Athyglisvert uppkast

Uppkast forsætisráðherra að siðareglum fyrir ráðherra og starfsfólk ráðuneyta er athyglisvert bæði fyrir hvað í því stendur en ekki síður fyrir þá hluti sem vantar.  Fljótt á litið hefði ég viljað sjá öflugri reglur um:

  • Pólitíska óhlutdrægni starfsmanna í starfi
  • Mælanlegar viðmiðanir um "óhóflegar" gjafir, hlunnindi eða boðsferðir
  • Krafa um að stjórnarráðið haldi lista yfir allar gjafir og hlunnindi ráðherra og birti árlega
  • Krafa um að bréf og tölvupóstum frá almenning sé svarað innan eðlilegs tíma
  • Starfsmenn gefi reglulega yfirlit yfir stöðu fyrirspurna frá almenningi og stofnunum

Svo mætti á flestum stöðum breyta orðunum "leitast við" í "ber"


mbl.is Ráðherrum settar siðareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góðir punktar.

Mér finnst það þurfi að skerpa á kaflanum um "Hagsmunaárekstra og hagsmunatengls". Þetta passar fínt fyrir starfsfólkið í ráðuneytinu en ekki fyrir ráðherrann.

Mér finnst það eigi að liggja blátt bann við því að ráðherrar séu að þiggja fríðindi, boðsferðir og sérkjör frá fyrirtækjum og einstaklingum úti í bæ. Eina krafan sem hér er verið að gera er að þeir upplýsi um það sem þeir þiggja. Þeir sem þiggja ráðherralaunin hjá almenningi eiga að láta þau laun duga.

Laxveiðiferði, utanlandsferðir á fótboltaleiki o.s.frv. eiga ráðherrar ekki að þiggja þegar þeir eru á launum hjá almenningi. Slíkar gjafir á að banna. Að öðru leiti er ég sáttur við að aðrar gjafir sem ráðherra þiggur í ráðherratíð sinni renni til ráðuneytisins.

Tilgangur þessara gjafa, ferða og fríðinda er sá einn að kaupa velvild. Við viljum ekki að einhverjir hagsmunaaðilar séu að kaupa sér velvild ráðherranna okkar með peningum, gjöfum og greiðum, er það?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 12.10.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband