13.10.2009 | 09:31
Bensín og kampavín 20% ódýrara á Íslandi en í Frakklandi
Þó sala á áfengi hafi dregist saman er verðið enn nokkuð hagstætt mælt í evrum og sérstaklega á dýru léttvíni. T.d. kostar flaska af Dom Peignon 89 evrur í ríkinu en 109 evrur út úr búð í París. Samt er enn meiri munur á verði 95 oktan bensíns hér og í Frakklandi. Hjá Skeljungi er bensínið á bilinu 0.95-1.00 evra á lítrann en í Frakklandi er verðið 1.25-1.35 evra á lítrann.
Miðað við að flest á Íslandi er dýrara en í útlöndum ættu að vera möguleikar á að hækka bensín og áfengi um áramótin um allt að 20%.
Sala á áfengi minnkar um 14% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú gleymir að reikna inní kaupmáttinn.... svo og að ef að þú velur ódýra flösku af víni í Frakklandi kostar hún EINA EVRU en ekki 8-10 eins og hér!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 09:57
Gleymir þú ekki að taka fram hver launin eru. Því það eru launin sem borga
Ætli laun í fraklandi séu ekki mun hærri en á íslandi. Veit t.d. í Danmörku að forritari í Danmörku sem var með sömu laun og íslendingur fyrir hrun s.s. 4-500 þú er núna með 900.þús. En íslendingurinn er með 300 - 400 ef hann er með vinnu.
Þannig að þegar þetta er sett í samhengi þá hefur fólk ekki efni á að kaupa vín og eldsneyti ef það er með 200 þú kall í laun.
halldor (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 09:59
Andri,
Er ekki smá villa í þessu hjá þér. Þú verður að skoða meðallaunin í viðkomandi löndum. Í þinni röksemdarfærslu ertu að gefa þér þá forsendu að meðallaun á Íslandi séu í dag þau sömu og á þeim markaðssvæðum sem þú tilgreinir. Við vitum báðir að það er ekki rétt.
Meðallaun á Íslandi í dag eru um IKR 300.000
= EUR 1.620
= NOK 13.500
= DKK 12.000
Meðallaun í Noregi eru um NOK 35.000, meðallaun í Danmörku eru um DKK 23.000. Varðandi Frakkland þá eru lágmarkslaun þar um EUR 1.300 en meðallaun um EUR 2.000
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 10:31
Skot í fót kannski?
Gleymir ansi mörgum breytum.
Ólinn (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 10:38
Nei, þetta er hárrétt athugað hjá Andra.
Við Íslendingar þurfum bara að fara gera okkur grein fyrir því að kaupmátturinn okkar hefur minnkað geigvænlega á síðustu mánuðum. Óhagstætt gengi og slæm fjárhagsstaða þjóðarbúsins hefur séð til þess.
Þess vegna er ekki nokkur glóra að munaðarvörur eins og vín og eldsneyti séu eins "ódýrar" og raun ber vitni.
Binni (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 11:23
Verð er verð sama hvert kaupið er.
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.10.2009 kl. 12:03
Áhugavert að skoða uppgefið verð í Evrum sem stóð prentað á miðum sokka í Dressman í Smáralindinni. Þegar ég umreiknaði verðið yfir í íslenskar krónur var söluverðið þar yfir borðið ca helmingi lægra en áprentunin sýndi.
Það er jú eðlilegra og sanngjarnara að taka mið af launum í svona pælingum.
Og ekki styð ég pælingarnar um svigrúm olíu-verðsamráðsfélaganna til bensínhækkunar. Launin aftur.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 12:21
Andri,,,,,, heldur þú að þú sért að tala við einhverja hálfviti
Ef flaskan kostar 2500 kr hér á íslandi þá er þessi með miljónkallin á mánuði að fá hana á kálvirði og þeir með miljarðinn fyrir ekki neitt,
Það er engin furða að þú fluttir úr landi,og svona sé komið fyrir þessari þjóð,
sigurður helgason (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 12:30
OK ef verð er verð og það kemur ekki kaupi við þá þá ertu að segja að fyrirtæki eiga að selja vörur á sama verði og erlendis og ef svo fyrirtækið á íslandi borgar helmingi lægri laun þá eigi fyrirtækið að hirða þennan aukna hagnað.
(reyndar minnkar salan á vörunni því fólk hefur ekki efni á henni, og ef þetta er vara sem fólk getur verið án þá hættir það að kaupa vöruna þannig að þau fyrirtæki fara á hausinn)
en ef verð væri sama og erlendis og laun væru þau sömu og erlendis ..ja þá væri engin kreppa því þá gætu allir greitt af lánum sínum.
Þannig að þetta snýst ALLTAF um laun nema þú sér kúluláns prins eða fjárglæfra víkingur sem borgar reikning með láni og svo það lán með öðru láni.....
svo annað hvernig getur eldsneyti verið lúxusvara...Er til eitthvað annað sem ég notað sem eldsneyti á bílinn minn.
þoli ekki þegar fólk segir að eldsneyti er lúxus það er eins og að segja að búa í húsi sé lúxus...auðvita getum við öll búið í torfkofum eða tjöldum en það er ekki lúxus að búa í húsi.
halldor (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 13:35
Er það svo að þeir hafa rétt fyrir sér sem halda því fram að gengið sé loksins rétt skráð?
Málið sé að nú eigi ekki að leiðrétta gengið heldur hækka launin.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.10.2009 kl. 13:44
Spurningunni sem ég er að velta fyrir mér er hvers vegna eru flestar nauðsynjarvörur og lyf dýrari hér á landi en erlendis en lúxus eins og kampavín ekki?
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.10.2009 kl. 14:22
Frekar er þetta aumkunarverður málflutningur hjá stuðningsmanni ríkisstjórnarinnar.
Telur þú að það komi almenningi mikið til góða að Dom Perignon sé örlítið ódýrara í Frakklandi en á Íslandi? Hvaða hópur manna skyldi nú aðallega kaupa "Dommið"?
Hver er munurinn á "venjulegri" rauðvínsflösku? Nú eða vodkaflösku?
Líklega mætti heimfæra fræg orð upp á þig, þegar "múgurinn" kvartar yfir háu áfengisverði, myndir þú líklega svara:
Ef hverju drekkur fólkið ekki Dom Perignon?
G. Tómas Gunnarsson, 13.10.2009 kl. 14:39
G. Tómas,
Í fyrsta lagi er ég enginn stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og í öðru lagi er ég ekki með neinn málflutning hér. Bensínverð á Íslandi er eitt það ódýrasta í Evrópu eftir að hafa verið það dýrasta um mörg ár? Það er því eðlilegt að búast við miklum hækkunum á bensínverði.
Auðvita eru þeir sem drekka vodka að niðurgreiða Dom Perignon enda hefur vodka snarhækkað á síðasta ári á meðan dýra léttvínið svo að segja stendur í stað. Svolítið skondið að þetta sé staðreynd á vakt Steingríms og VG, ekki satt?
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.10.2009 kl. 14:59
Flest það sem ég hef lesið hér finnst mér eindregið benda til stuðnings þinn við ríkisstjórnina, en þó fyrst og fremst Samfylkinguna.
Auðvitað er um málflutning að ræða, það liggur í hlutarins eðli, en í sjálfu sér óþarfi að fara í hártoganir um það.
Síðasta setningin er ef til vill nokkuð upplýsandi. Er það bara Steingrímur og VG sem standa vaktina? Er ekki Samfylkingin "kjölfestan" og "senior partnerinn" í ríkisstjórninni? Eða tók Steingrímur bara ákvörðun um hækkun á áfengisgjaldi einn og óstuddur?
En það er auðvitað rétt að hafa það í huga að þessi mismunun, eftir því hvað menn drekka hefur verið við lýði lengi, og alls ekki rétt að kenna núverandi ríkisstjórn um, hvað þá Steingrími. Flatur skattur á vörur kemur ætíð verst við þá sem kaupa ódýrt.
En hins vegar hefur núverandi ríkisstjórn (og margar aðrar á undan henni) sífellt skerpt á muninum.
G. Tómas Gunnarsson, 13.10.2009 kl. 15:06
G. Tómas,
Áfengisálögur heyra undir fjármálaráðherra því er eðlilegt að benda á Steingrím.
Ef þú er einn af þeim Íslendingum sem eru ekki í rónni nema þeir geti potað mönnum inn í fjórflokkinn þá er þér velkomið að hafa mig í Samfylkingunni ef þér líður þá betur.
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.10.2009 kl. 15:22
Fáránleg samsetning af geysilega háu áfengisgjaldi (sem er ótengt verði - fer bara eftir áfengisprósentunni) og nánast engri álagningu Vínbúða ríkisins gerir að verkum að snobbvínin eru vissulega mjög ódýr og fær "skríllinn" að njóta þeirra forréttinda að fá að niðurgreiða þau með kaupum sínum á bjór og ódýru víni.
Prófðu að bera saman verð á dæmigerðu rauðvíni, freyðivíni, bjór eða öðru slíku sem er hluti af neyslumunstri venjulegs fólks. Þá færðu mun sanngjarnari og eðlilegri samanburð sem er ekki hreinn og beinn spuni.
Eyjólfur (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 15:26
Andri, gengið hefur kol-fallið og það hefur enga þýðngu að miða verð í einu landi við önnur lönd ef það er ekki inni í dæminu. Líka skil ég ekki af hverju þú kemur endurtekið fram og talar um ódýrt bensín í landinu. Hvort tveggja sem þú nefnir er fok-fok-dýrt og af hverju viltu hafa það dýrara?
ElleE (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 15:33
Mér er auðvitað nákvæmlega sama hvar í flokki þú stendur, eða hvort þú ert utan þeirra, það klagar ekkert upp á mig. Ég var meira að setja það fram hvaða tilfinningu ég fæ þegar ég les skrifin hér (málflutninginn).
En það er nokkuð merkilegt hve oft menn telja ráðherra eina bera ábyrgð á þvi sem gerist. Að ríkisstjórn hafi ekkert með það að segja. Rétt eins og ráðherrar séu einvaldir í sínum málaflokki. Vissulega hafa þeir mikil áhrif, en ég er hræddur um að ríkisstjórnir yrðu ekki langlífar ef svo væri.
Auðvitað bera ríkisstjórnir (og þingmeirihlutinn að baki þeim) ábyrgð á því hvernig staðið er að málum og hvað er gert. Um hækkanir á sköttum, áfengisgjaldi og öðrum álögum, er því fyrst og fremst eðlilegt að benda á ríkisstjórnina, frekar en eingöngu fjármálaráðherra. Aðalábyrgðin liggur svo hjá forsætisráðherra sem stýrir ríkisstjórninni.
G. Tómas Gunnarsson, 13.10.2009 kl. 15:35
"Spurningunni sem ég er að velta fyrir mér er hvers vegna eru flestar nauðsynjarvörur og lyf dýrari hér á landi en erlendis en lúxus eins og kampavín ekki?"
Ætli það sé ekki mest einokunin? Björgvin Thor hinn ríki Icesavekonungur rekur nánast einveldi í landinu í lyfjum. Nú veit ég ekki um ríkisálögur og skatta þar.
ElleE (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 15:58
Átti að vera Björgólfur Thor.
ElleE (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 15:59
Elle,
Bensín er hráefni sem er verðlagt í dollurum og eini munurinn á verði á milli landa felst í álögum og dreifikostnaði. Auðvita er bensínið dýrt á Íslandi miðað við kaupmátt en það er einmitt málið. Þetta dæmi var meðal annars sett upp til að sýna fram á hversu hræðilega gengishrunið hefur dregið úr kaupmætti hér á landi. Mörgum finnst bensínið mjög dýrt hér þó að það sé einna ódýrast í Evrópu. Áður fyrr var þessu öfugt farið. Ef við færðum verðið "aftur" til þess þegar við vorum með dýrasta bensín í Evrópu ætti lítrinn að kost um 240 kr. !
Annar vökvi sem er hins vegar miklu dýrari hér en alls staðar í Evrópu er blekið í prenthylkjum sem getur verið tvöfalt dýrari hér en erlendis. HP49 blekhylki kostar 2400 kr hjá amazon í Evrópu en 4990 kr. hjá EJS í Reykjavík.
Verðlagning á vökva á Íslandi er sér á báti! Ætli við getum ekki orðið sammála um það.
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.10.2009 kl. 16:14
Elle,
Ef við verðlögðum bensín eins og blekhylki væri bensínlítrinn hér á 480kr.
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.10.2009 kl. 16:17
Hvernig ætli 20% hækkun á bensínverði færi með verðtryggðu húsnæðislánin hjá fólki???
Þótt bensínið sé dýrara einhverstaðar, þýðir það ekki að bensín hér á landi hafi ekki hækkað gífurlega undanfarið ár.
að taka á sig hækkun á húsnæðisláni í hvert skipti sem ríkið ákveður að hækka álagningu á nauðsynjavörurnar...að það er helvíti hart.
Það er greinilegt að þú býrð ekki hér á landi.
ThoR-E, 13.10.2009 kl. 16:25
AceR,
Það má líta á þetta á marga vegu. Bensín hefur hækkað gífurlega en mörg lyf og aðrar nauðsynjar hafa hækkað meira! Væri ekki eðlilegra að hækka bensín og lækka vsk á lyfjum eins og Svíar og Svisslendingar gera?
Skattlagning á bensín er í mörgum löndum mjög pólitísk, t.d. í Bandaríkjunum.
Það þarf aðeins að líta á fjárlagahallann til að gera sér grein fyrir því að bensín mun hækka. Það sem ég er að benda á er að hlutfallslega er bensínverð hér ódýrt miðað við margar aðrar innfluttar nauðsynjar.
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.10.2009 kl. 17:04
Í guðana bænum vertu ekki að benda Steingrími skattman á það að hann geti hækkað álögur vín og bensín.Nógu er hann slæmur fyrir.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 17:25
Hættið bara að brekka, vitið skánar kannski við það, og takið strætó.
Er sjálfstæðismaður, svo það fari ekki á milli mála,
sigurður helgason (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 17:37
Þegar þú reiknar hvað bensín kostar hér í evrum, ertu þá að reikna verðlausa krónu yfir í evru?
Teitur Haraldsson, 14.10.2009 kl. 15:59
Teitur,
Ég nota gengi Seðlabankans. Þetta er hins vegar góð spurning.
Andri Geir Arinbjarnarson, 14.10.2009 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.