18.10.2009 | 08:40
Stjórnmálamenn bregðast
Við eru að komast í heilan hring í þessu Icesave máli. Stjórnmálamennirnir okkar hafa misskilið stöðu okkar dæmt hana á rögum forsendum og ekki haft kunnáttu eða þekkingu til að skilja okkar andstæðinga.
Svona er ekki hægt að stjórna landinu. Hér verða að vera breytingar á. Það verður að senda alþingismenn í skóla til að læra mismuninn á hagsmunum þjóðarinnar, flokksins og þeirra prófkjörshópa. Alþingismenn verða að læra að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma en ekki öfugt.
Þetta leysir þó ekki kjósendur frá ábyrgð. Á meðan kjósendur aðhyllast og láta glepjast af lýðskrums kosningum sem kallast prófkjör og eru ekkert nema "idol" vinsældarkosning, geta þeir ekki gert miklar kröfur til Alþingis og möguleikar til umbóta verða litlir.
Allt ber þetta að sama brunni. Ekkert mun breytast þar til við fáum stjórnlagaþing, sem er skipað óháðum og sjálfstæðum borgurum sem setja landinu nýja stjórnarskrá. Því miður eru litlar líku á að núverandi valdaklíka muni samþykkja sína eigin aftöku.
Icesave-fyrirvörum breytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:42 | Facebook
Athugasemdir
Mæl þú manna heilastur. En þetta litla samfélag með öllum sínum samansúrruðu hagsmunatengslum er ekki eins og þjóð. Við erum eins og frumbyggjar Ameríku þar sem fámenn klíka níðist á öllum öðrum.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2009 kl. 08:55
Síðasti ættbálkur Evrópu, ekki satt. Það sem einkennir ættbálka er einmitt stjórnlaust rifrildi og sundurþykkja.
Andri Geir Arinbjarnarson, 18.10.2009 kl. 09:01
Ég er sammála þér ....takk fyrir bloggvináttuna.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.10.2009 kl. 09:21
Sóldís,
Takk, sömuleiðis.
Andri Geir Arinbjarnarson, 18.10.2009 kl. 09:40
Sammála þér.
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 09:44
Ég bendi á blogg Lofts Altice. Ef ESB setur þessa reglugerð höfum við ekkert þangað að gera auk þess sem setning hennar sýnir svart á hvítu að ESB veit að Íslandi ber ekki að greiða. http://altice.blog.is/blog/altice/entry/966413/
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 18.10.2009 kl. 10:04
Það er einmitt stóri gallinn í þessu öllu. Alþingi mun aldrei samþykkja eigin aftöku nema því aðeins að Alþingiskosningar snúist um það eitt. Sem verður aldrei. Breytingar gerast alltaf smátt og smátt.
Sæmundur Bjarnason, 18.10.2009 kl. 10:11
Sammála.
Eins og Sæmundur er ég líka svartsýnn á að ættbálkaráðið við Austurvöll ráði við að setja lög um stjórnlagaþing. Amk. virðast ekki króna eiga að fara til þess á næsta ári skv. fjárlagafrumvarpinu.
Adda Þorbjörg ætti hins vegar að lesa bloggfærslur áður en hún gerir athugasemdir. Mikið djö... er maður orðinn leiður á þrösurum sem ekki geta haldið sér við efnið. (En - æ - kannski er það kostnaðurinn við að vera meðlimur í svoddan smáþjóð.)
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 10:54
Minn tími mun koma, því miður rættist sú hótun! Verkstjórn Heilögu Jóhönnu hefur því miður frá byrjun verið til skammar. Guð blessi alheiminn.
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 18.10.2009 kl. 10:54
Vandamálið, Andri Geir, er að menn þurfa ekki að standast neinar hæfiskröfur til að geta boðið sig fram til þings. Þá á ég við hæfi varðandi greind og getur. Þetta er svona hér og út um allan heim og hefur verið undanfarin 100 ár eða svo, þ.e. frá því að reglum um kjörgengi var breytt og allur urðu kjörgengir.
Ég er ekki að segja að núverandi þingheimur sé á nokkurn hátt frábrugðinn þeim sem undan hafa komið eða á eftir munu koma. Með fullri virðingu fyrir þingmönnum fyrr og síðar, þá á stór hluti þeirra EKKERT erindi inn á löggjafarþingið. Þeir eru EKKI HÆFIR til að taka sér sæti þar og stjórna landi og þjóð. Ég myndi t.d. telja sjálfan mig algjörlega vanhæfan til að gegna þingsetu og þó efast ég ekki um greind mína, rökhyggju eða hæfileika mína til að setja mig inn í stór mál og smá. Ástæðan er að ég veit nánast ekki neitt um stjórnsýsluna, samningu laga, hagfræðiþekking mín er takmörkuð og viska mín um alþjóðleg stjórnmál lítil. En þetta er einmitt það sem góður þingmaður þarf að þekkja til, auk þess að geta sett sig hlutlaust inn í ótal mál, beitt greind, visku og kænsku um leið og gætt er jafnræði, réttlætis og sanngirni.
Vandamálið er að við veljum ekki þá sem bjóða sig fram. Við veljum úr hópi þeirra sem hafa boðið sig fram. Ábyrgð okkar, sem kjósendur, er því takmörkuð við að velja þá bestu úr þeim sem telja sig hæfa. Það er oft nær ómögulegt. Að því leiti neita ég því að ábyrgðin liggi hjá mér sem kjósanda. Á móti viðureknni ég, að ábyrgðin liggur hjá mér sem þjóðfélagsþegni, vegna þess að ég tryggði ekki með athöfnum mínum að nægilega hæfir einstaklingar gæfu kost á sér í framboð. Það er nefnilega á framboðsstiginu sem í ljós kemur hvort við höfum úr hæfum einstaklingum að velja, þegar kemur inn í kjörklefann. Á sama hátt er það á framboðsstiginu sem kemur í ljós hvort við getum yfirhöfuð náð jafnrétti kynja inni í þingsal.
Marinó G. Njálsson, 19.10.2009 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.