Pólitískur vogunarsjóður?

Yfirlýsing Boraes Capital er í klassískum anda útrásarvíkinga, þar sem lagt er út með pólitískar yfirlýsingar, nafnaköll og útúrsnúninga.  Þetta er hvorki faglegt né trúverðug.

Betra hefði verið fyrir Boraes menn að hefja sig yfir karpið í íslenskum stjórnmálamönnum og senda út yfirvegaða og stutta yfirlýsingu sem héldi sig við staðreyndir.

Ef Framsóknarflokkurinn er að fá þennan sjóð til að veita sér ráð er það faglega skylda sjóðsmanna að haga sér eins og óháðir og sjálfstæðir ráðgjafar.

Svo hefði líka verið skynsamlegt, í ljósi þess ástands sem ríkir á Íslandi, að Framsóknarflokkurinn hefði sent út yfirlýsingu um þessa ráðgjafa áður en haldið var til Noregs til að koma í veg fyrir misskilning. Boreas Capitla átti einnig að gera sér grein fyrir þessu og ekki láta Framsókn leiða sig út í þessar ógöngur.


mbl.is Vildu útskýra hegðun AGS fyrir Norðmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband