Áfall fyrir servíettuskatt Indriða H.

Orkuskattshugmynd Indriða var aldrei raunhæf eða hugsuð í gegn.  Í stað þess hefur hún skaðað tiltrú á fjármálaráðherra og valdið því að fjárfestar verða nú að taka hringlandahátt íslenskra stjórnvalda með í reikninginn þegar þeir líta til Íslands.

Fjármálaráðherra ætti hins vegar að reyna að styrkja sitt lið og ná sér í betri aðstoðarmenn.  Svavar og Indriði hafa ekki reynst eins traustir og úrræðagóðir og vonast var til.  Hér verður að stokka upp og bæta heimavinnuna.  Gera verður þá kröfu að embættismenn skili því sem er kallað á ensku "completed staff work".  


mbl.is Áform um orkuskatt endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andspilling

Svona kjánlega upphrópun eins og "Servíettuskattur" gera menn ómarktæka í umræðunni.

Andspilling, 28.10.2009 kl. 18:25

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Andspilling,

Hvernig væri að þú skrifaðir undir fullu nafni.  Kjánaleg upphrópun er betri en heigulsháttur!

Andri Geir Arinbjarnarson, 28.10.2009 kl. 18:57

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef útlendingar halda að þeir geti komið hingað og í krafti nokkurra dollara fengið afhent á silfurfati auðlindir þjóðarinnar þá finnst mér þessi servíettuskattur senda skýr skilaboð um að á Nýja Islandi verða hlutirnir ekki þannig. Hérna eiga allir að leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Líka erlendir auðhringar.  Er það ósanngjarnt?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.10.2009 kl. 20:20

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Eftirgjöf ríkisins á auðlinda- og orkuskatti er ekki til eftirbreytni. Auðvitað eiga þessi fyrirtæki að leggja sitt fram líkt og önnur fyrirtæki. Engin önnur fyrirtæki hafa komið jafnvel út úr kreppunni og þau. Þau hafa fengið gegnum árin mikil fríðindi umfram önnur og á tímum sem þessum á að afnema slíkt. Þeim ber að sýna jafnmikla samfélagslega ábyrgð og aðrir borgarar í þessu landi.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.10.2009 kl. 20:35

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Enginn er á móti sanngjarnri og vel útlistaðri skattlagningu, það er óvissan og hringlandahátturinn sem eru svo slæmt.

Það er barnaskapur að halda að erlend fyrirtæki komi hingað til að leggja eitthvað að mörkum í okkar hrunmistök, þau starfa til að skila hagnaði til sinna hluthafa, nokkuð sem margir Íslendingar misskilja og bankahrunið er táknrænt minnismerki um.

Andri Geir Arinbjarnarson, 28.10.2009 kl. 20:54

6 Smámynd: Andspilling

Óvissan og hringlandahátturinn koma frá lýðskrumurunum og upphrópurunum í stjórnarandstöðunni og ekki síst frá SA og ASÍ, ekki ríkisstjórninni.

Andspilling, 29.10.2009 kl. 01:28

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hver stjórnar landinu?

"Áform um orku- og auðlindaskatta verða endurskoðuð, segir fjármálaráðherra, en þau hafa verið harðlega gagnrýnd af Samtökum atvinnulífins og ASÍ. Í stað þeirra sé nú verið að ræða annarskonar tekjuöflun fyrir ríkissjóð."

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.10.2009 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband