Tómur sjóður tekur ekki lán með veði í sjálfum sér, lengur!

Sigurjón er við sama heygarðshornið að reyna að gera einfalda hluti flókna og þvo hendur sínar af Icesave ábyrgðinni.  Auðvita var aldrei ríkisábyrgð á Icesave innistæðum Landsbankans, en málið snýst ekki um það.  Ríkisstjórnin er að taka lán hjá erlendum ríkjum til að borga fyrir axasköft Sigurjóns og hans kumpána í Landsbankanum vegna evrópskra samninga um innistæðutryggingar sem Ísland er aðili að.  Bretar og Hollendingar fara fram á að ríkið standi á bak við lánið enda getur tómur sjóður ekki tekið lán með veði í sjálfum sér.  Sigurjón ætti að skilja að þeir tímar eru liðnir, eða hvað?
mbl.is Sigurjón: Ekki ríkisábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Staff letter frá L, febrúar 2008

• Like investors with any UK bank, Icesave customers receive full deposit protection of up to
£35,000 (£70,000 for joint customers). This deposit protection is provided by the Icelandic
compensation scheme and topped up from the UK financial compensation scheme.
Contrary to some reports, in the extremely unlikely event of a claim ever needing to be
made there is unlikely to be any delay in compensation payment being made compared to
a UK-only scheme.
/

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Verðum við ekki að fyrirgefa honum?  Annþór er víst hættur að berja..

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.10.2009 kl. 15:47

3 identicon

Ríkisstjórnin á ekki að borga fyrir Bjöggana og Sigurjón.  Ríkissjórnir mega ekki ábyrgjast innistæðureikninga samkæmt EES lögunum sjálfum og Bretar og Hollendingar geta ekki heimtað það. 

ElleE (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 23:05

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sigurjón er enn í bullandi afneitun.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 13.10.2009 kl. 00:08

5 identicon

SÞÁ þarf náttúrulega að halda uppi einhverjum vörnum fyrir sjálfan sig; þó veikar séu.

Hvernig á hann annars að geta þrifist næstu árin í íslensku samfélagi?  

(Eða er hann kannski nú þegar búinn að kaupa sér hús í Sviss líkt og sumir aðrir?)

Þrándur (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband