19.10.2009 | 09:39
Hálfnað verk þá hafið er!
Er Bjarni Ben kominn með annan fótinn í Framsókn eða er hann búinn að gleyma að Árni Matt var fjármálaráðherra Sjálfstæðismanna í síðustu ríkisstjórn?
Vissulega hefur margt farið úrskeiðis í þessari Icesave hreingerningu og hún kostað mikið, en hvort kom fyrst hreingerningin eða skíturinn?
Eini flokkurinn sem virkilega gat farið með þetta Icesavemál fyrir dóm voru Sjálfstæðismenn fyrir um ári síðan. En það gerðu þeir ekki, heldur lögðu grunninn fyrir samningagerð og römmuðu okkur inn í þá mynd sem við nú stöndum frammi fyrir.
Það er ekki bæði hægt að semja og fara í mál á sama tíma. Því miður hefur Bjarni fallið í þá freistingu að láta draga sig og flokkinn yfir á framsóknarskútuna þar sem seglum er hagað eftir vindi og atkvæðaveiðar eru settar ofar stefnu.
Niðurstaðan fullkomin uppgjöf og niðurlæging | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ef þú hirðir að lesa hvað stóð í þeim gerningi sem þú vitna í. Ætti þér að vera ljóst, að hvergi var gengist við ábyrgð ríkissjóðs af innistæðum, UMFRAM ÞAÐ, SEM LÖG (undirstrika LÖG ) segja fyrir um.
Þetta var það eina sem undirritað var að hálfu okkar og ,,viljayfirlýsing" var nú ekki meiri en svo, að ,,statement of intent" var ekki skrifað um viðkomandi pappír.
Þess vegna er þér nauðsyn, að trúa varlega Krötum sem nú vilja allt til vinna að komast undir erlent vald svona svipað og vilji þeirra stóð til, að ,,SOVÉT ÍSLAND " risi á eftirstríðsárunum og allt fram að síðasta ársfjórðungi síðustu aldar.
Þetta má lesa úr afar mörgu frá þeim tíma. Ef gleraugun eru ekki rósrauð.
með virðingu
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 19.10.2009 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.