Hvað varð um Símapeningana?

Þegar Síminn var seldur átti að nota peningana til að byggja upp nýtt sjúkrahús.  Svo kom í ljós að Bakkabræður höfðu tekið kaupverðið að láni hjá Kaupþingi.  Svo fellur Kaupþing og ríkið þarf að hreinsa upp skítinn.  Var þetta lán afskrifað?

Fékk Exista Símann gefins? Þurfa landsmenn að borga tvisvar fyrir sjúkrahúsið, fyrst með því að gefa Símann til einkaaðila og svo með því að láta ríkið seilast ofaní lífeyrissjóðina?

Er ekki kominn tími til að skattgreiðendum sé gerð grein fyrir hvað varð um Símann?

 


mbl.is Leggja drög að yfirlýsingu um nýtt sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Góð spuring.  Kannski eigum við símann aftur.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2009 kl. 08:04

2 identicon

Þetta er góð vangavelting. En samt ekki rétt því að Stím á Símann og lánið er víst í skilum og var víst endurfjármagnað nú fyrir 1 eða 2 vikum.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 08:27

3 identicon

Hér eru lög sem sett voru um það fé sem fékkst við sölu Símanns:

http://www.althingi.is/lagas/134/2005133.html 

og hér eru lög um afnám þessara sömu laga, sjá gr. 13:

http://www.fle.is/fle/upload/files/efni_fra_rsk/0451-log_um_radstafanir_i_rikisfjarmalum.pdf 

En það er svo alveg rétta að það margt skrýtið í þessu símamáli öllu saman.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 08:28

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Magnús,

Takk fyrir upplýsingarnar, þar segir:

VIII. KAFLI
Brottfall laga um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., nr. 133/2005, með síðari breytingum. 13. gr.
Lög um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf., nr. 133/2005, með síðari breytingum, eru felld úr gildi.

En hvað varð um peningana?   Var mikil umræða um þetta á þessum tíma, ég man ekki eftir því?

Andri Geir Arinbjarnarson, 27.10.2009 kl. 09:17

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góð spurning. Það er vélað og vílað um alla þessa peninga. Þurfum við ekki að taka bara síman aftur?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 27.10.2009 kl. 09:31

6 identicon

Lengi hefur í mér blundað sú löngun að taka taka nokkra ónefnda stjórnmálamenn og setja þá í gapastokk og hýða þá berrassaða á Austurvelli.. skilja þá svo eftir í nefndum stokk og leyfa þeim aðeins að svitna..

Hef líka velt því fyrir mér eftir hve mörgum lögum ég yrði dæmdur.. hehe

Nú eru nokkrir peningaplokkarar komnir á þennann sama lista :P

Það er í raun ekkert sem við getum gert.. allir eru þessir menn að klóra hver öðrum á bakinu, ekki hafa þeir mikið vit á stjórnmálum.. og í staðinn fyrir að gera sitt besta.. þá rembast þeir við að fela hvað þeir vita lítið með allskonar orðgjálfri og stela af okkur peningum með hjálp vina sinn

Og alltaf virðumst við gleyma því öllu jafnóðum!!!

Ingi (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 09:48

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Talandi um þetta vandræða Hátæknisjúkrahús, þá væri gaman að vita hver kostnaðurinn er orðinn nú þegar og hve margir stjórnmálamenn og  eða fjölskyldur þeirra og vinir hafa haft atvinnu af þessari "undirbúningsvinnu" öll þessi ár. Að sá kostnaður hlaupi á milljörðum kæmi ekki á óvart og það sorglega er að allar ákvarðanir varðandi staðarval og hönnun orka tvímælis svo ekki sé meira sagt

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.10.2009 kl. 10:14

8 identicon

listi yfir það sem hefði getað orðið ef ekki hefði verið byggt á sandi:

8,0 milljarðar Sundabraut

1,6 milljarðar Breikkun Reykjanesbrautar

0,6 milljarðar Gerð gatnamót við Nesveg

0,8 milljarðar Tröllatungavegur

1.5 milljarðar Norðausturvegur úr Öxarfirði að hringvegi á Vopnarfjarðarheiði

0,3 milljarðar Bræðratunguvegur um Hvítá

18 milljarðar Hátæknisjúkrahús

3 milljarðar Varðskip/flugvél Landhelgisgæslunnar

2,5 milljarðar Efling nýsköpunar í íslensku atvinnulífi

2,5 milljarðar Fjarskiptasjóður

1 milljarðar Búsetuúrræði fyrir Geðfatlaða

1 milljarðar Nýbygging fyrir Stofnun Íslenskra Fræða HÍ

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 10:14

9 identicon

Sum af þessum verkefnum voru kláruð eða allavega hafin, eins og breikkun Reykjanesbrautar, Tröllatunguvegur, Norðausturvegur, varðskip og flugvél fyrir LHG og fjarskiptasjóður.

Það er sérstakt að heyra af því fyrst núna að lög hafi verið sett í desember 2008 um að hætta við úthlutun Símapeninganna. Um þetta var sama og engin umræða.

Bjarki (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 10:23

10 identicon

Sjálfstæðismenn gáfu vinum sínum símann og einn úr hópi Eimreiðarinnar fékk feitt djobb í kaupbæti. Það að Sjálfstæðisflokkurinn skuli njóta stuðnings 44.000 Íslendinga er alveg hreint með ólíkindum. Hvað er fólk að hugsa og hvernig réttlætir það þennan stuðning?

Valsól (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 10:51

11 identicon

Þetta er ein sú spurning sem ég hef hugsað um síðan hrunið var.

Hvar eru símapeningarnir?

Var þeim stolið eins og öllu öðru?

Mér finnst að blaðamenn ættu að finna svarið við þessari spurningu ekki síðar en í gær.

Og önnur spurning, hversvegna Hátækni sjúkrahús?

Erum við ekki nógum erfiðleikum með sjúkrastofnanir sem eru fyrir?

Allavega sýnist mér að það séu litlir eða engir peningar til þess:

Og annað ef eitthvað er til sem heitir Hátækni-Sjúkra hús?

Hvað kallast núverandi sjúkra hús?

Spyr sá sem ekki veit?

Stína (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 10:55

12 identicon

Furðulegt hvað Íslenskir blaðamenn hafa mikið langlundargeð,   þeir eru gagnrýndir daginn út og daginn inn, en gera samt ekkert til að verja sig eða hýfa sig upp á hærra plan.

 Hefði maður nú haldið að algjört lágmark væri að kanna hvað hefði orðið um þessa peninga og lánið.

tverhaus (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 11:18

13 identicon

Við höfum ekki efni á að reka núverandi heilbrigðiskerfi.
Við ætlum samt að fjárfesta í nýrri hátæknisteypu.

Lágreist undir flugbrautarenda fjarri miðju höfuðborgarsvæðisins.
Umferðartæknilega og skipulagslega þvert á heilbrigða skynsemi.
Hátæknin á víst meðal annars að felast í einkasalernum sjúklinga.

Þegar spurt er um hvað verði um sjúkrahúsið í Fossvogi yppta menn öxlum.
Það má ekki ekki tala upphátt um raunverulegu gulrótina í þessu máli.
Auðvitað verður spítalinn í Fossvoginum nýttur undir einkarekið sjúkrahús.

Þetta er draumurinn um tvískipt heilbrigðiskerfi.
Jón og Gunna fara á fjársveltan "hátæknispítala" við Hringbraut.
Þeir sem hafa efni á að borga nokkrar aukakrónur losna við biðlistana og fara á einkarekna sjúkrahúsið í Fossvoginum.

Jón Guðmundsson

Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 12:34

14 identicon

Ríkið fékk 67milljarða fyrir Símann þegar hann var seldur.  Það er allt greitt þó að kaupandi hafi að einhverju leiti fengið lán fyrir kaupverðinu.

Það kemur fram í ríkisreikningum fyrir árið 2005 að söluandvirði Símans hafi verið að hluta notað til niðurgreiðslu skulda ásamt því að 30 milljarðar hafi verið lagðir í Seðlabanka Íslands með sérstökum lánasamningi.  Þessa peninga átti að nota til framkvæmda síðar.

Einnig voru kaupendur fleiri en Exista, nokkrir lífeyrissjóðir voru í kaupendahópnum.

Blaðamaður (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 12:36

15 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Vil benda á að stærstu lántakendur (útgefendur skuldabréfa) lífeyrissjóðs Verslunarmanna voru eftirfarandi:

1. Skipti (Síminn)

2. Bakkavör

3. Landsvirkjun

4. Exista

Það er því ljóst að Bakkavararbræður höfðu óheftan aðgang í eftirlaunasjóð Verslunarmanna.

Lífeyrissjóður Verslunarmanna neytar að gefa upp hversu háar upphæðir voru lánaðar til þessa aðila en röðin á þeim er rétt.

Hvað er verið að fela?

Fjármögnuðu sjóðsfélagar öll ósköpin sem átti að staðgreiða?

Hver er skuldastaða Skipta (Símans)  í dag?

Hvert er markaðsvirði Sipta?

Blaðamaður!

Það er rétt að lífeyrissjóðir áttu í þesu líka en skiptu svo á bréfum Skipta fyrir bréf í Exista þegar ekki náðist að selja (samkv.reglum við sölu símans) bréfin á yfirverði.

Þetta gerðist í ´Júní 2008.  

Ragnar Þór Ingólfsson, 27.10.2009 kl. 13:18

16 identicon

Lánin sem tekin voru af Bakkabræðrum hjá Kaupþingi og víðar lentu í höndum fjármálaráðuneytisins sem sá um söluna fyrir hönd þjóðarinnar. 

Símapeningarnir fóru m.a. í Héðinsfjarðargöng (sem eru kapítuli út af fyrir sig) og líka í uppbyggingu dreifikerfis fyrir síma og net. 

Víst er að við fengum greitt fyrir Símann og væri óskandi að þjóðin gæti eignast hann aftur með því að taka hann upp í allar skuldirnar sem fallið hafa á okkur.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 17:29

17 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þakka góðar athugasemdir.  Það er ljóst að stjórnendur lífeyrissjóðanna þurfa sterk bein.  Þar lágu hinir einu raunverulegu peningar sem landsmenn áttu, enn er nokkuð eftir þó óprúttnir útrásarvíkingar hafi sóað miklu í vitleysu og einkaþotur.  Nú á enn að ráðast á lífeyrissjóðina.  Það verður ekki mikið eftir í þeim sjóðum þegar ríkið er búið að fá sitt.

Enn ein staðfesting þess að þeir sem spara hér á landi borga alltaf fyrir bruðlið og vitleysuna og þurfa alltaf að þrífa upp eftir skussana. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 27.10.2009 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband