28.10.2009 | 15:00
Ríkisendurskoðun: launakostnaður verður að lækka!
Nýjasta skýrsla Ríkisendurskoðunar er ekki falleg lesning og hlýtur að valda ríkisstjórninni og AGS miklum vonbrigðum. Þar skín í gegn að hinn vaxandi ríkishalli sem nú stefnir í 182 ma kr á þessu ári eða um 30 ma kr. meir en gert var ráð fyrir á fjárlögum verður ekki lagaður nema með launalækkun ríkisstarfsmanna.
Í skýrslunni segir t.d. um Landspítalann:
"Af hallarekstri ársins er tæplega helmingur vegna hærri launakostnaðar en gert var ráð fyrir í áætlun."
Um skattahækkanir fyrr á árinu er þetta að segja:
"Þær skattbreytingar sem gerðar voru um mitt ár virðast hins vegar ekki ætla að skila nema hluta þess tekjuauka sem stefnt var að"
Um niðurskurð á lífeyristryggingum segir hins vegar:
"Breytingunum var ætlað að skila 1,8 ma.kr. sparnaði á árinu. Þessar áætlanir virðast hafa gengið eftir enda er í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2010 gert ráð fyrir að fjárveiting til liðarins verði lækkuð um 6 ma.kr."
Það er alveg ljóst að ríkishallinn verður ekki brúaður með skattahækkunum og niðurskurði hjá gamla fólkinu einum saman.
Eina ráðið er 5-8% launalækkun hjá ríkisstarfsmönnum sem færði hallann niður um 30 ma.
Fjármálastjórnun ríkisins er að komast á sömu villigötur og fjármálastjórnun margra einkafyrirtækja á Íslandi. Við vitum öll hvernig þá fer.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og svo eru menn að hneykslast á þeim sem ekki vilja lána okkur peninga nema með ströngum skilyrðum. Það er engin pólitísk stefnumörkun og ekkert hugrekki til að gera það sem gera þarf. Endalaus undanlátssemi við klíkuhópana og hagsmunaöflin. Segja má að ríkisstjórnin hafi í upphafi pakkað í vörn og bíði bara eftir að þjóðin flauti leikinn af
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.10.2009 kl. 16:08
Jahá.
Talnagrindin hjá Nágrími hefur ekki virkað...
Það er alltaf eins þegar að vinstra-pakk kemst að. Það á að leysa allt með hækkun skatta og er þá alltaf reiknað með línulegu skilum, þ.e.a.s. hærri skattar skili meiru í "vasann".
Hugsa þeir ekkert? Skattsvik íslendinga aukast..... og það þýðir akkurat ekki rassgat að aulýsa eftir samvisku skattsvikara!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 16:12
Það er nú þegar búið að lækka laun um 5-10 % . Það er komið að því að setja fólk í 90 % vinnu í staðinn.
Guðrún Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 16:18
"Af hallarekstri ársins er tæplega helmingur vegna hærri launakostnaðar en gert var ráð fyrir í áætlun."
Við þurfum að drífa upp nýjan spítala sem bætir starfsaðstöðu starfsfólks og sjúklinga. Það dregur úr fjarvistum starfsfólks, bæði vegna minni raunverulegra veikinda starfsfólks og vegna þess að rannsóknir sína viða um heim að stóri hluti skammtímaveikinda eru ekki raunveruleg veikinda þótt stundum geti það hreinlega verið þreyta. Það að allir/fleiri séu mættir dregur úr álagi á starfsfólk sem aftur dregur frekar úr fjarvistum og streytu og svo koll af kolli.
Allt þetta dregur úr þörf fyrir yfirvinnu og jafnvel þörf fyrir sama fjölda starfsfólks sem hvort tveggja lækkar launakostnað.
Það að segja bara upp fólki og láta þá sem eftir eru vinna meiri yfirvinnu sparar engan pening því sjúklingunum sem koma inn um dyrnar fækkar ekkert.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 28.10.2009 kl. 16:44
Sigurður og Guðrún,
Nýr spítali verður ekki galdraður upp úr engu á einu augabragði. Það er ekki raunhæft. Niðurskurður verður að koma strax og án þess að bæta meira álagi á þá sem þegar standa í eldlínunni. Það verður ekki gert með því að færa fólk niður í 90% vinnu og uppsagnir í heilbrigðisgeiranum á starfsmönnum sem sinna sjúklingum er ekki raunhæf. Þar verður að lækka laun allra. Uppsagnir verða ekki umflúnar en þær eiga fyrst og fremst að lenda á skrifstofufólki og stjórnendum.
Eina ráðið til að halda uppi sómasamlegri heilbrigðisþjónustu og ráða við ríkishallann er að lækka launin. Það eru engar töfralausnir til hér. Þetta er einfaldlega raunveruleikinn.
Andri Geir Arinbjarnarson, 28.10.2009 kl. 17:12
Andri,
Mikið rétt. Veistu hvert hlutfallið er milli launakostnaðar umönnunarstéttanna (hjúkrunarfólk, læknar og aðrir í beinum samskiptum við sjúklinginn) og hins vegar skrifstofufólks og stjórnenda á LSH? Ég veit það ekki en myndi halda að hlutfallið væri ekkert sérstaklega hátt þar sem viðkomandi stjórnendur og skrifstofufólk vinna yfirleitt ekki vaktavinnu að sama marki og umönnunarstéttirnar.
Efnahagslegur ávinningur af byggingu spítalans í núverandi árferði er ekk bundinn við lok framkvæmdarinnar þegar verkið verður afhent heldur ekki síður afleidd áhrif þessarar "stóriðjuframkvæmdar á heilbrigðissviði" sem bygging slíks mannvirkis er á meðan á verkinu stendur. Arðurinn byrjar því strax um fyrstu mánaðarmótin að koma til baka í formi tekju- og virðisaukaskatta af byggingunni. Slíkt verkefni veitir arkitektum, verkfræðistofum, verkafólki í byggingariðnaði, iðnaðarmönnum, flutningageiranum og fleiri aðilum veruleg verkefni nú þegar stór hluti þessara tilteknu starfstétta er á atvinnuleysisskrá og við greiðum þeim laun hvort eð er án þess að fá verðmæti til baka.
Ég er auðvitað ekki með tölurnar fyrir framan mig og það getur vel verið að það þurfi líka að koma til launalækkanir en einhversstaðar liggur skurðpunkturinn milli margföldunaráhrifa þess fjármagns sem við setjum í verkið annars vegar og þess nettósparnaðar sem nást þarf hins vegar. Þetta hlýtur að þurfa að skoðast í samhengi en ekki bara skoða bókhald spítalans eitt og sér. Þá erum við ekki að skoða heildarmyndina, afkomu ríkissjóðs, þ.m.t. sjóðstreymi inn og út, sem er jú það sem skiptir máli þegar öllu er á botnin hvolft.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 28.10.2009 kl. 18:18
Já, það tók AGS ekki langan tíma að "hamra" á vonbrigðum sínum vegna ríkishallans. RÚV segir:
Þurfum jafnvægi í ríkisfjármálum
Andri Geir Arinbjarnarson, 28.10.2009 kl. 19:56
"Það er alveg ljóst að ríkishallinn verður ekki brúaður með skattahækkunum og niðurskurði hjá gamla fólkinu einum saman. "
Er ekki verið að seilast í ævisparnað gamla fólksins um bankana með neikvæðum vöxtum ? Fyrst að skera niður lífeyrinn og síðan að hirða ævisparnaðinn.
Einhverju bjargar það...en ekki er það stórmannleg aðgerð.
Mér leist vel á þessa tillögu sem kom fram á þingi Norðurlandaráðs- að sameina öll Norðurlöndin undir einn hatt ( eða kórónu)
Sjálfstæð þjóð geta Íslendingar ekki verið - það sýnist liggja alveg ljóst fyrir.
Kaninn hélt okkur á mottunni meðan hann var eða í > 60 ár.. síðan hrun.
Takk fyrir góðan pistil, að venju, Andri Geir.
Sævar Helgason, 28.10.2009 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.