23.10.2009 | 08:38
Siðferðisbrestir og spilling á æðstu stöðum
Þegar æðstu stjórnendur banka fara að samþykkja lán til sín án tryggra veða vakna spurningar um hæfni og siðferði þeirra sem standa í brúnni, sem eiga sér varla hliðstæður í sögunni.
Hvað margir þeirra sem fengu svona lán eru enn að störfum í bönkunum og sinna þar ábyrgðarstöðum?
Hverjir samþykktu þessar lántökur? Líklega er það stjórn bankanna, en var hún þá að gæta hagsmuna hluthafa? Hvaða ábyrgð bera þeir einstaklingar sem sátu í stjórn bankanna og samþykktu svona lántökur?
13 mánuðum eftir hrun hefur saksóknari ekki komið fram með eina einustu kæru? Hvers vegna?
Svo er stórkostlegt hvernig mogginn heldur á spilum hér og skammtar fréttir, Bjarna má fórna en Baldri og Guðbjörgu verður að bjarga. Þögn stjórnvalda er einnig athyglisverð. Lengi getur vont versnað.
Fékk 1,75 milljarða án ábyrgða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Andri; það er ekkert lýðræði á Íslandi, engin ábyrgð á einu né neinu ! Íbúar Litlu Nígeríu norðursins ganga til svokkallaðra ,,lýðkosninga'' á 4 ára fresti (lýðkosningar, gott orð um þetta bull hér á landi, sbr. Alþingi á allan hátt etc., blogg/K.G ).
Þar sem að þú ert USA menntaður, þá er einfalt að heimfæra upp á þig og þínar hugrenningar hvernig væri búið að taka á þessu máli í USA . Dæmið gæti hæglega hljóðað upp á eftirfarandi eftir skjótar aðgerðir SEC og FBI; a.m.k. 100 manns handteknir og færðir til yfirheyrslna (30 mans per fallítt banki) og búið að gefa út ákærur ef lögbrot voru framin! Simple-Stupid !
Annað; ,,Kaupthinking Lux'' vs. Lansinn (sökk í forarpyttinum) ? Það þarf engan kjarnorkueðlisfræðing til að áætla að megnið af innlánsfé bankans, 115 milljarðar eða svo, (Kaupthinking) var/er í eigu Íslendinga (m.a. forhertra útrásarféfletta (ekki kalla þennan siðspillta flokk víkinga, það er móðgun við norræna arfleið) !
Action to take asap. Hundelta á uppi allt illa fengið fé nær og fjær og breyta lögum ef þarf því þjóðargjaldþrot vegur þyngra en bankaleynd og persónuvernd. Glæpamenn fyrirgera öllum réttindum, þetta virðast Íslendingar ekki skilja.
Kunna menn ekkert í dag, stúderuðu menn ekki ,,Olíumálið'' gamla í refsiréttarnáminu í HÍ, en með útgefinni ákæru er hægt að hnekkja allri bankaleynd og fara með fógetavaldi inn í hvaða banka sem er og sækja upplýsingar!
Gott kennslubókardæmi er hvernig ,,Kaninn'' tók á Madoff og Enron toppunum!
Svo er ágætt að lesa bókina ´´Den of thieves'' til upprifjunar og gamans!
Mogginn er nú stjórntæki ,,bláu handarinnar''
Halli (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.