12.10.2009 | 10:39
Vegabréfið sjaldan til fjár
Þessi skoðanakönnun, sennilega fjármögnuð af Norðmönnum, er kostuleg og sýnir að viðhorf Íslendinga til fjárfestinga er ekki eins og annarra þjóða. Ennfremur sýnir þessi könnun að lítið hefur þjóðin lært af hruninu.
Þjóðir sem fjárfesta eingöngu eftir vegabréfi fara oft mjög illa út úr dæminu og gera spillingaröflum auðvelt fyrir. Hrunið er nýlegt dæmi, þar sem íslenskt vegabréf útrásarvíkinganna var hafið til himna og talið betra en öll önnur. Auðvita var það tálsýn, en í staðinn fyrir að læra af mistökunum ætlum við að endurtaka þau, nú með norska vegabréfinu. Þetta er auðvita mjög athyglisvert og spilar beint í faðminn á öllum erlendum fjárfestum. Ekkert er betra fyrir erlenda fjárfesta en takmörkuð samkeppni og engin erlend samkeppni er takmarkaðri en sú sem byggist á vegabréfinu.
Þetta mun einfaldlega þýða að Norðmenn munu stjórna erlendri fjárfestingu hér á landi. Þeir munu afla fjármagns frá öðrum löndum og síðan kaupa eignir hér á tombóluverði og skipta hagnaðinum og dreifa til annarra landa þegar peningarnir eru komnir til Osló.
Þetta hentar öðrum fjárfestum líka mjög vel. Norðmenn þekkja okkur best, hafa stjórnmálaleg sambönd og velvilja almennings og þar með geta náð hagstæðari kjörum en aðrir.
Endanlega útkoma verður minni hagnaður fyrir Ísland en meiri fyrir Norðmenn og þeirra erlendu fjárfesta.
Íslendingar vilja að Norðmenn fjárfesti hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.