16.10.2009 | 10:23
AGS er okkar fjárhaldsmaður
Per Westerberg, forseti sænska þingsins, mun líklega ítreka fyrir íslenskum alþingismönnum að þeir verði að skilja að AGS er okkar skipaður fjárhaldsmaður af alþjóðasamfélaginu og í gegnum þá stofnun þurfa öll erlend lán og aðstoð að fara.
Við eru í raun eins og foreldralaus og fjárhagslega ósjálfstæður unglingur með fjárhaldsmann. Og eins og óstirðlátur unglingur eru við ekki par hrifin af þessu og finnst þetta ótrúlega ósanngjarnt. Við verðum að ganga frá Icesave áður en við fáum lánin okkar sem er að verða jafn erfitt og að fá ungling til að taka til í herberginu sínu svo hann fái vasapening.
Útlendingar hrista hausinn og eins og fyrrverandi Seðlabankastjóri Frakklands sagði þegar hann útskýrði hvers vegna Íslendingar fengu ekki að stofna bankaútibú í Frakklandi:
Þetta var einfaldlega spurning um mat og heilbrigða skynsemi. Ekkert flóknara en það.
Ef þetta var viðhorfið fyrir hrun halda menn að staðan sé betri nú!
Bæði Þór Saari og Þorvaldur Gylfason hafa bent á að íslensk stjórnvöld njóti ekki trausts erlendis. Sama gildir um okkar stjórnsýslu og eftirlitstofnanir. Brennt barn forðast eldinn og þeir sem voru svo klókir að brenna sig aldrei á Íslendingum eins og Frakkar hrósa sigri.
Það sem gerir þetta ennþá sárara fyrir okkur er að Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri AGS og fyrrverandi fjármálaráðherra Frakklands er vel kunnugur Jacques de Larosiere fyrrverandi Seðlabankastjóra, Banque de France, sem ég vitnaði í hér að ofan.
Það má því lesa heilmikið úr orðum Jacques um viðhorf AGS til Íslendinga, viðhorf sem starfsmenn AGS geta auðvita ekki sagt opinberlega en hugsað í hljóði.
Er það nú líka orðin heilbrigð skynsemi innan AGS að trúa og treysta engu sem Íslendingar bera á borð?
Mikið er fall Íslands á skömmum tíma.
Framtíð Íslands í húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það rennur upp úr þér froðan eins og venjulega. Það hefur ekkert "alþóðasamfélag" skipað AGS sem fjárhaldsmann hér. Ísland sótti um lán og ráðgjöf hjá sjóðnum. Við höfum nú ekki misst fjárráðin enn er það? Við getumafþakkað aðstoðina hvenær, sem okkur þóknast.
Það væri hægt að husla upp heilli virkjun með steypunni, sem rennur í gegnum þetta blogg.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.10.2009 kl. 13:50
Það stóð ekki á því að einn óþekktar unglingurinn kæmi fram á ritvöllinn...
Sævar Helgason, 16.10.2009 kl. 14:06
Góð samlíking Andri.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.10.2009 kl. 14:50
Það er rétt að halda því til haga í þessu sambandi að Svíar eru í raun okkar helsti óvinur í icesava núna því þeir reka stærstu bankana yfir landamæri í EES og eignlega víst að þeir standa og fall með því að íslenska ríkið samþykki ríkisábyrðina á innistæðutryggingasjóðnum. Afstað Per Westerberg og svía yfir höfuð hefur því ekkert að gera með traust eða vantraust á íslenskum stjóramálamönnum heldur er þarna einungis um viðleitni til sjálfbjargar að ræða sem mér finnst bæði rökrétt og skiljanleg. Afstaða þín Andri finnst mér hinsvegar sorglega.
Guðmundur Jónsson, 16.10.2009 kl. 17:35
Afhverju er það eiginlega víst að sænskir bankar standi og falli með ákvörðunum Íslands þar að lútandi ?
Efa það stórlega. (jafnvel þó eg samþykki að þeir reki starfsemi yfir landamæri í miklum mæli, sem eg er ekkert endilega viss um að þeir geri umfram aðra sérstalega - nema að mér sé bennt á sterkar heimildir því viðvíkjandi)
Sko, þetta mál getur hafa valdið titringi síðasta haust þegar mest gekk á. Fólk vissi ekki alveg hvað væri að ske og sumir óttuðust etv. rönn á hina ýmsu banka o.s.frv.
En að mínu áliti á líkt alls ekki við núna. Ef td. ísland mundi segja "við ætlum ekki að borga" þá mundi það bara vera túlkað í Evrópu þannig að Ísland ætlaði ekki að standa við skuldbindingar sínar. Allt og sumt.
Það að lágmark innstæðna sé tryggð (orðið hærra núna en síðasta haust) er bara almenn skoðun og viðurkennd allsstaðar í Evrópu. Óumdeilt. Útibú yfir landamæri eru nákvæmlega eins og útibú innanlands. Þannig er er litið á í Evrópu. Það er enginn sem lítur öðruvísi á.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.10.2009 kl. 18:27
Svíar reka sína banka eftir EES reglunum þeim sömu og íslendingar gerðu. Það þýðir að Innistæðutryggingasjóðurinn er tómur eða dugar fyrir minn en 1 % af innstæðum í bönkunum Eigið fé sænsku bankanna er uppurið eins og í öllum bönkum í dag og ef svo ólíkleg vildi til að það sé eitthvað þá er það bundið í illseljanlegum eignum. Þess vegna gerist nákvæmlega það sama þar og hér ef áhlaup verður gert innistæðurnar og annaðhvort fer allt settið á hliðina eða sænska ríkið pungar út eins og einum eða tveimur sænskum fjárlögum til fyrrum sovét landanna.
Það er augljóst að þeir sem eiga þessa peninga í sænsku bönkunum verða ekki rólegir með þá þar ef dómur fellur á þá leið að ekkert sé á bak við innistæðurnar nema tómur tryggingasjóður.
Guðmundur Jónsson, 16.10.2009 kl. 19:49
Já. Ok. Skil þig. "ef dómur fellur á þá leið" o.s.frv. Þarna bara er til margs að líta. Þ.e. í hvernig dómsferli þetta mál mundi fara hreinlega. T.d. ljóst að það tæki langan tíma. Velkjast til og frá etc. Niurstaða er ekkert fengin sisona.
Annað, að segjum sem svo að bretarnir mundu td. sækja mál hér eins og sumir virðast stinga uppá og segjum sem svo að mál féllu íslandi í hag fyrir undir og hæstarétti - er máli þá bara búið ? Eg segi nei. Slíkt mál mundi alltaf ráðst útí Evrópu. Fyrir EFTA eða ESB dómsstóli. Nú, við vitum alveg hvaða skilningur er lagalega og pólitískt útí Evrópu. Það var td. settur saman sérstakur lögfræðihópur síðasta haust. Niðurstaðan einróma og alveg afdráttalaus. Fulltrúi EFTA var lveg sammála. Hvaða líkur eru á að dómur félli íslandi í vil úti í evrópu ? Eg segi nánast engar.
Ennfremur, eg er heldur ekki að sjá að dómur féll endilega íslandi í hag hérna heima. Meina, dómararnir verða að fara eftir EES regluverkinu. Þeir verða að taka tillit til atriðanna sem haldið er uppi af bretum. Þú sérð td. á orðum Bjarna Benediktssona Alþigismanns og formanns Sjæafstæðisflokksins síðasta haust á þingi, að hann telur nánast óhgsandi að málaþrætur féllu íslandi í vil - jafnvel hér heima:
“Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum. Ef menn ætla að fara að taka þann slag verða menn líka að vera tilbúnir til að tapa því máli ef á það mundi reyna. Þeir sem tala fyrir því að þá leið hefði átt að velja eru auðvitað tilbúnir til að gera það eftir á vegna þess að þeir geta gefið sér það í umræðunni að við hefðum sigrað þá lagaþrætu. Það er fínt að gera það í dag vegna þess að það liggur fyrir að sú leið verður ekki farin, en eru þeir hinir sömu þá tilbúnir til að fallast á að við mundum taka herkostnaðinn af þeirri ákvörðun ef niðurstaðan yrði okkur í óhag?" (Bjarni Beneiktsson, formaður Sjáfstæðisflokksins á þingi 2008)
Eg er sammála þessu mati hans. Hann veit auðvitað að afskaplega hæpið er að fara útí lagaþrætur þessu viðvíkjandi enda margir sjallar lögfræðingar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.10.2009 kl. 21:21
Eitt er víst það skiptir engu máli hvernig Icesave fer. Evrópubúar eru búnir að slá skjaldborg um sig og sína banka. Ísland er túlkað sem algjört sértilfelli, undantekningin sem sannar regluna. Evrópubúar hafa um allt annað að hugsa en Ísland.
Andri Geir Arinbjarnarson, 16.10.2009 kl. 21:44
Amdri - síðasta athugasemd þín, er 100% rétt.
Við þurfum að gera slíkt hið sama, þ.e. að slá skjaldborg um okkar hagsmuni.
Ekkert bendir til, að ísl. fyrirtæki verði e-h harðar úti, en staða þeirra er í dag, hvað svo sem útkoma Icsave málsins verður.
Hafa ber í huga, að ekki ein einasta Evra af þessum lánum, á að fara í fjárfestingar til eflingar atvinnulífsins.
Þ.e. ekki einu sinni fræðilegur möguleiki, að þau lán hafi nokkur jákvæð áhrif á gengi krónunnar.
Það væri fullkomlega galin ákvörðun, að nota andvirði þeirra lána, til að verja krónuna falli. Afleiðing þess, væri sú nákvæmlega sama og kom fyrir í Argentínu fyrir nokkrum árum síðan, þ.e. að sambærilegur lánssjóður aka AGS þurrkaðist út og skömmum tíma, þegar höft voru losuð af gjaldmiðlinum.
Ekkert annað en fíflaskapur og brjálæði, væri að nota þau lán, til þeirra hluta.
Það eina, sem þau eru nýtileg til, er sem varasjóður af allt öðru tagi. En, þ.e. góður séns á að ríkissjóður muni lenda í vandræðum með að endurfjármagna afborganir af sínum lánum, á næstu árum. Þá er hægt að grípa til þessa lánsfjármagns, til að redda málum fyrir horn.
Á hinn bóginn, er gjaldeyrisvarasjóður í dag, einhvers staðar í ríflega 400 milljörðum, svo þ.e. engin bráð vöntun á þessum lánum, af þessari ástæðu.
---------------------------------
Með öðrum orðum, liggur ekkert á Icesave málinu. Best væri að slá því á frest þar til dómur liggur fyrir.
Sannarlega getum við tapað, dómsmáli - meira að segja í innlendum réttarhöldum.
En, þá erum við komin einmitt í þá aðstöðu að lagalegur réttur er orðinn skýr, og ljóst að samingar um greiðslur þurfa að fara fram.
Þetta gæti tekið 2. ár.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.10.2009 kl. 23:59
Einar bendi þér á að megnið af gjaldeyrisstjóð okkar þessi 400 milljarðar eru peningar sem við skuldum. M.a. vegna fyrri lána þannig að við höfum engin 2 ár. Eins þá verður að vera hér til gjaldeyrir til að versla hér inn vörur og þá sér í lagi fjárfestingar vörur t.d. varðandi virkjanir. Og eins eru margir stórir vaxtadagar hér á næstu árum sér í lagi 2011. Svo hætti nú að halda því fram að nær allir sem eru að ráðleggja okkur segja að við þurfum að hafa aðgang að miklu hærri gjaldeyrisvarastjóð. Hvort sem það eru lána línur eða lán. Eins þurfa t.d. eigendur Jölkabréfa að vera vissir um að þau bréf séu nokkuð örugg svo þeir fari ekki út í harðar aðgerðir til að ná þeim út. En þessi bréf eru um 700 milljarðar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 17.10.2009 kl. 00:28
Magnús - stóra greiðslan 2011 er á milli 100 og 200 milljarðar. Þarf ekki 1.100 milljarða varasjóð, til að redda því.
Þ.e. kolbrjáluð vitleysa, þessi stefna að miða við eigendur krónubréfa, þ.e. að halda þeim í einhverjum skilningi góðum. Rangt að halda þeim hér föngnum.
Við eigum val um tvennt, þ.e. höft næstu 15 - 20 árin, eða að skeika í vissum skilningi að sköpuðu, og losa um höftin strax.
Einhverjir halda, að það væri kolbrjálað, en þ.s. vinnst með því, er að eftir að stíflan hefur verið losuð, og krónan hefur fengið að falla eins langt og hún mun falla; þá endar það fall í einhverju nýju jafnvægis-gengi. Þ.e. því markaðsgengi, sem markaðurinn er til í að sætta sig við, fyrir krónuna, miðað við þá stöðu hagkerfisins, sem mun þá vera til staðar.
Við það, að markaðsgengi er komið með þeim hætti á krónuna að nýju, þá verður krónan á ný þ.s. kallað er "convertable", þ.e. bankar út um heim, og aðrar fjármálastofnanir, munu vera til í að eiga viðskipti með krónur. Með öðrum orðum, íslenskir einstaklingar erlendis, munu geta skipt krónum í Evrur eða eitthvað annað, í bankaútibúum erlendis.
Þ.e. einmitt ástæðan fyrir því, að þeir neita að taka við henni, að ekkert gegnsætt markaðsgengi er á henni. Af þeim völdum, eru erlendar fjármálastofnanir, einfaldlega ekki vissar hvernig þær eiga að meta þær. Af þeim sökum, treysta þær sér ekki að nota hana, eða að eiga viðskipti með hana.
Verðgildi hennar vs. aðrir gjaldmiðlar skipta í þessu samhengi, alls engu máli. Gengi krónunnar, gæti þannig verið 10.000 á móti Evru, án tæknilegra vandamála.
Hún mun auðvitað alls ekki fara í slíkar lægðir, þetta einfaldlega nefnt, til að sanna punktinn.
----------------------------
Galllar, ný verðbólguhrina, mun fara af stað. Nokkuð af fyrirtækjum og einstaklingum, verða gjaldþrota vegna nýrrar hækkunar erlendra lána.
Á hinn bóginn, ber þá þegar einnig lækka vexti niður í cirka 1%. Þér finnst það ef til vill, hljóma öfugt, þegar ný verðbólguskriða á sér stað.
Vandinn við vexti, er að vextir eru mjög samdráttar-aukandi. Þ.e. af því völdum, gott að beita þeim, þegar hagkerfi er að ofhitna af völdum þenslu. Á hinn bóginn, við aðstæður efnahagssamdráttar þá magna þeir upp samdráttinnn.
Í okkar tilviki, þá sennilega auka þeir verðbólgu frekar en að draga úr henni.
Ástæða þess, er sú að öll okkar verðbólga er vegna kostnaðarhækkana, af völdum gengishraps, þ.s. innflutt aðföng hækka í verðgildi mælt í ísl. krónum. Þ.s. vextir auka enn á efnahagshrun, þá um leið draga þeir enn meira úr tiltrú á hagkerfið, sem um leið framkallar enn meiri lækkun krónu og því enn meiri verðbólgu.
Vaxtastefna Seðló, er því hrein bilun.
Sú verðbólgu sprenging sem ég var að tala um áðan, mun ganga um garð og hverfa, og þ.s. vextir munu engin áhrif hafa á hana, er best að lækka þá samt niður í cirka 1%.
Þá, er það hinn gallinn, að nokkuð verður um gjalþrot. Þ.e. óumflýjanlegt, en þá um leið hverfa þær skuldir, og þ.s. atvinnutækin verða enn til staðar, geta nýir aðilar tekið þau yfir, og hafið rekstur.
Einstaklingar er lenda í persónulegu gjaldþroti, af þessa völdum, geta einfaldlega fengið að leigja þær íbúðir eða hús, er þeir búa í. Lítið gagn af því hvort sem er, að henda því fólki á götuna.
Til lengra litið, raunverulega held ég, að þetta yrðu skárra.
------------------------------------------
Að velja hina leiðina, er að velja langvarandi stöðnun, þ.s. ekker er á sjóndeildarhringnum, neins staðar, sem getur af einhverjum verulegum líkum, losað þá stíflu nema sú aðferð er ég lýsti.
Að, reyna að gera það, með því að nota gjaldeyrisvarasjóð tekinn að láni, til að verja krónuna falli á meða Krónubréfin væru að streyma út, myndi ekki gera neitt annað en að færa þessum aðilum þann lánssjóð að eign - þ.s. hann myndi að mestu eiðast við þá aðgerð, en eftir sæti þjóðin með skuldirnar.
Þetta væri sú allra óskynsamlegasta aðgerð, er mögulega væri hægt að framkvæma.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 17.10.2009 kl. 21:23
"Einstaklingar er lenda í persónulegu gjaldþroti, af þessa völdum, geta einfaldlega fengið að leigja þær íbúðir eða hús, er þeir búa í. Lítið gagn af því hvort sem er, að henda því fólki á götuna."
Nei, það er óviðundandi að fólk þurfi að missa heimili sín að ósekju. Og fá af náð að hljóta þá niðurlægingu að vera leyft að leigja húsið sitt og vera ekki kastað út. Það er forkastanlegt að plana svona nokkuð gegn mannfólki.
ElleE (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 23:03
Engin leið, að komast hjá persónulegum gjaldþrotum, í tilvikum þ.s. slíkt á við, nema að ríkið standi í því, að afskrifa þ.s. stendur umfram. Þá kemur auðvitað, spuring um hvað akkúrat sé réttlæti. Ríkið getur þó einungis framkvæmd slíka aðgerð, í tilvikum þ.s. þ.e. 100% eigandi lána, þ.s. annað myndi brjóta á eignaréttarákvæðum stjórnarskrár.
Huganlega, er hægt að veita fyrri húseigendum, forkaupsrétt - með öðrum orðum, rétt til að ganga inn í með gagntilboð, ef kauptilboð berst í tilvikum þ.s. banki hefur yfirtekið eign.
-----------------------
Svokölluð leiðrétting höfuðstóls, þegar um er að ræða svo mikla leiðréttingu, kostar að sjálfsögðu skattgreiðendur. Það fer þó eftir því, hve mikið akkúrat er afskrifað, þ.e. afskriftarhlutfallið. Vitað er að lánapakkar, voru keyptir á afsláttarkjörum af kröfuhöfum. Þ.e. því borð fyrir báru, en ekki ótakmarkað.
Það verður að velja, hvaða leið veldur þjóðfélaginu í heild, minnstu tjóni.
Með því, að heimila fólki að búa áfram, þó banki hafi yfirtekið eign, og einnig að setja inn reglur um forkaupsrétt; þá er búið að veita fyrri húseigendum, bísna mikla réttarbót samanborið við, þau ákvæði er hafa fram að þessu gilt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.10.2009 kl. 02:38
Einar,
Ég er sammála að krónan er ónýtur gjaldmiðill og enginn mun versla með hana sama hvað gengið er. Hún verður aldrei aftur "convertible" gjaldmiðill. Til þess höfum við ekkert traust. Við megum ekki gleyma að hér fór Seðlabankinn í gjaldþrot af þvi þeir tóku ekki traust veð. Þetta eru alvarleg afglöp sem erlendir aðilar gleyma ekki og ekki get ég séð að það hafi verið miklar mannabreytinga í Seðlabankanum. Svo er hitt verra að við viðurkennum ekki þessi afglöp og rífumst um þau á síðum dagblaðanna. Nei, enginn treystir Seðlabankanum í framtíðinni.
Eina ráðið er að fá Evrópska Seðlabankann til að styðja við gengið og ganga inn í EB. Annars munum við búa við höft um alla framtíð og verða dæmd sem annars flokks hagkerfi.
Andri Geir Arinbjarnarson, 18.10.2009 kl. 07:52
Adnri - ég er alls ekki að segja, að krónan sé ónýt.
Það má alveg með sanni, kalla krónuna einkunnabókina okkar.
Ef við stöndum okkur í hagstjórn, þá virkar hún og er sæmilega stöðug.
Ef við stöndum okkur ekki í hagstjórn, þá er hún ekki að virka.
Allt sem við þurfum, til að hún virki, er að tileinka okkur hagstjórn, sem er í lagi.
Það að kalla hana ónýta, er eiginlega það akkúrat sama, og kalla ísl. hagstjórn ónýta.
--------------------------------------
Það skiptir í raun engu máli, hvaða virði krónan hefur, loks þegar hún nær jafnvægi - svo fremi að þaðan í frá, sé málum hagað með betri hætti. Virði hennar, gæti allt eins verið milljón per Evru.
Ég segi þetta svona íkt, til að þú áttir þig á, að virði hennar per Evru, segir ekkert til um hvort hún er ónýt eða ekki.
Það sem skiptir máli, eru forsendur til framtíðar, fyrir okkar hagkerfi vs. þau raunverðmæti sem eru sköpuð.
Vegna þess, að raunverðmæta sköpun, er til staðar. Hefur krónan forsendur til að hafa verðmæti.
Til þess að svo verði, þurfa stjórnmálin að taka sig saman í andlitinu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.10.2009 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.