Jóhanna gefur eftir og setur Icesave ķ uppnįm

Tilkynning Jóhönnu ķ RŚV ķ dag um Icesave veršur ekki skilin į annan veg en aš hśn sé komin ķ hring og į sömu skošun og Ögmundur eftir aš hafa żtt honum śr stjórninni. 

Greinilegt er aš Icesave er aš fara meš žessa rķkisstjórn og landsmenn alla.  Hér rķkir nś fullkomin óvissa ekki ašeins um Icesave heldur hvernig landinu er stjórnaš og af hverjum, ef žvķ er žį stjórnaš į annaš borš.

Eftirgjöf Jóhönnu ķ Icesavemįlinu eru grķšarleg vonbrigši og ķ raun óskiljanleg.  Žaš er fullkomlega ešlileg krafa af hįlfu Breta og Holendinga aš ef samiš er um Icesave žį komi ekki til dómsmįls.  Žetta er svo ešlilegt aš varla žarf aš ręša žaš.  Žaš er ekki bęši haldiš og sleppt.  Annaš hvort semur mašur eša fer meš mįl fyrir dóm en ekki hvoru tveggja ķ senn!  

Ekki svo aš skilja aš žaš hefši ekki veriš ešlilegt aš fara meš Icesavemįliš fyrir dóm, kannski var žaš besta lausnin, en žį įtti aš gera žaš strax fyrir įri sķšan.  Mašur eyšir ekki įri ķ samningagerš og lętur framkvęmdavaldiš skrifa undir meš fyrirvara žingsins til žess eins aš fara ķ dómsmįl sem var krafan allan tķmann.  Hefši ekki veriš kurteislegra aš lįta Breta og Hollendinga vita af žessari kröfu strax, heldur en aš laumupokast meš hana og skella henni fram 2 vikum fyrir lokafrest.

Ķ Sunday Times ķ dag er žvķ haldiš fram aš engu Evrópulandi hafi veriš stjórnaš af jafn mikilli vankunnįttu og Ķslandi sķšustu 20 įrin!  Žvķ mišur viršist mašur nś žurfa aš grķpa til oršataksins, lengi getur vont versnaš.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband