Icesave samningar nú á milli ríkisstjórnar og Ögmundar

Icesave hefur tekið enn eina beygjuna.  Nú er ríkisstjórnin farin að semja við sjálfa sig, eða réttara sagt við fyrrverandi ráðherra sinn, Ögmund.  Á Eyjunni segir:

Þannig fæ ég ekki betur séð en komið sé fullt efnislegt samkomulag milli okkar Ögmundar sem hefur verið erfiðast á þessu stigi IceSave málsins. Þess vegna er ég miklu vonbetri í dag en fyrir viku um að við náum sameiginlega landi í IceSave málinu,“ segir Össur.

Ekki virðist skipta máli nú hvort Hollendingar og Bretar samþykkja þennan dómstólaviðauka. Þeir eru ekki erfiðastir, það er Ögmundur.  Stórkostlegt! 

Er furða að ekkert miðist áfram í þessu máli.


mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

EB sinnar eru greinilega æstir í að koma þessum skuldaklafa á þjóðina. Er þá ekki bara málið að láta skilanefndirnar taka þetta að sér og spara alþingi fyrirhöfnina. 

Sigurður Þórðarson, 13.10.2009 kl. 08:52

2 identicon

Koma hvaða "skuldaklafa á þjóðina"?

Við skuldum þetta þegar, nema nátturlega ef það er löglegt að ábyrgjast innistæður í rvk en gefa skít í þá sem búa í kóp..... opnið þið augun það er svo augljóst... annaðhvort ábyrgjumst við innistæður í Isl bönkum eða ekki og þá skiptir ekki máli hvort þú heitir Charles eða Jón

Bara spurning um hvernig á að greiða

HA (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 09:43

3 identicon

Poplismi í sinni tærustu mynd. Leikrit fáránleikans.

Fréttin fjallar um vænt virði (expected value) eigna og ætla að samþykkja/breyta skoðun sinni í samræmi við slíkt undirstrikar aðeins að menn skilja ekki grunnhugtök í fjármálafræðum.

Líkurnar á þessu eru álíka og að segja fyrir um að virði hús míns muni verða X kr eftir einhver Y ár.

Fréttin tilgreinir aðeins líkurnar á því að tiltekin upphæð náist í Icesave upphæðina, þetta eru ekki peningar í hendi.

Óháð skoðunum á Icesave þá gera menn ekki samning fyrir þjóðina sem byggir á líkum. Menn gera samninga sem byggist á raunverulegu greiðslumati og þoli þjóðarinnar. Allt annað er hráskinnaleikur.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 10:35

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það vita allir að Ísland getur ekki borgað allar þessar skuldir.

 Best að leysa þetta með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Sigurður Þórðarson, 13.10.2009 kl. 12:19

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Leysa með þjóðaratkvæðagreiðslu?  Hvernig?  Ef við fellum Icesave munu Bretar og Hollendingar fara í mál og reyna að fá neyðarlögunum hnekkt. Þetta kostar þá skiptimyntl , en er svo með okkur?

  • Mun krónan styrkjast?
  • Mun lánstraust aukast?
  • Munu vextir lækka?
  • Munu erlendir fjárfestar flykkjast til landsins?
  • Munu erlendir bankar ausa lánum í okkur til að við geta endurfjármagnað Landsvirkjun, OR og önnur helstu fyrirtæki landsins?

Margir halda því fram að svarið við þessu sé já og allt tal um nei sé hræðsluáróður alveg eins og þegar Danir voru að vara okkur við spilaborga gömlu bankanna?

Og hvað gerist ef neyðarlögunum verður hnekkt og eignir Landsbankans fara til erlendra kröfuhafa og við síðan töpum Icesave málinu.  Líkurnar á þessu eru ekki núll og er þá ekki skynsamlegt að hafa neyðaráætlun? Hvar er hún?

Því miður er veröldin ekki eins einföld og hún virðist vera, séð frá Reykjavík.

Andri Geir Arinbjarnarson, 13.10.2009 kl. 14:42

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Andri, það er greinilgt að þú rétt eins og stór hluti þjóðarinnar hefur enga hugmynd um fjárhagslega stöðu Íslands.

Ég skal bæta úr því: Erlendar skuldir ríkisins og heildarskuldir þjóðarbúsins eru svo miklar að miðað við þjóðarframleiðslu að samkvæmt alþóðlegum viðmiðum t.d. AGS á hvorki ríkið né þjóðarbúið fyrir vöxtum hvað þá afborgunum. Við þær aðstæður er ekkert gagn í að lengja í lánum. Ríkissjóður og landið er því tæknilega gjaldþrota. 

Vandi þjóðar sem er í þeirri stöðu verður ekki leystur með því að sanka að sér meiri skuldum. 

Sigurður Þórðarson, 13.10.2009 kl. 20:47

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sigurður,

Ég geri mér alveg fyrir að við komum líklega aldrei til að borga allar þessar skuldir þess vegna hef ég skrifað hér að Icesave verði að líta á í stærra samhengi og ríkisstjórninni ber að kalla saman fund nágrannaríkjanna, AGS og helstu kröfuhafa og reyna að semja um heildarlausn og niðurfellingu á öllum skuldum þjóðarinnar heldur en að gera þetta í bitum.

Éf hef líka sagt að það sé mikil hætta á að við missum Landsvirkjun, OR, Íbúðarlánasjóð og aðrar eignir til kröfuhafa.

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.10.2009 kl. 06:55

8 identicon

HA, nei við skuldum þetta ekki.  Geturðu ekki bara borgað Icesave sjálf/sjálfur.  Þú mátt það.  Ekki samt heimta að við hin gerum það. 

ElleE (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 18:48

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gott Andri,

Þú veist kannski líka að í samkomulaginu sem Svavar skrifaði undir og ríkisstjórnin samþykkti stendur að þjóðríkið Ísland afsali sér rétti til að óska eftir griðum ævarandi og óafturkallanlega. Þessi setning hefur sérstaka merkingu í þjóðarrétti. Ég vil ekki trúa því á samninganefndina eða ríkisstjórnina að nokkur þar hafi haft hugmynd um hvað þetta þýðir í raun.  Við getum bætt fiskimiðunum við upptalningu þína þ.e. ef Evrópuöflin og vonleysið nær hér tökum. 

Sigurður Þórðarson, 15.10.2009 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband