Hárfínir útúrsnúningar í klassískum stíl

Það verður ekki annað sagt að yfirlýsing lögmanns Kristins ehf. sé í klassískum stíl. 

Er hann að gefa í skyn að þáttur félagsins sé eðlilegur en annað gildi um þá einstaklinga sem þar komu að?

Það sem er þó athyglisverðast við þetta eru dagsetningarnar og sölutrygging Glitnis á þessum bréfum.

Það getur varla talist tilviljun að þessi bréf komast á söludag degi áður en bankinn lokar?

Stjórn bankans hefur líklega haft svolítið um það að segja hvenær var leitað til Seðlabankastjóra um hjálp.  Var það dregið svo hægt væri að losa um þessi bréf? Eða varð töf annars staðar?

Hvaða tryggingar lágu á bak við þessa sölu?  Hver keypti bréfin sem voru seld þarna á síðasta degi?  Hvaða vitneskju hafði kaupandinn um stöðu Glitnis?  Var það kannski Glitnir sjálfur sem keypti bréfin?  

Það getur vel verið að hinn lagalegi þáttur Kristins ehf. sem félags sé eðlilegur en þá er kastljósinu beint að öðrum, hverjum?

Þessi frétt veltir upp tuga spurninga sem því miður íslenskir blaðamenn þora ekki fyrir sitt litla líf að hrófla við.  Við verðum að bíða eftir rannsókn Evu og saksóknara.


mbl.is Segir þátt Kristins ehf. vera eðlilegan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband