Skuldir kynda undir verðbólgu

Hin afleita skuldastaða fyrirtækja kyndir undir verðbólgu hér á landi og mun viðhalda henni um langa framtíð.  Fólkið í landinu þarf ekki aðeins að borga eigin skuldir og skuldir ríkisins með hækkandi sköttum, það þarf einnig að borga skuldir einkafyrirtækja sem velta þessu yfir á almenning í formi síhækkandi verðlags. 

Útsjónarsöm fyrirtæki hækka verð sitt í hverjum mánuði um 1% sem oft fer framhjá fólki en safnast þegar saman kemur.

Einokunarflugfélög sem starfa í skjóli ríkisins eru í sérflokki.  Þau geta hækkað verð sitt í hverjum mánuði ekki í krónum heldur í evrum og dollurum og taka síhækkandi hluta úr pyngju ferðamanna sem koma hingað. 

Ég leit á vef Icelandair og ef 4 manna fjölskylda ætlar að koma til Íslands yfir jól og áramót kostar það hana 12,600 DKK eða 315,000 kr.  4 manna fjölskylda á Íslandi sem ætlar út til Kaupmannahafnar og heim á sömu dögum þarf hins vegar aðeins að borga 193,500 kr eða 7,700 DKK.  Hér munar yfir 60%!

Er von að almenningur botni hvorki upp né niður í verðlagi á Íslandi!

 


mbl.is Tólf mánaða verðbólga tæp 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það er rétt, að einhver ábyrgð er hjá þeim sem stjórnuðu hér fyrr á árum.

Hitt er jafnsatt, að norrænir ,,frændur" okkar hafa gersamlega brugðist vonum þeirra sem vonuðu á þá.  Þar er ég ekki í hópi.

Vissulega er það ámælisvert, að setja þjóð sína undir samninga sem ekki var unnt að standa við.  EES samningurinn um svonefnt ,,fjórfrelsi" er dæmi um slíkt.  Smáþjóð getur ekki staðið í slíku sem þar er sett fram um ,,frelsi" fjármagns, fólks, fyrirtækja og hugmynda.

Svisslendingar skildu það og eftir að hafa sagt sig frá EES samningnum og hafið einhverskonar ,,aðildaviðræður" við ESB hættu þeir eða settu í salt en fengu prýðisgóðan Tvíhliða samning.  Forystumenn þeirra telja Sviss EKKI geta gengist undir ,,fjórfrelsið" og eftir því sem vinur minn segir me´r, hafi það nú SANNAST á okkur. 

Það sem fór einna verst í Svissarana, var að óheft frelsi yrði að stofna eða flytja fyrirtæki til landsins, að ógleymdum rótgróinni tortryggni þeirra á ,,erlendu vinnuafli".

Kærumálin sem útrásarvíkingarnir og félög þeirra beittu á allt sem þeir vildu úr vegi, er bara grein af því, að stjórnvöld brugðust í að bregðast við og þrengja verulega leyfin sem þarna voru og eru fyrir hendi.

Íbúðalánasjóður féll næstum í hendur braskara Kaupþings og hinna bankana.  Ef það hefði gengið eftir, þá væru öll íbúðalán að falla undir erlenda VOGUNARSJÓÐI og ég veit að þér er kunnugt um hverjir þar fara með völd og hvað þeim er heilagt og hvernig þeir ganga erinda þess herra.

Mibbó.

Bjarni Kjartansson, 28.10.2009 kl. 10:23

2 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Það er nú nokkuð undarlegt ef Icelandair er farið að láta erlenda ferðamenn borga meira en mörlandan. Þegar ég bjó ó Noregi fyrir ríflega 10 áum, var hægt að komast með þessu fróma flugfélagi frá Noregi til USA fram og til baka með allt að þriggja sólahringa stoppi á Íslandi fyrir minna verð en það  kostaði að fljúga Ísland, Noregur, Ísland.

Brynjar Hólm Bjarnason, 28.10.2009 kl. 12:21

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Þetta er auðvitað hárrétt hjá þér, sem endranær!

Góður vinur minn rekur fyrirtæki í matvöruiðnaði og hann sagði mér að fyrirtækið væri í miklum erfiðleikum núna að vextirnir væru það sem alla væri að drepa. Hann sagðist hafa eytt meira í vexti á þessu ári en í laun!

Hvar á byggðu bóli þekkist slíkur fjármagnskostnaður?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 28.10.2009 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband