarhaldsfélögum.
D) Félagi bannað að kaupa hluti í sjálfum sér. Samanber dóm hæstaréttar.
E) Stórir hluthafar komi ekki beint rekstri félagsins
F) Stórir hluthafar hafi ekki krítarkort á félagið (Baugsmálið)
Ég skora á "Þjóðarhag" að birta reglur í þessum anda sem vernda litla hluthafa því ekki gerir Íslenska dómskerfið það.
Hjalti Atlason (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 22:12
Ég sendi fyrr í kvöld athugasemd á þessari bloggfærslu vegna einhvers sem kallar sig "Jóa".
Eina svarið sem ég fæ er frá Guðmundi 2 Gunnarssyni. Ekki reynir hann að hrekja neitt sem Ingibjörg skrifar í ræðu sinni en kemur með gamalkunna íhaldsfrasa.
Svona í framhaldi af þessu: Ertu sammála því að Björgólfsfeðgar séu að minnsta kosti jafn miklir krimmar og Baugsfeðgar? Samanber ICESAVE.
Afneitun íhaldsmanna í hruninu er stundum dálítið aumkunarverð. Þeir reyna að koma sökinni af sér yfir á Samfylkinguna sem þeir segja að sé stjórnað af Baugsveldinu
Baugsmenn studdu alla flokka fyrir kosningar en íhaldið mest, ef allt er talið. Samband Baugsmanna við Samfylkinguna er eingöngu til í þröngu hugarfylgsni íhaldsmanna. Baugsfeðgar voru flokksbundnir Sjálfstæðismenn á nesinu og tóku þátt í flokksstarfinu þar.
Þið getið aldrei hlaupið frá því að hrunið orsakaðist af gjörspilltri einkavinavæðingu íhalds og framsóknar á bönkunum, sem fór fram samkæmt gjörspilltri helmingaskiptareglu þessara flokka. "Efnahagsundrið" var þvílík loftbóla að þegar í lok ársins 2006 var hrunið óhjákvæmilegt, samkvæmt þeim sem rannsakað hafa málið.
Þú talar um "þekkta samvinnu Samfylkingar og Jóns Ásgeirs". Vinsamlegast útskýrðu þetta.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 22:30
Svavar. Svo skal böl bæta og benda á annað. Ég get ekki svarað fyrir íhaldið frekar en neinn flokk, af þeirri ástæðu að ég sé ekki mun á hvert stykkið í klósetinu er öðru merkilegra og nýti kjördag í allt annað en að gera greinarmun þar að lútandi. Þú rennir bara yfir önnur innlegg mín hér á síðunni þar sem ég tiltek sérstaklega dæmi varðandi hórskap Samfylkingunnar og Jón Ásgeir & Có., og fl. sem þú spyrð um.
Það er mikið meira en skiljanlegt að Sjallar og Framsóknarmenn nuddi Samfylkingunni upp úr Jóni Ásgeiri, á nákvæmlega sama hátt og Samfylkingin nuddar Sjöllum upp úr Björgólfunum og Framsóknarmenn sitja uppi með Kaupþingseinkavæðinguna. Fyrir næstu kosningar eiga önnur framboð eftir að nudda Samfylkingunni, Sjálfstæðis - og Framsóknarmönnum upp úr þessum tengslum þvers og kruss.
Auðvitað voru þetta skelfilegir gjörningar. En einu gleyma margir, að það var eini einkabankinn sem fór fyrst á hausinn Glitnir, sem hafði ekkert með spillingu einkavæðingarinnar að gera. Hvers vegna? Þar var Jón Ásgeir fremstur á meðal vondra. Það gleymist líka oft að ríkisbankarnir voru glórulausar hítir, með allt niðrum sig hvað spillingu og svínarí varðar. Einkavæddu bankarnir mokuðu inn fjármagni í samfélagið og veittu þúsundum mönnum störf. Allt fram á hrundag þóttu þeir frábærar stofnanir þessara hluta vegna. Það á örugglega margt eftir að koma í ljós hvað bankana varðar þegar rannsóknum verður lokið. En eitt er ég nokkuð viss um að enginn í einkavæðinganefndinni, eða Davíð og Halldór, eða þeir sem á hana höfðu áhrif hafi látið sig detta í hug um hverslags glæframenn voru um að ræða sem þeir seldu, og að bankarnir 3 hafi allir verið reknir af og í eigu nákvæmlega eins aðila, eins og um einn og þann sama gæti verið um að ræða. Þessi skipting bankanna fór eftir 4flokks skiptireglum, sem hafa alltaf verið við lýð. Ef Samfylkingingin hefði verið í stjórn hefði Jón Ásgeir eignast annan bankann. Stjórnarandstöðuflokkarnir fengu haltukjaftikaramellur eins og sendiherraembætti eftir 4flokks reglunum, og eru Svavar Gests og Jón Baldvin Hannibalsson ágæt dæmi um slíkt.
Nú veit ég ekki hverjir eru stærstu glæpamennirnir, en segist hugur þegar uppi er staðið, þá verði Björgólfarnir og Baugsfeðgar mjög hátt á lista. Varðandi ICESAVE, þá hafa Björgólfsfeðgar ekki verið sakaðir um nein lögbrot, af þeirri ástæðu að þeir brutu engin íslensk eða EES lög. Icesave ofbeldisreikningurinn er ÓLÖGVARINN, enda hefur enginn sýnt fram á neitt annað.
Endilega leggðu fram einhverjar heimildir þess að Baugur studdi Sjálfstæðisflokkinn mest allra flokka. FL - Group var ekki Baugsfélag þó svo að þeir hafi átt í því. Það kom skýrt fram að Jón Ásgeir sem stjórnarformaður vissi ekkert af því sem Hannes Smárason gerði eða fjárfesti í, og gat aldrei svarað fyrir eitt né neitt sem honum tengdist í fjármálum. Sjálfstæðisflokkurinn endurgreiddi "styrkinn", sem og Landsbankapeningana. Ekki er neitt sýnilegt sem FL hefur getað hagnast á "styrkveitingunum". En svona til gamans, að miðað við stærðir flokka á þeim tíma sem þeim var mútað, þá var eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn gat kinnroðalaust tekið á móti ca. tvöfaldri upphæð miðað við Samfylkinguna til að samanburðurinn getið talist réttur. Grunar mig að þegar rétt er reiknað þá fari að koma ýmislegt athyglisvert í ljós, og síðastir verða fremstir og öfugt. Merkilegt að Baugsmiðlarnir hafi ekki látið sér detta íhug að reikna "rétt".
Baugsfeðgar ætluðu sér mikinn í Sjálfstæðisflokknum, en áttu ekki erindi sem erfiði og skelltu hurðum þegar þeir fóru, lýsandi því yfir að þeir færu það að eins og Jón Ólafsson "Bæjó" sem sagðist hafa fjárfest í Samfylkingunni. Páll Vilhjálmsson bloggari, var formaður Samfylkingarinnar á Nesinu og sagði sig úr flokknum einmitt vegna þessara nýju umsvifa fjárfestanna. Jón Ásgeir segir í drottningarviðtali fyror stuttu að hann hafi kosið Samfylkinguna að undanförnu. Á maður að treysta orðum hans sjálfs, eða er hann að hefna sín á flokknum sem ehfur reynst honum svo vel en afneitar honum á erfiðasta tíma? Varla.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 23:34
Þjóðin á engan séns.
Enda bara innræktað drasl sem tilheyrir fortíðinni.
Farið hefur fé betra.
Steingrímur (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.