Hér er verið að bæta gráu ofaná svart - ekkert grænt hér!

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um nýja orkuskatta bætir grá ofaná svart hér á landi.  Eins og það sé ekki nóg að við búum við efnahagshrun, pólitískan óstöðuleika, atvinnuleysi, gjaldeyrishöft, og skort á trúverðugleika og trausti, nú bætist við óvissa í skattamálum sem er eitur í blóði erlendra fjárfesta. 

Írar sem eiga við svipaðan fjárlagahalla að stríða og við, hreyfðu ekki við sínu skattakerfi fyrir fyrirtæki á ótta við að hræða frá erlenda fjárfesta og þar með gera horfur á efnahagsbata enn verri.

Icesave mun varla fella þessa stjórn, en afstaða þeirra í orku- og umhverfismálum gæti vel gert það.


mbl.is Áform um orkuskatt og ákvörðun umhverfisráðherra valda mikilli óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hingað til hef ég verið þér að mestu leyti sammála en hér skilur á milli. Orkuskattar eru eðlilegir og hefði átt að bvera búið að koma þeim á fyrir löngu síðan. Og þar fyrir utan þá eigum við að verðleggja umhverfisvænu orkuna hærra en hina.  Óvissan er bara fólgin í því að útfærsluna vantar. Hvort um verði að ræða 1 krónu á einingu eða eitthvað lægra. Álbræðslurnar eru hér vegna ódýrrar orku og einnig þjónar ímynd landsins ákveðnu hlutverki. Látum ekki erlenda umhverfissóða hræða okkur með innantómum hótunum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.10.2009 kl. 10:28

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jóhannes,

Ég er ekki gegn sanngjörnum orkusköttum en útspil fjármálaráðherra hefur aðeins skapað óvissu og þetta er ekki tíminn til að fæla erlenda fjárfesta í burtu.

Svo mega orkuskattar ekki verða eins konar gjaldtökuuppbót vegna lélegra samningagerða um orkuverð af hálfu Íslendinga.

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.10.2009 kl. 10:43

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mér sýnist Steingrímur vera að berja í þá bresti sem afleikir Samfylkingar sköpuðu, varðandi undirritun fjárfestingarsamnings við Century Aluminum Company og Norðurál Helguvík ehf. vegna byggingar álvers í Helguvík.  Þetta eru sérstakir tímar og það verða allir að taka á sig byrðar.  Ekki síst álfyrirtækin sem njóta sérstöðu.

Ef orkuskattar fæla Norðurál frá frekari áformum um álver í Helguvík þá er það bara af hinu góða. Það er ljótur leikur að ala á óraunhæfum væntingum eins og gert hefur verið af sveitastjórnamönnum á Suðurnesjum. Þeim væri skammar nær að leggjast á arar með þeim sem vilja nýtt fiskveiðistjórnarkerfi og endurheimtur á aflaheimildum heim í hérað.  Sjómennska er það sem þessi bæjarfélög byggðust upp á og það á að vera undirstaða byggðar. Ekki mengandi stóriðja sem aðeins skapar störf fyrir fáar fjölskyldur til frambúðar.  Ef álbræðsla ætti að leysa vandann þá þyrfti 6 álbræðslur en ekki eina

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 16.10.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband